Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 68

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 68
Klukkan var rúmlega 8, við ákváðum að vera saman í byrginu og sjá hvað gerð- ist, en breyta okkur e£ atvikin yrðu þannig. Nú var kominn meiri vindur a£ suðri, eða þó nokkur gola, og á ellefta tímanum gekk hann meira til suð-austurs, og tók að rigna með þéttum hryðjum. Var þá ekki til setunnar boðið í byrginu, því litlu mátti muna, að vindinn legði a£ okkur á grenið, en það mátti ekki koma fyrir, því að ef yrðlingarnir fyndu af okkur lyktina, gæti orðið mjög erfitt að ná þeim fyrr en eftir marga daga. — Færðum við okkur því til, en höfðum hvergi gott afdrep, þar sem við sæjum líka dável til. Klukkan að ganga 12 segir Sigurður mér, að sér sé orðið mjög kalt, og óttist um lieilsu sína, ef kuldinn áger- ist. Ég sé í hendi minni, að við megum helzt enga hreyfingu hafa fyrr en eftir kl. eitt, því aldrei sé að vita nema skolli sé í nánd, og gætum við gert allt ónýtt fyrir okkur með umgangi og liandaslætti. Það var hrollur í mér, þrátt fyrir minn ógur- lega búning, og vissi að það kom til af því, hversu hroðalega ég hafði svitnað fyrr um kvöldið. Sigurður var að vísu lé- lega búinn, eða aðeins í stormfötum ut- an yfir venjulegum klæðum. Verður það nú til ráðs, að Sigurður hraði sér sem mest niður að vegi fyrir sunnan Hvassahraun, og freisti að komast í bíl til Keflavíkur, en komi síðan aftur svo fljótt sem auðið sé með betri út- búnað, því heima átti hann sams konar föggur og ég var í. Svo var ekki að vita, ef refurinn væri í nánd, að hann kæmi þjótandi, þegar hann sæi Sigurð fara í burtu. Rorra ég aleinn um nóttina, en varð ekki var við neitt. Alltaf rigndi, og sami vindur liélzt. Undir morgunn reyndi ég að gagga á yrðlingana varlega, og komu þeir þá 5 út, og gríndu og hlust- uðu sem ákaflegast í allar áttir. Afréð ég þá þegar hvernig ég skyldi fanga þá, þegar refurinn væri unninn. Klukkan rúmlega 6 um morguninn áleit ég að ekki þýddi að híma lengur, fyrst ekki hafði orðið vart við refinn í afturelding. Dró ég mig nú heim á „hó- telið“, fór úr vosinu, og stakk mér í svefn- pokann inni í gjótunni, en þar var ég að mestu leyti í skjóli fyrir rigningunni. — Óhægindi mikil voru undir hnútum mín- um. Eftir nokkra hnykki og dynti vissi ég ekki af mér meir. Eftir langa stund vakna ég og lít á klukkuna. Er hún þá á ellefta tímanum, svipast ég þá um við byrgið, og sé þar einn stein, sem ég kann- ast ekki við, góni ég augnablik á þetta íyrirbæri, en allt í einu hreyfist „steinn- inn“, og veit ég þá hvers kyns er, Sigurð- ur muni vera kominn, og þegar hann lít- ur við, gef ég honum merki að koma, og gerði hann það. Hafði liann þá farið hamförum niður á veg, og komizt strax í bíl, og í fyrsta bíl, sem um veginn fór til baka um morguninn. Kom liann sér inn að Hvassahrauni, og var kominn upp eftir rúmlega 8 um morguninn. Setjumst við nú að snæðingi, veður var orðið þurrt, og breiði ég úr öllu sem blautt var, því eftir lítinn tíma var komin blíða og sól- skin. Að þessu búnu sting ég upp á að við fáum okkur góðan dúr, en verðum viðbúnir öllu úr því klukkan sé 6. Sofn- um við bráðlega, en upp úr klukkan 5 förum við upp í byrgið og svipumst um, hlustum eftir fuglum, setjum vel á okk- ur allar afstöður og annað, sem að gagni 58 Veiðjmaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.