Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 72

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 72
Þannig eru nú nálega allar beztu veiði- árnar á Stóra-Bretlandi að meira eða minna leyti leigðar, annað hvort félögum, gistihúsum eða einstaklingum og eigend- urnir láta sér nægja nokkra daga fyrir sjálfa sig allan veiðitímann og sumir jafn- vel ekkert. í maí hefti tímaritsins Field & Stream 1958 var um þetta löng og fróðleg grein, sem í ráði er að þýða og birta hér í Veiði- manninum á næstunni. Mun mörgurn, sem hana lesa, koma á óvart hve gííurleg breyting hefur orðið á þessum hlutum í Stóra-Bretlandi síðari árin. Að þessu athuguðu verður að telja mjög ósennilegt, að Englendingar vilji eða telji sig geta borgað það verð fyrir stangveiðidaginn, sem íslendingar hafa þurft að gera víðast hvar síðari árin. Er þess skemmst að minnast, að skozkur maður, sem unr langt skeið hafði haft hér litla á, sleppti lrenni þegar leigan var hækkuð, og hefur þó heyrzt að hann hafi átt kost betri kjara, en íslendingarnir urðu að sæta, að honum frágengnum. Englendingar vildu aldrei greiða háa leigu fyrir veiðiár hér, meðan þeir gátu það, og því er ástæðulaust að gera ráð fyrir að þeir geri það nú, þegar þeir geta það ekki. V. M. iVeliii eyða. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því hér í blaðinu, að laxveiði færi mjög minnkandi í Alaska. Var ofveiði í net kennt um, og háværar raddir komu fram um að takmarka veiðina stórlega. Síðan hefur enn sigið á ógæfuhliðina, og nú er svo komið, að mjög róttækra aðgerða þykir brýn þörf. í dagblaðinu Vísi var eftirfarandi frétt um þetta efni hinn 21. október s. ].: „Bandarískum fiskimönnum hefur verið bannað að veiða lax í net á norð- urhluta Kyrrahafs og nokkrum hluta Beringshafsins. Bleiklax er samt ekki hér með, en veiðar á bleiklaxi eru háðar ríkis- eftirliti. Það var vegna kröfu fylkisþings Alaska, að laxveiðar í net hafa verið bannaðar á þessu svæði“. Efnisskrá Veiðimannsins. ÞESS liefur lengi verið brýn þröf, að efnisskrá væri samin yfir Veiðimanninn, enda hefur það staðið til undanfarin tvö eða þrjú ár, en dregist á langinn af ýms- um ástæðum. Nú hefur Gunnlaugur Pétursson, sem lengi hefur verið í ritnefndinni og oft liðsinnt ritinu vel og drengilega, unnið þetta nauðsynjaverk.. Munu ótaldar þær vinnustundir sem hann hefur þarna lagt af mörkum fyrir Veiðimanninn, því að svona verk eru seinunnin og krefjast mik- illar nákvæmni og athugunar. í ráði er að prenta efnisskrána sérstak- lega eftir áramótin, í sama formi og rit- ið, og geta þá þeir, sem vilja, látið binda hana með síðustu árgöngunum. Standa vonir til að hægt verði að senda hana til kaupenda með fyrsta heftinu á næsta ári. Fyrir hönd ritsins þakka ég Gunnlaugi þetta ágæta verk, sem og önnur, er hann hefur fyrir það unnið á liðnum árum. Ritstj. 62 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.