Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 74

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 74
nú samt, að þetta væri mest í nösunum á henni. Maður varð að líta á málið frá hennar hlið líka, og hann hafði reynt að valda henni eins litlum óþægindum og unnt var. Sex eða sjö sentimetra langur urriði elti fluguna og vakti garnla manninn af þessum hugsunum. Hann vafði inn á hjólið og óð í land. Hann hengdi veiði- pokann á giein og reisti stöngina upp við tréð. Því næst tók hann tvær smurð- ar brauðsneiðar upp úr vasanum á veiði- jakkanum og settist á þurran og sólheit- an bakkann. Hann bretti niður stíg- vélin og lét sólina þurrka raka sokk- ana. Hann liafði ekki hlíft fótum sín- um um dagana. Þessar sífelldu stöður í köldu vatninu ollu því, að þeir voru orðnir stirðir af gigt. Þess vegna leið honum ólíkt betur þegar svona heitt var í veðri. Maur, sem hafði skriðið upp á hné gamla mannsins, settist á afturfæturna og fálmaði út í loftið með framfótum og þreifiöngum, en valt niður í grasið þegar hann ætlaði að fara að stugga við honum. Svo hallaði gamli maðurinn sér útaf á annan olnbogann, lokaði augun- um og naut þess eins — að lifa. Hið eina, sem háði honum var, að heyrnin var tekin að bila. Alltaf þegar hann var við ána síðustu árin, fannst honum hann heyra liávaða af umferð í stórborg — einkanlega þegar hann lok- aði augunum. Hann reyndi að hugga sig með því, að eitthvað yrði undan að láta með árunum. Flestir samferðamenn hans voru annað lrvort horfnir af sjónar- sviðinu eða þá orðnir svo lasburða, að þeir treystu sér ekki út fyrir hliðið. Hann hafði alls enga ástæðu til að kvarta. Hann opnaði augun og settist upp með erfiðismunum. Það var bezt að láta þetta nægja í dag. Hann beit girnið sund- ur fast við augað á flugunni og leysti það svo, með æfðum höndum, frá lín- unni. Línan var hál og þung og rann sjálfkrafa niður gegnum hringana á til að vinda hana inn á hjólið. stönginni, áður en honum vannst tími Hann var, þrátt fyrir allt, feginn að það var stutt heim — gegnum skóginn — yfir teiginn og gegnum garðinn. Gott að komast í forsæluna og hvíla augun. —oOo— Ég liorfði spurnaraugum á manninn, sem sat hjá mér á bekknum. „Fyrirgef- ið forvitni mína; hvernig stendur á því, að enginn virðist veita honum eftir- tekt?“ — Ég sé að þér eruð ókunnugur hér og eigið því líklega erfitt með að skilja þetta. Síðustu sex árin hefur Jakob garnli, eins og við köllum hann, komið tvisvar í viku hingað að gosbrunn-tjörn- inni framan við brunastöðina, með all- an veiðiútbúnað, og verið hér klukku- tíma eða þar um bil, því að hann held- ur að þetta sé áin, sem hann veiddi í á unglingsárum sínum. Hann var sýslu- skrifari hérna í heilan mannsaldur, mjög vel látinn af öllurn. Nú er liann kom- inn yfir áttrætt og þetta er eina ánægj- an hans. Hvers vegna ættum við að svipta hann henni? Hann stóð upp, lyfti hattinum og fór leiðar sinnar. Ég sat kyrr á bekknum og horfði á eftir honum, unz hann hvarf inn í mannþröngina. (Þýtt úr norsku). 64 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.