Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 26

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 26
Okkur áhugamönnunum fínnst við lítils megnugir í þessum efnum og vildum því gjarnan geta vísað þeim vandamálum, sem upp koma hverju sinni, til þeirra nefnda og stofnana, sem um þessi mál eiga að fjalla. Hér á ég fyrst og fremst við æðstu stofnanir þessara mála, Landbúnaðarráðu- neytið og Veiðimálastofnunina, einnig Fisksjúkdómanefnd og Veiðimálanefnd, og jafnvel Hafrannsóknarstofnun og Nátt- úruvemdarráð. Sem dæmi um máttleysi okkar áhuga- mannanna má nefna ályktun, sem við gerð- um á aðalfundi okkar 25. og 26. október síðastliðinn, með kjörorðunum „Verndum villta fiskstofna í ám og vötnum landsins“ að leiðarljósi. En ályktunin hljóðar þannig: Stjórnir L.S. og L.V. beina þeirri ein- dregnu áskorun til viðkomandi yfirvalda, að gætt verði fyllstu varúðar vegna smit- hættu og mengunarhættu frá laxeldis- stöðvum. Við teljum að hér sé svo mikil hætta á ferðum, að nú þegar þurfi að taka á þessu máli af röggsemi. Við vörum eindregið við hcettunni á erfða- mengun í villtum laxastofnum og krefjumst algers banns við innflutningi á laxahrognum erlendis frá. Landssamband veiðifélaga, þ.e. veiði- réttareigendur, stóðu með okkur að þessari samþykkt, enda augljóst, að þeir eiga miklu meiri hagsmuna að gæta í þessum efnum heldur en við stangveiðimenn. Við mættum með þessa ályktun hjá Landbúnaðarráðherra 19. nóvember s.l., þar sem okkur var vel tekið að vanda og við sendum þessa viðvörun til Veiðimálastofn- unarinnar, Fisksjúkdómanefndar, Veiði- málanefndar og reyndar allra sem við telj- um, að um þessi mál eigi að fjalla. En hver var árangurinn? - Að okkar mati enginn. Því um það bil mánuði síðar er íslandslaxi við Grindavík veitt leyfi Fisksjúkdómanefndar og Landbúnaðar- ráðuneytisins fyrir innflutningi á 300 lítrum af laxahrognum frá Noregi! Það var ekki ætlunin, að ég héldi hér langa tölu, en tel þó rétt að útskýra lítil- lega ástæðuna fyrir þessum fundi og jafn- framt taka það skýrt fram, að við viljum ekki á neinn hátt standa í vegi fyrir þessari nýju atvinnugrein, fiskeldi, né útflutningi á matfiski og seiðum sem nú er orðin stað- reynd. Okkur mun víst ekki veita af nýjum atvinnutækifærum, ekki síst ef litið er til þess ástands, sem nú ríkir í hinum hefð- bundnu atvinnugreinum landbúnaðarins. Vissulega getur fiskeldi orðið lyftistöng fyrir landbúnaðinn í þessu landi, sem talið er að hafi til þess betri skilyrði en nokkurt annað land, vegna jarðvarma og hins mikla hreina ferskvatns. En við verðum að fara að öllu með gát, svo vel megi til takast. Þið hafið sjálfsagt veitt því athygli, að engir blaðamenn eru boðaðir til þessa fundar, því það er ekki ætlunin að það sem hér kemur fram bergmáli í fjölmiðlum, heldur verði reynt að vinna markvisst og málefnalega, án stóryrða og sleggjudóma. Eftir hádegi mun síðan stjórn og fulltrú- ar aðildarfélaganna álykta í ljósi þeirra staðreynda, sem hér koma fram. Að þessum inngangsorðum mæltum, munum við ganga til dagskrár og taka fyrir fyrsta lið sem er: „Nýlegur innflutningur á norskum laxahrognum og hugsanleg áhrif þess fordcemis í framtíðinni. “ Og við bjóð- um velkominn fyrsta frummælandann, Jón Kristjánsson, fiskifræðing. Að loknu erindi Jóns Kristjánssonar sagði Rafn Hafnfjörð: Það er nú komið að 2. dagskrárlið þessa fundar sem ber yfir- skriftina ,,Gífurlegur fjöldi heimilda til ádráttar í laxveiðiám“. Tel ég rétt að flytja einnig stuttan for- 22 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.