Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 28

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 28
Klakleyfi, útgefín 1986: Reykjanes: Elliðaár, Laxá í Kjós. Vesturland: Botnsá, Laxá í Leirár- sveit, Fiskræktarstöð Vesturlands: - Vatn- asvæði Hvítár, Grímsá og Tunguá, Flóka- dalsá, Urriðaá, Haffjarðará, Straumfjarð- ará, Vatnsholtsá og vötnin, Hörðudalsá, Efri-Haukadalsá, Neðri-Haukadalsá, Laxá í Dölum, Flekkudalsá, Krossá á Skarðsströnd. Vestfírðir: Staðará í Steingrímsfírði. Norðurland vestra: Miðfjarðará, Víðidalsá og Fitjaá, Vatnsdalsá, Laxá á Asum. Norðurland eystra: Skjálfandafljót: A-deild og B-deild, Reykjadalsá og Ey- vindarlækur, Mývatn, Ormarsá, Deildará, Svalbarðsá, Hafralónsá. Austurland: Selá, Hofsá í Vopna- firði, Breiðdalsá. Suðurland: Skaftá, Grenlækur, Eld- vatn, Tungufljótí Skaftártungu, Kerlinga- dalsá og Vatnsá, Rangárnar, Þjórsá, vötn á Landmannaafrétti, vötn á Holtamannaaf- rétti, Ölfusár-Hvítársvæðið, Varmá og Þorleifslækur, Veiðifélag Flóamanna. Stangveiðifélögin hafa haft forgöngu um ræktun margra vatnasvæða á einn eða annan hátt, t.d. með því að kaupa upp net- alagnir, setja á fót eldisstöðvar, kaupa seiði og vinna að sleppingum í ár. Þau hafa talið sig vera að vinna gott verk með þessu, enda hægt að nefna mörg dæmi um góðan árangur. Sumir þessarra stangveiðimanna, sem tekið hafa þátt í ræktun, hafa beinlínis hætt stangveiði og snúið sér alfarið að fiskrækt, og má í því sambandi nefna glæsi- legan árangur Jóns Sveinssonar í Lárósi, sem heiðrar okkur með nærveru sinni hér í dag. Þegar gengið var frá lax- og silungsveið- ilögunum á Alþingi 1932, töluðu flestir þingmenn gegn ádrætti á hrygningar- stöðvum, því þeir töldu að hætta væri á því að hrygningarstaðir gætu skemmst og töldu sig hafa fyrir því sannanir. Pétur Magnússon sagði: „...Alls staðar þar sem ég þekki til, er hægt að sópa árnar svo með ádrætti að enginn lax verði eftir“. Steingrímur Steinþórsson sagði: „... Þeir sem eitthvað hafa verið viðriðnir lax- veiði, munu vera á einu máli um það, að ádrátturinn er hin versta veiðiaðferð, það er ekki einungis að nytjafiskurinn sé drep- inn, heldur líka að ýmsu leyti eyðilögð skilyrði fyrir tímgun hrognanna og viðhald fiskstofnsins.“ Jónas Þorbergsson sagði: „...bergvatns- árnar eru margar svo litlar að þar má ger- sópa laxinum í net og strádrepa hann fyrir hr ygningartí mann... “ Og þannig mætti lengi halda áfram að lesa úr alþingistíðindum frá 1932. Við þessar kenningar er ég upp alinn sem stangveiðimaður, allar götur fram til 1978, að þær raddir fara að heyrast, að ámar séu flestar ofsetnar og best væri að grisja þær með ádrætti og á þann hátt setja það magn á, sem talið væri að hver á þyldi. Skiljanlega er það freisting fyrir bænd- ur, sem eru jafnvel að flosna upp af jörðum sínum, að draga á árnar, þegar jafn mikið er boðið fyrir laxinn og raun varð á s.l. haust, og margar sögur sem við höfum heyrt um slíkan ádrátt, virðast í fljótu bragði all hrikalegar, og má þar nefna Laxá í Leirársveit. Einnig langar mig að segja stutta sögu frá Þistilfirði, en þar hefur Stangveiði- félagið Flugan verið að rækta upp Orm- arsá. Þeir, eins og aðrir góðir ræktunar- menn, hafa varla tímt að veiða þann lax, sem þeir hafa sjálfir verið að rækta. En hvað skeður svo í haust? Þeir frétta af ein- 24 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.