Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 34

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 34
10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 LENGD SM Mynd 1. Lengdardreifing göngu- seiða í fjórum vatnakerfum: Ell- iðaám, Vesturdalsá t Vopnafirði, Imsa tNoregiog WestArmBrook í Kanada. Munurinn á seiðum í íslensku ánum er ekki mikill, hann er e.t.v. innan eðlilegra skekkjumarka, en erlendu seiðin eru áberandi stœrri. Stærð seiða við sjávargöngu er a.m.k. að hluta til erfðabundin, og rceðst af því hvaða hlutfall þyngdar og fjölda er best á hverjum stað. fræðilegur munur. Fjölmargar greinar hafa verið skrifaðar um efnið, haldnar hafa verið alþjóðlegar ráðstefnur um þetta efni sérstaklega. Allir hafa verið á einu máli um tilvist sérstakra stofna og gerðar hafa verið margar samþykktir um varðveislu þeirra (sjá H. Skjervold, 1986 og B. Jonsson 1982). Sjáanlegur munur kemur fram í fjölda hryggjarliða, tálknatinda, skúflanga, doppum og dröfnum, hreistri o.fl. Sýnt hefur verið fram á að þessi munur hefur erfðafræðilegan bakgrunn (sjá B. Jonsson, 1982). Tvisvar hef ég séð svona útlitsmun á laxaseiðum í eldisstöðvum: Arið 1972 sá ég íslensk laxaseiði ásamt norskum í norskri eldisstöð. Norski fískurinn var stálgrár á litinn en þeir íslensku voru með áberandi gulleitum blæ, sérstaklega uggarnir. Stöðvarstjórinn kallaði þá gullfiskana og segir það meira en mörg orð. Öðru sinni sá ég í laxeldisstöð Hólalax seiði í keri og voru þau áberandi ljósari en seiði í öðrum kerjum án þess að hægt væri að fmna umhverfisaðstæður sem gætu skýrt það. Stöðvarstjórinn sagði að í þessu tiltekna keri væru seiði úr Héraðsvötnum. Rannsóknir laxaseiða í náttúrunni hafa leitt í ljós að seiði í jökulvötnum eru áber- andi ljósari en í bergvatnsám. Seiðin í eld- isstöðinni sýndu að þessi litarmunur er erfðabundinn. Urriðinn í efri hluta Laxár í Þingeyjar- sýslu hefur engar rauðar dröfnur, en urriði á Hornafjarðarsvæðinu hefur meira af rauðum dröfnum en svörtum í „feldin- um . En það er ekki einungis að finna megi erfðafræðilegan mun á útliti stofnanna. Hann kemur einnig fram í hegðun og lífs- ferli. Dæmi: Gönguseiðastærð, göngu- tími, dvalartími í sjó, o.s.frv. Ástæðan fyrir öllum þessum mun er að hver stofn verður fyrir úrvali sem er mis- munandi frá einum stað til annars. Við sjáum t.d. í hendi okkar að ár eins og Ulf- arsá og Laxá í Þingeyjarsýslu eru ákaflega ólíkar t.d. með tilliti til vatnsmagns. Þær gera þess vegna mismunandi kröfur til spretthörku og líkamsstærðar. Hver einstaklingur í stofninum hefur mestan „áhuga“ á því að koma sínum erfðaeiginleikum áfram til næstu kynslóð- ar og það er mismunandi eftir umhverfis- aðstæðum hvað er best. 30 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.