Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 41

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 41
ur um það hafí verið allt frá 1975, og ansi fjörugar á stundum. Þar sýnist sitt hverj- um (Árni Isaksson 1985, Jón Kristjánsson og Tumi Tómasson 1981, Tumi Tómas- son 1979). Það eru allir sammála um að stórar göngur geta komið undan litlum göngum (fáum foreldrum) og einnig að mikil hrygning getur gefið af sér litlar göngur. Hins vegar er oft deilt um hvort þarna sé samband á milli eða ekki. I norðlenskum ám eru nokkuð regluleg- ar sveiflur í laxgengd, með u.þ.b. 10 árum á milli toppa, eða um tvö kynslóðabil. Þetta þýðir í raun að í kjölfar mikillar laxgengdar fer gengd dvínandi, og öfugt. Það er því freistandi að álykta, að draga megi úr sveiflum með því að stjórna veiðum og auka þær þegar göngur eru tiltölulega stórar. Hvert sé nákvæmt orsakasamband þarna, er mikilvægt rannsóknarverkefni. Þegar litið er til annarra landa, þar sem Atlantshafslax gengur í ár, sjáum við að þar eru veiðar stundaðar með fjölbreyttari veiðiaðferðum og miklu meiri sókn en hér er gert. Flestir munu þó sammála um að þar sem laxgengd hefur farið hnignandi, eða laxi jafnvel útrýmt, hefur fyrst og fremst verið um að kenna eyðileggingu á umhverfi hans, t.d. með mengun, fram- ræslu, stíflum og virkjunum. Það er ein- ungis þar sem laxinn á í vök að verjast af þessum sökum að veiðar geta haft slæm áhrif á stofninn. Því er í flestum tilfellum ekki til að dreifa hér. Þegar laxgengd er lítil, hafa þeir laxar sem veiðast yfirleitt dvalið tiltölulega lengi í ánum sem seiði. Aðrar athuganir sýna glöggt að þéttleiki seiða hefur mikil áhrif á vöxt og dánartölu þeirra (Tumi Tómasson, 1979). Tíðarfar hefur einnig áhrif á þessa þætti. Hóflegur ásetningur og gott tíðarfar eru því undirstaða góðrar laxgengdar. I slæmu tíðarfari er æskilegur ásetningur minni en í góðu tíðarfari. Við verðum að kanna nánar samspil og áhrif þessarra þátta til að gera ræktunarstarfið markvissara og árangursríkara. Ádráttur- inn í Miðfjarðará er liður í þessu starfi. I Núpsá var sleppt smáseiðum 1983 á ólaxgeng svæði. Vorið 1984, þegar afkoma seiðanna var athuguð, kom í ljós að eftir því sem ofar dró voru seiðin sem veiddust smærri, höfðu vaxið minna frá sleppingu. Þannig voru seiðin á efri stöðunum um 6,4 sm á lengd að meðaltali, en 7,8 sm á þeim neðstu. Þarna var líklegast um að ræða minni hita þegar ofar dró (áhrif tíð- arfars), þó einnig virtist sleppingin hafa verið þéttari framfrá. I f]ölda athugana höfum við dæmi um betri vöxt seiða því neðar sem við förum í árnar. Sumarið 1986 var aftur sleppt smáseið- Tafla 4. Niðurstöður rafveiða á sumargömlum laxaseiðum á ólaxgengum hluta Núpsár, í ágúst 1986, sjö vikum eftir sleppingu. Áætluð Fjöldi Meðal- Áætluð Áætl. Dánar- meðalþyngd sýna lengd (mm) slepp. þéttl. tala einstakl. (g) Staður 1 20 62 56 47 16% 1,27 Staður 2 23 66 64 53 17% 1,44 Staður 3 22 70 56 51 10% 1,72 Staður 4 21 66 72 49 32% 1,44 VEIÐIMAÐURINN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.