Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 46

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 46
veita bæri erfðaefni. Þessar ályktanir (37-45), voru samþykktar af Allsherjar- þinginu árið 1973. Á grundvelli þessarar samþykktar var sett á laggirnar norræn nefnd embættis- manna um umhverfismál, og 1976 kom Carlsbergskýrslan um „varðveislu erfða- efna náttúrunnar“. 1978 var haldin samnorræn ráðstefna í Finnlandi um genabanka. Á þessari ráð- stefnu kom fram tillaga um að geyma villta laxastofna sem þóttu hafa einginleika er bæri að varðveita. Mikilvægt skref í varðveislu stofna var ráðstefna sú sem haldin var á vegum FAO og UNEP 1983. Þar voru settar fram vinn- ureglur um hvernig staðið skyldi að varð- veislu erfðaefna. Við getum leyft okkur að efast um gildi þess að varðveita húsdýrastofna, enda eru þeir mannanna verk hundrað ár aftur í tím- ann. Stærðargráðan er hins vegar allt önnur þegar kemur að náttúrulegum stofnum og varðveislu þeirra. Hér erum við að tala um eiginleika sem tekið hefur þúsundir ára að byggj3 uPP- jakt og Fiske> nr Ui 1986 Þýðing: Jón Kristjánsson. Harald Skjervold Innf lutningur laxaseiða er ógnun við norska laxastofna Við sáum í fyrri grein hvernig náttúran hefur getað þróað sérstaka laxastofna sem henta viðkomandi vatnasvæði. I þessari seinni grein skulum við líta nánar á nokkur atriði þar sem aðgerðir af manna völdum geta truflað eða jafnvel eyðilagt þessa stað- bundnu stofna (hugtakið ,,staðbundinn“ er hér notað um stofn hvers staðar, en ekki um hvort fískur gangi til sjávar eða ekki). Hér í Noregi er búið að gera ýmislegt allra síðustu ár sem hefur bein eða óbein áhrif á laxastofna ánna. Hið helsta er: A. Tilkoma sjókvíaeldis Þessi atvinnugrein byggir að mestu til- veru sína á laxi, nánar tiltekið Atlantshafs- laxi (Salmo salar). Vegna hinna miklu um- svifa sem orðin eru í laxeldinu meðfram norsku strandlengjunni hefur verið erfitt að koma í veg fyrir að fiskur slyppi úr kví- um og leitaði, þegar þar að kæmi, upp í ár meðfram sttöndinni til hrygningar. Áhrif flóttafísks úr eldisstöðvum eru ekki ein- göngu háð fjölda þeirra fiska sem ganga upp í árnar, heldur að sjálfsögðu hversu erfðafræðilega frábrugðnir þeir eru þeim fiskum sem þeir blanda blóði við. Fiskeldið notar ýmsar þær aðferðir sem geta valdið miklum erfðabreytingum í náttúrulegum laxastofnum. Hér mánefna: 1. Innflutningur á gönguseiðum frá útlöndum Seinustu ár hefur verulegt magn göngu- seiða verið flutt inn frá útlöndum til fisk- 42 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.