Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 49

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 49
Til þess að geta gert þetta hafa raforku- verin komið sér upp fjölda klak- og eldis- stöðva. Einungis hin allra síðustu ár hefur verið krafist að notuð væru seiði af stofni viðkomandi áa. 1. Seiðasleppingatilraunir í flestum tilraunum hafa menn notað ósamstofna gönguseiði. Slíkar tilraunir hafa sennilega lítil áhrif á genatíðni við- komandi tilraunastaða vegna þess hve stutt þær standa yfirleitt. Þær valda ekki stöð- ugri blöndun í langan tíma. Því má bæta við, að talsvert er um vatn- asvæði þar sem stofninn er í útrýmingar- hættu t.d. vegna súrrar rigningar. Þar er sérstaklega mikil hætta á breytingum á genatíðni af völdum flökkufisks, vegna þess hve stofninn er orðinn lítill. 2. Reknetaveiðar Þessar veiðar taka toll úr mörgum laxa- stofnum og geta þannig haft meiri áhrif á einn heldur en annan, en þær hafa í minna mæli bein áhrif á genatíðnina í viðkom- andi stofni. C. Acetlun til varðveislu stað- bundinna laxastofna Þegar um er að ræða beinar varnarað- gerðir, væri æskilegt að hafa handbær gögn um stærðargráðu þeirra áhrifa sem óæski- legt flakk hefur á genatíðnina í stofnunum. Til þess að áhrif stofnblöndunar komi fram, verða rannsóknir að standa í nokkur ár. Á meðan eykst umfang fiskeldisins og áhrif blöndunarinnar hlaðast upp á meðan. Verið getur að þá verði orðið of seint að gera eitthvað til þess að bjargaséreinkenn- um stofnanna. 1. Stofnun sérstakra genabanka fyrir norska laxastofna Það virðist augljóst að koma verður upp geymslu eða lager þar sem hægt er að geyma svil úr laxi í langan tíma. Nú hefur tekist að þróa þá tækni sem nauðsynleg er til þess að frysta og geyma svil úr laxi. Sá sem mest hefur lagt til á þessu sviði er Dr. Joachim Stoss, er var um tíma við háskólann í Göttingen. Frjógvunarpró- sentan með frosnum svilum er ívið lægri en þegar notuð eru fersk svil. Hún er samt nægjanleg til þess að hægt sé að koma upp genabanka fyrir marga stofna. Vinnuhópur um laxahafbeit sem DNF (stofnun sú sem fer með nýtingu villtra dýrastofna) tilnefndi, beitti sér fyrir því í fyrra, að safnað yrði svilum úr öllum stað- bundnum laxastofnum. DNF hóf söfnun- ina s.l. haust og kom þar með genabankan- um á stað. Búist er við að verkið verði kom- ið langleiðina eftir tvö ár. Reynist óttinn um genamengun á rök- um reistur er seinna hægt að snúa til baka í átt til þess ástands sem ríkir í dag, með því að nota djúpfryst svil. Þetta er ekki nein trygging gegn erfða- mengun í laxinum okkar, en vekur þó vissa öryggiskennd. Ekki er vitað til að farið sé að gera þetta í nokkuru landi öðru. 2. Aðrar varnaraðgerðir 1. Hætta öllum innflutningi á göngu- seiðum. Þetta dregur úr líkum á blöndun frá stofnum með mikil frávik í genatíðni frá norskum laxi. 2. Nota heimastofna í alla fískrækt. Þetta á við um: - Reglulegar seiðaslepping- ar í veiðiár. - Gönguseiðasleppingar og hafbeit. Ef um er að ræða laxlausar ár geta menn valið sjálfir það hráefni sem þeir vilja nota. Jakt og Fiske, nr. 12, 1986. Þýðing: Jón Kristjánsson. VEIÐIMAÐURINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.