Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 54

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 54
aðeins um helming þess magns, sem veidd- ist árin á undan. Þar brást áin annað árið í röð og hefur þar með dottið úr háum söðli, ef tekið er mið af veiðinni 1984, þegar hún hreykti sér hátt og gaf 707 laxa. Snæfoks- staðir í Hvítá reyndust fengsælir. Þar komu á annað hundrað laxar á land. I Breiðdalsá er Eyjólfur allur að hressast, því að áin gaf nú nær tvöfalt meiri afla en 10 árin á undan. Sama gildir, ef tekið er mið af árinu 1985. Þegar á heildina er litið, er veiðin í ám félagsins ekki mikið yfir 10 ára meðaltalsveiðinni. Árnar á Norður- og Austurlandi skera sig úr hvað þetta varðar. Þar er öll aukningin. Sala veiðileyfa: Ef salan er reiknuð sem hlutfall af mögulegri sölu, þ.e. fram- boði veiðileyfanna í krónum reiknað, kem- ur í ljós, að hún jaðrar við 100% í Elliðaán- um, Langá, Blöndu, Svartá og að Laugar- bökkum, 95% í Sogi, 93% í Leirvogsá og Norðurá, 90% í Brynjudalsá og Breiðdalsá, 85% í Gljúfurá, 78% á Snæfoksstöðum og 72% í Miðá. Svartipéturinn í spilunum var að þessu sinni Stóra-Laxá. Þar var sölu- hlutfallið aðeins 58%. Er nú af sem áður var, er áin seldist nær alveg upp, ár eftir ár. Stóra-Laxá var félaginu verulegur fjár- hagslegur baggi, annað árið í röð. Nýr samningur, nú í formi umboðssölu, mun leysa þennan vanda, og er ekki seinna vænna. Verð veiðileyfa í þessari kristaltæru og fögru á mun lækka, þrátt fyrir nokkra verðbólgu. Er þá þess að vænta, að glað- beittir veiðimenn flykkist að ánni sinni aftur. Hér á eftir verður gerð grein fyrir hverri á fyrir sig. Elliðaárnar: Árnefnd Elliðaánna skip- uðu eftirtaldir menn: Garðar Þórhallsson, formaður, Rósar Eggertsson, Anton Bjarnason, Árni Halldórsson, Eyjólfur Olafsson, Guðjón Kr. Einarsson, Hjörtur Karlsson, Gunnlaugur J. Rósarsson og Karl Ómar Jónsson. Fyrsta hreinsunar- ferðin var farin 20. maí og urðu þær alls sjö. Tveir nefndarmenn lögðu til vörubíla sína við hreinsun árinnar. Auk þess tóku velviljaðir sjálfboðaliðar þátt í henni. Framkvæmdir í sambandi við hitaveitu- stokk milli Móhylja drógust nokkuð á langinn, svo að ekki var hægt að ráðast í frekari framkvæmdir en að laga nokkuð Móhylsstrengi að þessu sinni. Teljara- Faíst í næstu sportvöruverslun HAFÐU VAÐIÐ FYRIR NEÐAN ÞIG ^S99ar Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. Símar: 24020/11999. 50 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.