Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 55

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 55
streng var breytt í fyrra horf og standa von- ir til að það beri árangur. Arnefnd telur að mikilla aðgerða sé þörf á þessu svæði eigi það að vera eins fengsælt og áður fyrr. Ekki væri vanþörf á að girða af svæðið við Telj- arastreng, þvi að mikið er um að fólk fari þar alveg fram á bakkann og styggi laxinn. Fyrir einhver mistök sluppu laxar inn fyrir girðinguna sem lokar útfallinu frá rafstöð- inni. Tvisvar var af óviðkomandi aðilum reynt að hleypa laxinum út með því að losa um grindurnar, en það varð til þess að fleiri laxar sóttu inn í skurðinn og það á þeim tíma, sem mesta gangan var í ána. Síðan var nokkuð af laxinum tekinn í net og sleppt í ána aftur, en ekki náðist til nema hluta hans, vegna þess hve hann kemst langt undir stöðvarhúsin. Séð verður til þess að þetta hendi ekki aftur og þá með öflugri útbúnaði. Elliðaárnefnd telur að þær veiðar, sem stundaðar voru við Gullinbrú í Grafar- vogi, séu algerlega ólöglegar. Unnið verð- ur að því að fá algert bann á þessar veiðar. Sjá að öðru leyti skýrslu um veiðina í 122. tbl. Veiðimannsins. Leirvogsá: Arnefndina skipuðu Olafur Karlsson, formaður, Runólfur Heydal, Jóhann Hafstein og Runólfur Runólfsson. Störf árnefndar voru með svipuðum hætti og venja er. Seiðaslepping fór að mestu fram 5. júní, en þá voru gönguseiði sett í ker í ánni og sum beint í ána. Verulegur hluti seiðanna var örmerktur af starfs- mönnum frá Veiðimálastofnun. Þá varsett ker skammt neðan við útfall árinnar úr Leirvogsvatni og í það gönguseiði. Átti að reyna að fylgjast með hversu þeim reiddi af niður Tröllafoss á leið til sjávar. Sumaralin seiði voru sett í ána samkvæmt samningi. Alls veiddust í ánni í sumar 321 lax og 18 silungar. Þetta er allmikið minni veiði en sumarið 1985, en þá veiddust 438 laxar, og er erfitt að sjá, af hverju það stafar, en bæði árin var vatnshæð Leirvogsár í al- gjöru lágmarki. Hins vegar virðast ágúst- göngur í ána hafa brugðist og sérstaklega í sumar, enda datt þá veiðin niður. í lok veiðitímans var áin nánast fisklaus og er því ekki von á mikilli hrygningu þar á þessu hausti. Sjá einnig veiðiskýrslu hér í blaðinu. Brynjudalsá: Árnefnd Brynjudalsár skipa Friðrik Þ. Stefánsson, formaður, og Haukur Snorrason. Árnefndarmenn, ásamt meðlimum úr klaknefnd, slepptu seiðum 21. júní, að viðstöddum veiðirétt- areigendum. Samkomulag varð um að sleppa seiðunum fyrir landi hverrar jarðar með tilliti til hlutfalla í arðskrá. Vegna sögusagna um veiðiþjófnað varð sam- komulag um, að bæði veiðiréttareigendur og árnefndarmenn fylgdust með ánni eftir megni. Vöktuðu nefndarmenn ána öðru hverju. Sögusagnir bárust um beitingu ólöglegra veiðiaðferða, en þær fengust ekki staðfestar. Veiði lauk 7. september. Var þá aðeins vitað um tvo laxa, er gengið höfðu upp Bárðarfoss, og virtust fáir vera fyrir neðan. Varð að samkomulagi við veiðiréttareig- endur, að dregið yrði á fyrir neðan Bárðar- foss og fiskurinn fluttur fram á dal á heppi- legri hrygningarsvæði. Ádrátturinn fór fram 13. september og náðust 39 laxar, mjög vel á sig komnir og margir hverjir ný- gengnir. Var þeim sleppt frammi á dal, en nokkrar vænar hrygnur fluttar í Skógar- laxstöð til kreistingar. Veiðin var dræm í sumar. Fengust að- eins 44 laxar, 22 hængar og 22 hrygnur. 25 laxar fengust á maðk, en 19 voru flugu- veiddir. Norðurá: í árnefndinni voru þeir Pét- ur Georgsson, formaður, Bjarnþór Karls- son, Gunnar Petersen, Hrafn Jóhanns- VEIÐIMAÐURINN 51

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.