Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 59

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 59
Nýkjörin stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og starfslið, f.v. Ólafur Ólafsson, meðstjórnandi, Guð- laugur Bergmann, meðstjórnandi, Rósar Eggertsson, ritari, HannaMarta Vigfúsdóttir, skrifstofumaður, Jón G. Baldvinsson, formaður, Friðrik D. Stefánsson, framkvæmdastjóri, Friðrik Þ. Stefánsson, vara- formaður, Halldór Þórðarson, gjaldkeri, og Ólafur H. Ólafsson, meðstjórnandi. Ljósmyndastofa Þóris. samningum við veiðiréttareigendur um þær ár, sem félagið er með á leigu. Allfjörugar umræður urðu um skýrslur og reikninga og tóku margir til máls. Samþykkt var, að félagsgjald skyldi vera kr. 1800 og inntökugjald kr. 7000. Þá fór fram stjórnarkjör. Ólafur G. Karlsson lýsti því yfir, að hann gæfí ekki kost á sér lengur sem formaður félagsins. Hann hafði gegnt því starfí í fjögur ár, en alls setið 10 ár í stjórn. Ólafi voru færðar þakkir fyrir mikið og farsælt starf, og tóku fundarmenn undir þau ummæli með dynj- andi lófaklappi. Einnig var fráfarandi rit- ara, Karli Guðmundssyni, þökkuð stjórn- arstörf í 14 ár. Jón G. Baldvinsson vareinrómakjörinn formaður félagsins næsta starfsár. Til varaformanns voru tilnefndir Ólafur H. Ólafsson og Friðrik Þ. Stefánsson. At- kvæði féllu þannig, að Friðrik var kosinn varaformaður til næstu tveggja ára með 89 atkvæðum, en Ólafur hlaut 79 atkvæði, tveir seðlar auðir. Rósar Eggertsson var einróma kosinn ritari til tveggja ára. Þá skyldi kjósa meðstjórnanda til tveggja ára, og var stungið upp á Gretti Gunnlaugssyni og Ólafi H. Ólafssyni. Hlaut Ólafur 89 atkvæði, en Grettir 75 atkvæði, fimm seðlar auðir. Einnig var kosinn meðstjórnandi til eins árs og tilnefndir Jón Karl Ólafsson og Guðlaugur Bergmann. Hlaut Guðlaugur kosningu með 103 atkvæðum, en Jón Karl fékk 60 atkvæði, sex seðlar auðir og ógildir. VEIÐIMAÐURINN 55

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.