Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 4
324 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 330 Margrét Kristín Kristjánsdóttir, Heiðrún Ósk Reynisdóttir, Brynjólfur Árni Mogensen, Karl Andersen, Tómas Guðbjartsson, Martin Ingi Sigurðsson, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir Meðferð sjúklinga með kransæðasjúkdóm og sykursýki á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð? Nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi hefur lækkað síðustu fjóra áratugi en þó er hægt að rekja um þriðjung dauðsfalla til þeirra. Þessi lækkun er vegna þess að dregið hef- ur úr helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms: blóðfitu, blóðþrýstingi og reykingum. Hins vegar er sykursýki og offita algengari en áður og gæti valdið auknu nýgengi kransæða- sjúkdóma verði ekki gripið í taumana. Sykursjúkir eru í tvöfaldri áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum borið saman við þá sem ekki eru með sykursýki. Kransæðasjúkdómur sykursjúkra er oft dreifður og þrengsli ná einnig til smærri kransæðagreina. 338 Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Inga B. Árnadóttir, Alfons Ramel Munnkvillar aldraðra þögull faraldur á hjúkrunarheimilum, þörf fyrir breytingar á heilbrigðisþjónustu Tannsjúkdóma má fyrst og fremst rekja til mataræðis og ónógrar munnhirðu. Langvar- andi sýkingar í munni geta valdið vannæringu, haft áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, leitt til skammtíma blóðsmits eða ásvelgslungnabólgu ef bakteríur berast í öndunar- færin. Til að hægja á versnandi tann- og munnheilsu og stighækkandi umönnunarþörf síðustu æviárin er mikilvægt að skipuleggja einstaklingsbundna munnheilsuvernd. Þetta er fyrsta rannsókn hérlendis sem metur klíníska munnheilsu íbúa á hjúkr- unarheimilum og því grunnur að lausnamiðuðum breytingum í þjónustu við aldraðra. 346 Karl Andersen, Thor Aspelund, Elías Freyr Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Guðlaug Björnsdóttir, Bolli Þórsson, Gunnar Sigurðsson, Þórður Harðarson, Vilmundur Guðnason Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma Nýgengi kransæðasjúkdóma og dauðsfalla af þeirra völdum hefur lækkað verulega á síðustu fjórum áratugum. Á fyrri hluta síðustu aldar var kransæðasjúkdómur sérlega áberandi meðal vel stæðra þjóðfélagshópa og var tengdur við almenna velmegun. Frá því um og fyrir miðja síðustu öld hefur hér orðið breyting á þar sem byrði kransæðasjúkdóma hefur sífellt færst meira yfir á þjóðfélagshópa með lægri meðaltekjur og minni menntun. F R Æ Ð I G R E I N A R 7-8. tölublað · 108. árgangur · 2022 327 Björn Guðbjörnsson Aldarafmæli D-vítamíns Sjúkdómar eins og bein- kröm, skyrbjúgur og taugakröm hafa verið þekktir um aldir. Orsök þeirra var þó óþekkt þar til í lok 19. aldar þegar menn fóru að tengja einhæft mataræði við þessa sjúk- dóma en í raun vissu menn ekki af tilvist vítamína á þessum tíma L E I Ð A R A R Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fæddur í Vestmannaeyjum og með rætur austur á Eskifirði, – tók hæsta landspróf á landinu 1969, og varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Barnalækningar og sóttvarnir hafa verið hans viðfangsefni æ síðan. Svo er hann líka með músík í blóðinu, In my life með Bítlunum besta lagið. Þorkell Þorkelsson tók myndina á svölum súldardegi í júní inni í Katrínartúni á skrifstofum Embættis landlæknis Á FORSÍÐU 329 Lilja Sigrún Jónsdóttir Urtagarðurinn í Nesi Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frum- kvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tæki- færi til umræðu um nátt- úruna, vísindalega vinnu og þróun þekkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.