Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 323 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Það er alveg ljóst að það verða að verða breytingar,“ segir Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir sem heldur á einni allra heitustu kartöflu heilbrigðismála. Hún hefur verið ráðin yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þurfum endurhæfingarúrræði, ekki fleiri hjúkrunarrými „Ég veit að það er ekki pólitískt vinsælt að segja það, en við þurfum ekki endilega fleiri hjúkr- unarrými,“ segir Anna Björg og bendir á að hér á landi séu langflest hjúkrunarrými hlutfallslega miðað við hin Norðurlöndin. „Við þurfum annars konar úrræði. Við þurf- um endurhæfingarúrræði, bæði endurhæfingu fyrir inniliggjandi og endurhæfingu sem fólk getur nýtt sér í dagþjónustu,“ segir hún. „Mér reiknast til að það vanti um 1000 dagþjálfunar- pláss á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún og bendir á að þau séu nú um 500, þar af 270 fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm. Anna Björg hefur störf sem yfirlæknir í ágúst. Þar hyggst hún ráðast í endurskipulagningu. „Við þurfum að endurskoða hvað heyrir undir sérgreinina öldrunarlækningar. Öldrunarlæknar eru takmörkuð auðlind og því þurfum við að skoða verkaskiptinguna,“ segir hún og útskýrir hvernig taka þurfi verk af þeim sem aðrar stéttir geti sinnt svo þeir hafi ráðrúm til að sinna sínu sérhæfða starfi. „Þetta er svipað og þú getur ekki leyft þér að láta markmanninn vera í sókn og spila án mark- manns, jafnvel þó markmaðurinn kunni sóknar- leikinn,“ segir hún. Nýta þurfi sérþekkinguna rétt. „Það er ekki svo nú,“ segir hún. „Dæmi um þetta er uppvinnsla og greining á vitrænni skerðingu og greining á almennri færniskerðingu. Hún er innan okkar vébanda og læknarnir verða að hafa tíma til að sinna því,“ segir hún og að einnig sé mikilvægt að fá til starfa aðrar fagstéttir sem hafi sérhæft sig innan öldrunarlækninga. „Við brennum líka fyrir bæklunarlækningum aldraðra og það er eiginlega til skammar að við höfum ekki komið þeirri þjónustu af stað innan Landspítala,“ segir hún. Þá eigi öldrunarlækn- ar að styðja kollega við mat á meðferðum sem eldra fólk fái: krabbameinsmeðferð, fyrir skurð- aðgerðir, samstarf þvert á fagstéttir. „En almenn endurhæfing þarf ekki nauðsyn- lega að vera í verkahring öldrunarlækna,“ segir hún. „Það er þörf fyrir hverja einustu hönd, og fleiri til, en við verðum að skipuleggja starfið þannig að hver og einn geri það sem hann er sérhæfður í.“ Hún bendir á að bæði forstjóri spítalans og heilbrigðisráðherra hafi talað fyrir breytingum og hún sé því fullviss um að fá stuðning þeirra. „Við getum ekki notað hamarinn sem var bú- inn til fyrir 30 árum. Hann virkar ekki lengur.“ Vinna þurfi í takti við samfélagið eins og það er nú. „Ég tel að við séum komin á þann punkt núna að ef við gerum ekki breytingar muni stór hluti af kerfinu okkar hrynja,“ segir hún. „Við erum komin í öngstræti.“ Anna Björg er full tilhlökkunar að takast á við verkefnið. „Ég ætla að sinna því eins vel og ég get. Ég hoppa út í laugina með bæði augun opin. Ég þekki til, hef unnið á Landspítala, þekki kerfið.“ Hún hefur starfað síðasta árið sem yfirlæknir öldrunarþjónustu á Heilsuvernd í Urðarhvarfi þar sem Læknablaðið hittir hana á sólríkum júnídegi. En hvernig er að vera í sérgrein þar sem þörfin er svona mikil og úrræðin fá? „Ég þekki ekkert annað. Þetta er raunveruleiki okkar öldr- unarlækna.“ Hvernig er að vera í sérgrein þar sem þörfin er mikil og úrræðin fá? „Þetta er raunveruleiki okkar öldrunarlækna,“ segir Anna Björg. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.