Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 9

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 329 R I T S T J Ó R N A R G R E I N The Herbal Garden of Nes Lilja Sigrún Jónsdóttir MD General Practitioner, Clinical lecturer of the Primary Care of the Capital area In the editorial board of Læknablaðið Urtagarðurinn í Nesi Í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi liggja rætur opin- berrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi, frá árinu 1763. Nesstofa hýsti fyrsta landlækninn, Bjarna Pálsson, og Björn Jónsson, fyrsta lyfjafræðinginn og apótek- arann. Þeir nýttu þekkingu þess tíma úr náttúruvís- indum og sóttu virk efni til lækninga í náttúruna, þar sem þeirra var von. Björn kom upp garði sunnan við Nesstofu til ræktunar lækningajurta í samræmi við kröfur lagðar á hann eins og aðra lyfsala með fyrstu lyfjaskránni sem kom út í Danmörku, Pharmacopoea Danica 1772. Birni bar að eiga jurtir til að framleiða 640 lyf, flest úr jurtum eða jurtaafurðum. Hann stóð fyrir ræktunartilraunum, meðal annars á korni og trjám, brautryðjandi á því sviði hér á landi. Á upp- hafsárum Bjarna Pálssonar í starfi sem landlæknir var meginverkefnið að forða skortsjúkdómum með leiðsögn um neyslu ferskmetis og hvatningu til nytja á ýmsum jurtum. Árið 2010 var stofnað til Urtagarðsins í Nesi til minningar um Bjarna, Björn og Hans Georg Schier- beck landlækni. Það var vegna þeirra tímamóta að 250 ár voru þá liðin frá skipan Bjarna Pálssonar í embætti landlæknis og 125 ár frá því Hans Georg Schierbeck stóð að stofnun Garðyrkjufélags Ís- lands. Samstarfsaðilar um garðinn voru upphaf- lega Garðyrkjufélag Íslands, Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Lyfjafræðifélag Íslands, Lækn- ingaminjasafnið, Lyfjafræðisafnið og Seltjarnarnes- bær. Þegar Lækningaminjasafnið var lagt niður tók Þjóðminjasafnið við sem samstarfsaðili. Urtagarður- inn í Nesi hefur alla tíð notið stuðnings frá Lyfja- fræðisafninu, enda hefur þar verið reglubundin starfsemi og margir gestir fengið leiðsögn í Urta- garðinn þaðan á starfstímanum. Haustið 2021 var afhjúpaður minnisvarði um Björn Jónsson lyfsala og apótekara í Urtagarðinum í Nesi. Tímasetningin tengdist lokaprófi Björns í lyfja- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla í desember 1771 og að þann 18. mars 2022 voru 250 ár liðin frá skipun hans í embætti lyfsala í Nesi. Verkið er bautasteinn úr grágrýti sem sóttur var í Seltjarnarnesvör og Guð- rún Indriðadóttir lyfjafræðingur sá um hönnun og útfærslu. Plöntusýningin í Urtagarðinum hefur þróast í tímans rás. Fyrst var svokölluð tilgátusýning á 128 plöntum sem talið var líklegt að Björn Jónsson hefði ræktað, út frá þekkingu þess tíma. Síðar var fléttuð við hana sýning á klausturjurtum sem heimildir fundust um ræktun á, við rannsóknir á klaustrum hér á landi. Stór hluti þeirra var þegar í plöntusýn- ingunni.1 Þriðja viðbót var byggð á sagnfræðirann- sóknum um ræktun Björns sem byggðu bæði á rann- sóknum í skjalasöfnum í Kaupmannahöfn og rýni á bréfaskiptum Björns við Hannes Finnsson biskup.2 Þeim sem heimsækja garðinn í sumar gefst færi á að sjá tvær sérlega fágætar plöntur. Annars vegar villiepli, ræktað af fræi fengnu frá Þrándheimi sem er eins skylt og næst komist verður því sem fannst á Skriðuklaustri við fornleifauppgröft. Hins vegar Vossahvönn, sem er sérstakt yrki hvannar með þykkveggja eða jafnvel gegnheilum stilk sem gerði hana áður fyrr eftirsóknarverða sem matjurt. Hún er viðkvæm í ræktun en er viðhaldið í dag í Voss á Hörðalandi í Noregi. Einnig gefst tæki- færi til að spreyta sig á plöntugreiningu á átta plöntum í sýningarreit. Þær eru ekki merktar með nafni heldur er fólk hvatt til að finna sambærilegar plöntur annars staðar í garðinum og þar má finna nöfn- in. Tilvalið verkefni fyrir grasafræðinga framtíðarinnar. Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frumkvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tækifæri til umræðu um náttúruna, vísinda- lega vinnu og þróun þekkingar. Það er við hæfi að beina sjónum að sögu sam- starfs lækna og lyfjafræðinga hér á landi, nú að loknu átaki vegna kórónaveirufaraldursins. Þróun þekkingar hefur verið mikil en enn eru þó í notkun lyfin Digitalis (úr Fingurbjargarblóminu), Colchicine (úr Haustlilju) og lyf unnin úr ópíum (úr Valmúa) sem þekkt voru fyrir 250 árum og eru öll í garðinum. Urtagarðurinn í Nesi er mikilvæg tenging lækna við sögulegan stað og við getum hugsað til þeirra félaga þegar við heimsækjum Nesið og Urtagarðinn í sum- ar. doi 10.17992/lbl.2022.0708.698 Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frumkvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tækifæri til umræðu um náttúruna, vísindalega vinnu og þróun þekkingar Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilislæknir, klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, í ritstjórn Læknablaðsins lilja.sigrun.jonsdottir@heilsugaeslan.is alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI A4/MOTTA TOPPHILLA L-STANDUR Heimildir 1. Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA. Icelandic Medieval Monastic Garden – Did it Exist? Scand J History 2014; 39: 560-79. 2. Guðmundsdóttir JÞ. Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar. Saga 2014; 52: 9-41.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.