Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 32
352 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Mynd 4. Hættuhlutföll (HR: Hazard Ratio) og 95% öryggismörk á að greinast með hjarta- eða æðasjúkdóm eftir menntunarstigi. Leiðrétt fyrir aldri og kyni (svart), og aldri, kyni, æðaskellum, og áhættuþáttum æðakölk- unarsjúkdóma (gult). Mynd 5. Kaplan-Meier-mynd fyrir nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma skipt eftir menntunarstigi og kynjum. Hjartaverndar og erlendar rannsóknir hafa áður gefið til kynna, að lágt menntunarstig samanborið við háskólamenntun tengist verri útkomu helstu áhættuþátta æðakölkunarsjúkdóma og auknu áhættuhlutfalli fyrir nýgengi hjarta- eða æðasjúkdóma. Þessi rann- sókn sýnir einnig að menntunarstig tengist umfangi æðakölkunar í hálsslagæðum. Samanborið við þá sem hafa háskólamenntun eru þeir sem hafa iðn- eða sambærilega menntun helmingi líklegri til að hafa verulegar æðakölkunarskellur í hálsslagæðum og hjá þeim sem hafa eingöngu grunnskólamenntun eru gagnlíkindi 84% auk- in eftir að leiðrétt hefur verið fyrir helstu þekktu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma. Þessar niðurstöður eru sérlega áhugaverð- ar fyrir þær sakir að ekki hefur áður verið sýnt fram á tengslin milli lágs menntunarstigs og umfangs einkennalausrar æðakölk- unar í slagæðum. Þessar niðurstöður styðja þá kenningu að lágu menntunarstigi fylgi aukin sjúkdómsbyrði með því að aukin ný- myndun æðakölkunar kemur fram hjá þessum hópi. Í rannsókn frá Hjartavernd 1996 sem fjallaði um samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma var sýnt fram á verri stöðu áhættuþátta hjá þátttakendum Reykjavíkurrann- sóknarinnar sem voru í lægri menntunarstigum samanborið við þá sem voru langskólagengnir. Sérstaka athygli vekur að meðal hefðbundinna áhættuþátta virðist hreyfingarleysi vega þungt í skertum lífslíkum.9 Fjórum árum síðar voru þessi tengsl rannsök- uð nánar og kom þá aftur í ljós að hreyfingarleysi tengist minnk- andi lífslíkum.19 Annar rannsóknarhópur í Hjartavernd fann tengsl milli menntunarstigs og líkamsþjálfunar. Hann fann að líkamsþjálfun skýrði að hluta áhrif menntunar á lífslíkur eftir að leiðrétt hafði verið fyrir hefðbundnum áhættuþáttum kransæða- sjúkdóma.20 Sýnt var fram á óháð tengsl menntunarstigs við lífslíkur á Ís- landi í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar 2001.8,21 Í rannsókn- inni kom fram að aukið menntunarstig tengdist neikvætt bæði við heildardánartíðni og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og skýrðust þessi tengsl aðeins að litlu leyti af hefðbundnum áhættu- þáttum kransæðasjúkdóma. Þessar niðurstöður voru samhljóma fjölda rannsókna erlendis frá þessum tíma sem sýndu sömu tengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.