Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 33

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 353 R A N N S Ó K N milli aukinnar menntunar og lækkandi dánartíðni í almennu þýði og höfðu þekktir áhættuþættir óveruleg áhrif á mismunandi dánartíðni eftir menntunarstigi.22 Rannsókn okkar er þannig í samræmi við aðrar innlendar og erlendar rannsóknir og staðfestir að styttri skólaganga tengist sjálfstætt hefðbundnum áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma. Rannsókn okkar sýnir jafnframt að þessi tengsl við áhættuþætti skýrir að mestu þá aukningu sem stutt skólaganga hefur á þró- un hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsókn okkar tengir þetta tvennt saman með því að sýna að stutt skólaganga tengist aukinni mynd- un æðakölkunar í hálsæðum. Þetta rennir stoðum undir þá kenn- ingu að þeir sem hafa styttri skólagöngu að baki séu líklegri til að þróa með sér dulinn æðakölkunarsjúkdóm vegna óheppilegra áhættuþátta, sem síðan leiðir til hjarta- og æðaáfalla. Þetta sama mynstur endurspeglast í aukinni áhættu grunn- skólamenntaðra á að greinast með hjarta- eða æðasjúkdóm á 10 ára eftirfylgnitíma rannsóknarinnar. Þeir sem hafa einungis grunn- skólamenntun hafa óhagstæðari samsetningu helstu áhættuþátta samanborið við hærri menntunarstig (mynd 3) og sá mismunur skýrir að mestu leyti aukinn hjarta- og æðasjúkdóm hjá grunn- skólagengna hópnum. Leiða má líkur að því að hátt menntunarstig tengist betri efnahagslegri afkomu og að þeir sem eru efnameiri hafi greiðari aðgang að heilbrigðum lífsstíl, hollari matvælum, aukinni heil- brigðisþjónustu og njóti forvarnaraðgerða í ríkari mæli en hinir efnaminni. Þeir sem tilheyra þjóðfélagshópum sem hafa minna aðgengi að menntun eru líklegri til að sitja eftir í félagslegu og efnahagslegu tilliti enda er atvinnuþátttaka þeirra sem eru með háskólamenntun 95% samanborið við 79% þeirra sem eru með grunnskólamenntun eingöngu.18 Margir þeirra þátta sem tengja fé- lagslega og efnahagslega stöðu við heilbrigði eru innbyrðis tengd- ir. Sem dæmi um þetta má nefna að óheilsusamlegt mataræði sem einkennist af mikilli kolvetnaneyslu er almennt ódýr valkostur en stuðlar að ofþyngd sem aftur tengist sykursýki og háþrýstingi sem eru alvarlegir áhættuþættir æðakölkunarsjúkdóma. Takmarkað heilsulæsi er annar þáttur sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma hjá jaðarsettum þjóðfélagshópum og stuðlar að sjúkdómsmyndun í þeirra röðum.23 Þessi félagslegi ójöfnuður sem er til staðar í flestum þjóðfélögum heims er undirlag heilsufarslegs mismunar sem tak- ast þarf á við með sama hætti eins og aðra áhættuþætti langvinnra sjúkdóma.24 Í því tilliti er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri auknu áhættu sem tengist stuttri skólagöngu og beita markvissum forvarnaraðgerðum, til dæmis með heilsueflandi móttöku, grein- ingu og meðferð hefðbundinna áhættuþátta kransæðasjúkdóma með aðferðum sem sýnt hefur verið að beri árangur. Það er alvarlegt umhugsunarefni að á landsbyggðinni er hlut- fall þeirra sem hafa eingöngu grunnskólamenntun mun hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 32% íbúa á landsbyggðinni á aldrinum 25-64 ára höfðu eingöngu lokið grunnmenntun árið 2018 og var það næstum tvöfalt hærra hlutfall en á höfuðborgar- svæðinu (17,5%).18 Þessi mismunur á menntunarstigi eftir búsetu á Íslandi er líklegur til að hafa áhrif á nýgengi og dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma þó að það hafi ekki verið kannað sér- staklega í þessari rannsókn. Í rannsókn frá Hjartavernd 1996 kom fram að búseta utan höfuðborgarsvæðisins, daglegar reykingar og minni menntun tengdust auknum líkum á offitu meðal kvenna á Íslandi.25 Á sama hátt hefur verið sýnt fram á svæðisbundinn mun á heilsu á Íslandi þar sem hærri tíðni áhættuþátta og hærri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma fannst meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins.26 Þetta undirstrikar mikilvægi heilsu- eflandi heilsugæslu í nærumhverfi landsmanna þar sem beita þarf markvissri greiningu og meðferð áhættuþátta, sérstaklega hjá þeim hópum sem eru í aukinni áhættu vegna menntunarstigs. Í þessu tilliti er mikilvægt að hafa í huga að lífsstílsmeðferð og lyfjameðferð þessara áhættuþátta getur dregið úr sjúkdómsbyrði og bætt horfur þeirra sem eru í aukinni áhættu. Athyglisverð er sú staðreynd að í rannsókn okkar virtust þeir sem hafa styttri skólagöngu vera líklegri til að hafa fengið lyfja- meðferð við háþrýstingi eða kólesterólhækkun en þeir sem eru með lengri skólagöngu. Skýring á þessu gæti legið í því að grunn- gildi þessara áhættuþátta voru hærri hjá minna menntuðum. Þetta gæti þó einnig bent til þess að misskipting vegna menntunarstigs nái ekki til læknisfræðilegrar meðferðar áhættuþátta en það var ekki athugað sérstaklega í þessari rannsókn. Það sem aðgreinir rannsókn okkar frá fyrri rannsóknum á sam- spili menntunar og hjarta- og æðasjúkdóma er að úrtakið liggur Tafla III. Hættuhlutfall fyrir hjarta- og æðaáfall þar sem leiðrétt er fyrir áhættuþáttum. Viðmið er háskólamenntun. Menntun Líkan Hættuhlutfall Neðri mörk Efri mörk p-gildi Grunnskólamenntun Aldur og kyn 1,60 1,25 2,05 0,00 Iðnmenntun Aldur og kyn 1,42 1,14 1,76 0,00 Framhaldsskólamenntun Aldur og kyn 1,18 0,84 1,66 0,34 Grunnskólamenntun +áhættuþættir 1,30 1,01 1,69 0,04 Iðnmenntun +áhættuþættir 1,24 1,00 1,55 0,05 Framhaldsskólamenntun +áhættuþættir 1,14 0,81 1,60 0,47 Grunnskólamenntun +lyf* 1,25 0,97 1,62 0,09 Iðnmenntun +lyf* 1,23 0,99 1,53 0,06 Framhaldsskólamenntun +lyf* 1,13 0,80 1,59 0,48 Grunnskólamenntun +duldar æðaskellur 1,22 0,94 1,58 0,14 Iðnmenntun +duldar æðaskellur 1,22 0,98 1,52 0,08 Framhaldsskólamenntun +duldar æðaskellur 1,15 0,81 1,61 0,43

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.