Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 46
366 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Mikil fíkniefnaneysla „Neyslan hefur verið minni á Hólmsheiði miðað við Litla-Hraun. Við sjáum að Fang- elsismálastofnun hefur í rauninni leitt okkur það fyrir sjónir að það er erfitt að halda Litla-Hrauni neyslufríu miðað við hvernig það er byggt.“ Mikið samneyti sé milli fanga. Þeir kaupi hver af öðrum það sem vanti. „Eftirlitið er eins mikið og hægt er miðað við aðstæður en húsaskipan þyrfti að vera önnur ef ná ætti árangri,“ segir Sigurður sem hefur reynslu. Hann vann innan fangelsanna á árunum 1996-1999. „Fíkniefnaneyslan er miklu alvarlegri en hún var þá,“ segir hann. „Þá var meira um áfengisneyslu og kannabis. Örvandi efni voru í einhverjum mæli en neyslan harðnaði mikið upp úr aldamótum. Brot- um í tengslum við það hefur fjölgað,“ segir hann og nefnir sprautufíkn og mis- notkun á rítalíni. „Síðan komu ópíóíðar til sögunnar. Þeir hafa rutt sér til rúms á síðustu 10-15 árum,“ segir hann. „Þetta hefur gjörbreytt umhverfinu. Neyslan er alvarlegri, harðari og því miður er þessi heimur orðinn harðari en var.“ Fangar séu þó nú orðið meðhöndlaðir með viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn, með lyfinu Suboxone. „Sumir fangar nýta sér að vera sprautaðir mánað- arlega með Buvidal, sem er forðaform Suboxones,“ segir hann. „Við meðhöndlum jafnvel menn bæði með ADHD-lyfinu Elvanse og Suboxo- ne samhliða. Við fylgjum bandarískri rannsókn sem sýnir að fái fólk að halda áfram á ADHD-lyfjunum sínum í með- ferð, endist það lengur. Það er það sem við höfum haft á tilfinningunni. Þetta er umdeilt en er nú stutt með rannsóknum,“ segir hann. Verra en í Bandaríkjunum Sigurður lærði til heimilislæknis í Kanada. Fylgdi í fótspor Ólafs Mixa, Leifs Dungal, Gunnars Helga Guðmundssonar, Magnúsar R. Jónassonar og fleiri. Kanada heillaði hann. „Svo fluttist móðuramma mín til Kanada rétt eftir þarsíðustu aldamót, árið 1903.“ Hún hafi alist þar upp til fjórtán ára aldurs og flutt heim, gifst Jóhanni Wathne sem varð verslunarmaður á Seyðisfirði, fimm árum síðar. „Amma sagði mér frá góðu árunum þar ytra. Þessum fræjum var því sáð í bernsku,“ segir Sigurður sem seinna sérhæfði sig í geðlækningum og fíkni- lækningum og starfaði um árabil sem geðlæknir í Kaliforníu í Bandaríkjunum, V I Ð T A L þar af heilt ár í fullu starfi sem fangelsis- geðlæknir. „Þar fékk ég mjög góða innsýn inn í hvernig veita má góða teymisþjónustu fyrir fanga,“ segir hann og telur það lykil- inn að árangri. „Bandaríkjamönnum hefur verið álasað fyrir að vista sína geðsjúku einstaklinga sem koma af götunni innan fangelsa. En það eimir af því hér á Íslandi líka. Það kom mér á óvart. Ég hélt ekki að ég þyrfti að sinna svona mörgum alvar- lega geðsjúkum mönnum innan íslensku fangelsanna.“ Mesti munurinn milli land- anna séu þó fíkniefnin. „Starf geðlæknisins var í raun auð- veldara í Bandaríkjunum því þar var meiri regla á hlutunum. Neysla heyrði þar til undantekninga. Því miður er miklu meiri neysla hér og því erfiðara að veita meðferðir en þar,“ segir hann. Hafa upplifað mörg áföll Sigurður bendir á að fangar séu sérstakur hópur. „Oft hefur líf þeirra verið mikil þrautaganga,“ lýsir hann. „Við sjáum líka þegar við vinnum á dýptina í vanda þeirra að þeir eiga erfiða áfallasögu úr bernsku. Margir hverjir hafa ekki haft tækifæri til að fá viðeigandi meðferð eða endurhæfingu. Þeir detta fljótt út úr kerfinu. Komast jafnvel ekki í gegnum grunnskóla,“ segir hann. Ástæð- an sé athyglisbresturinn og ofvirknin, þeir hrökklist úr námi. „Þeir fá oft greiningu og meðhöndlun í bernsku en fara út í neyslu á unglingsár- unum með allskonar fylgikvillum. Lyfin eru þá tekin af þeim,“ segir Sigurður. „Það getur svo sem verið rétt ákvörðun að gera það og hefur verið stefnan að varlega þurfi þá að fara í lyfjagjöf, en það þýðir að þeir eiga ekki afturkvæmt á lyf- in.“ Því hafi nú verið breytt innan fangels- ismúranna með góðum árangri. Afglæpavæðing neysluskammta mikilvæg Geðheilbrigðisteymi fangelsanna styður hugmyndir um að afglæpavæða neyslu- skammta. Þetta segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir þeirra. „Í raun og veru er verið að refsa fólki fyrir að vera með fíknisjúkdóma. Við fáum marga sjúklinga með alvarlega geðsjúkdóma sem eru í neyslu og brot þeirra eru yfirleitt neyslutengd. Þessi hópur er í smáafbrotum til að fjármagna neyslu sína, í gripdeildum og smáþjófnuðum. Við sjáum engan tilgang með því að loka fólk í fangelsi sem er í neyslutengdum brotum, á götunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.