Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 41

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 361 ég færi ekki á meðan ég teldi að það væri virkileg þörf á mér. Það hefði verið óeðli- legt af mér að hætta í miðjum klíðum, miðjum faraldri. Bæði hefði það sent röng skilaboð og getað haft áhrif á samstöðuna. Flótti hefði getað komið í liðið. Ég vildi það ekki,“ segir Þórólfur sem svarar litlu um undirbúninginn, plönin. Kannski engin! Ljómi yfir lokaárunum En hefði hann viljað takast fyrr á starfs- aldrinum við heimsfaraldur frekar en nú við lok hans? „Mér finnst ákveðinn ljómi yfir því að ljúka starfsferlinum með svona faraldri. Ég er ekki að meina þetta illa. Ég hef undirbúið mig alla tíð fyrir faraldur og fyrst hann þurfti að koma held ég að þessi tímasetning hafi ekki verið verri en önnur fyrir mig.“ Þórólfur segir faraldurinn ekki hafa kippt undan honum fótunum á neinn máta. Hann var tilbúinn. „Auðvitað erum við lúin en það er samt sem áður lærdóm- ur og ljós sem maður hefði getað tekið með sér og rifið áfram.“ Nú þegar um hægist hafi myndast ákveðið tómarúm. „Þá þarf að huga að mörgum þáttum sem þarf að byggja upp aftur og það til framtíðar.“ Í þessum upp- byggingarfasa sé hentugra að nýr aðili komi inn enda þurfi nú að horfa í baksýn- isspegilinn og sjá hvernig til tókst. „Vorum við rétt undirbúin? Vel undir- búin? Hvað getum við tekið með okkur til að vera betur undirbúin næst, því það kemur aftur faraldur. Það eru fjöl- margir þættir sem urðu öðruvísi en við bjuggumst við. Margt sem var allt öðru- vísi.“ Hvað var öðruvísi? Hann nefnir að til að mynda að aldrei hafi verið hugsað hvað faraldurinn yrði langur. Alltaf hafi verið hugsað í vikum eða mánuðum. Faraldur myndi valda usla og svo yrði farið í upp- byggingarfasa. „En að þetta myndi taka tvö ár grunaði mig aldrei. Auðvitað sá maður þegar okk- ur tókst að sveigja þessa frægu kúrfu nið- ur að faraldurinn gæti dregist á langinn.“ Hann hafi bundið miklar væntingar við bóluefni og að þau myndu binda endi á faraldurinn. Ófullnægjandi virkni þeirra hafi verið viss vonbrigði. „Auðvitað var þó ótrúlegt hvað tókst fljótt að búa til bóluefni með nýjum að- ferðum en við hefðum viljað sjá þau koma í veg fyrir smit.“ Ánægjulegt hafi þó verið að sjá að bóluefnin komu í veg fyrir alvar- leg veikindi. Passasamari um orð sín Blaðamaður fullyrðir að Þórólfur hafi farið frá því að vera lítt þekktur opinber starfsmaður í að verða þjóðþekktur í far- aldrinum. Maður sem þjóðin treysti ásamt þríeykinu sínu, Ölmu Möller og Víði Reynissyni. Breytti þetta ekki daglegu lífi hans? „Nei, og þetta hefur ekki breytt mér neitt nema ég er meðvitaðri um að það er meira fylgst með því sem maður gerir og segir. Ég þarf því að passa að sleppa ekki eins fram af mér beislinu og ég gerði og segja eitthvað í gáleysi. Það er út af fyrir sig svolítið óþægilegt því mér finnst gaman að geta talað gáleysislega í réttum hópi,“ segir hann léttur. „En það er eiginlega eina breytingin í sjálfu sér. Ég hef mætt góðu viðmóti alls staðar, þótt menn sendi mér pillur á samfélagsmiðlum. Það er þá fólk sem ég þekki ekki neitt og talar á þann máta að á því er ekki mark takandi.“ En hvað með gagnrýnisraddir á „Ég vildi ekki vera dreginn út af vinnustaðnum með naglaförin á veggjunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem hættir störfum ári fyrir sjötugt. Mynd/gag ákvarðanir hans meðal lækna? „Já, þær voru helst í byrjun,“ segir hann og að skoðanaskipti séu nauðsynleg. „Ég tek til skoðunar það sem menn segja, en mér fannst hins vegar og svaraði því oft þegar gagnrýnin var byggð á röngum forsendum. Jafnvel þótt menn séu læknar eru ekki allir sem hafa innsýn inn í smit- sjúkdóma og faraldsfræði.“ Hann hafi þá svarað því faglega en ekki gagnrýnt að fá gagnrýni. „Enda voru menn ekkert að hnýta í mig persónulega.“ En hverju er hann stoltastur af? „Ég get verið ágætlega stoltur af sjálfum mér. Mér finnst ég hafa komið ágætlega út úr þessu sjálfur með aðstoð fjölskyldu minn- ar og fólksins í kringum mig,“ segir hann. „Ég er stoltur af samstarfsfólki mínu hjá sóttvarnalækni, Embætti landlæknis, al- mannavörnum og heilbrigðisstofnunum. Einnig er ég stoltur af aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar snemma í faraldrinum. Aðkoma þeirra gerði mikið til að skilja faraldurinn og grípa til réttra aðgerða.“ Hann bendir á að margt fólk sem ekki hafi verið sýnilegt hafi unnið dag og nótt í faraldrinum. „Ég er stoltur af þeim samtakamætti sem við náðum hjá almenningi, stoltur af stjórnkerfinu og ríkisstjórninni. Það var ekki auðvelt hjá þeim að fara þá leið sem var farin. Hefði önnur leið verið farin, sem var kallað eftir – jafnvel innan ríkisstjórn- arinnar, held ég að þetta hefði endað verr. Við hefðum verið í miklum vanda.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.