Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 40
360 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Ég hef lært mikið og tel mig hafa mikið fram að færa. Hef unnið með frábæru fólki. Hef alltaf hlakkað til að fara í vinnuna, á hverjum einasta morgni, og þess vegna hlakka ég ekki til að hætta. Það er eðlilegur vendipunktur hjá öllum að hætta að vinna. Þá er eins gott að mað- ur skipuleggi og ákveði brottförina sjálf- ur,“ segir hann og brosir þar sem tekur á móti blaðamanni Læknablaðsins hjá Emb- ætti landlæknis í Höfðatorgsturninum. Júní. Enn þrír mánuðir í lokadaginn. „Ég held að það sé verst að brenna upp í því sem maður er að gera. Þetta er ástríðustarf og það mun því örugglega taka mig einhvern tíma að jafna mig eftir starfslokin,“ segir Þórólfur raunsær. Hann er sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum barna. Útskrifaðist úr læknisfræði frá HÍ 1981 og sérmenntaði sig í Bandaríkjunum. Hann hóf störf sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis árið 2002. Fyrir tveimur ára- tugum. Metur samstarfsfólkið mikils „Það er ekki auðvelt að gefa eftirmanni sínum almenn ráð en mín eru þau að trúa og treysta á innsæi sitt. Leita ráðlegginga hjá réttu fólki þegar á þarf að halda. Vera í samstarfi við fólk. Passa að hafa gott sam- ferðafólk með sér í vinnunni. Hafa and- rúmsloftið og móralinn þannig að þú getir staðið í svona verkefni frá degi til dags,“ ráðleggur Þórólfur arftaka sínum. Hann „Ég hlakka ekki endilega til að hætta,“ segir Þórólfur Guðnason sem kveður starf sitt sem sóttvarnalæknir þann 1. september, nákvæmlega 7 árum eftir að hann tók við því. „Ég hef haft ánægju af starfinu og brunnið fyrir því“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vildi ekki vera dreginn út af vinnustaðnum með naglaförin á veggjunum V I Ð T A L segir að sóttvarnalæknir þurfi að koma fram með þær lausnir sem hann trúi á. „Þær þurfa ekki að vera þær sömu og ég kom með,“ segir Þórólfur. En mun eftirmaðurinn fást við COVID-veiruna áfram? „Já, hún mallar enn í samfélaginu og margir angar eiga eftir að koma upp. Ákveða þarf framtíðarfyrirkomulag bólusetninga. Hvernig á að fylgjast með veirunni áfram. Ákveða hvort grípa þurfi til nýrra ráðstafana. Svo koma nýjar veirur eins og apabóluveiran. Það verða eilífar áskoranir,“ segir Þórólfur sem trúir því að í framtíðinni þurfi að beita svipuðum nálgunum og nú í faraldrinum. Alltaf þurfi þó að ákveða hversu víðtækar að- gerðirnar eigi að vera. Fálkaorða fyrir árangurinn En bjóst Þórólfur við að ákvarðanir hans í faraldrinum, fjarlægðartakmarkanir, snertilaus samskipti og grímur, ættu eft- ir að hafa svona víðtæk áhrif á hegðun fólks? „Já, ég var að vona það,“ segir hann og hlær. En hann sé ekki viss um að þessi breytta hegðun sé komin til að vera. „Mér sýnist nú að við séum nokkurn veginn að fara í sama farið og fyrr. Fólk er farið að heilsast og ég er sjálfur þar þótt það fljúgi þá í kollinn á mér hvort ég sé að gera rétt.“ Hann hugsi til efnahagshrunsins árið 2008. „Þá sagði fólk að nú myndi þanka- gangurinn breytast. Fólk yrði varkárara í fjárfestingum. Ég get ekki séð að það hafi gerst. Lífið fer í hringi og við endum stundum á sama stað eftir að hafa farið langa Krýsuvíkurleið.“ Blaðamaðurinn snýr talinu enn og aftur að lokapunktinum. Starfslokunum. Ekki árangrinum. Hann er ljós. Fálkaorð- an staðfestir hann. „Það er mikilvægt að undirbúa starfslok vel svo þau verði ekki eitt allsherjar sjokk,“ segir Þórólfur. Undirbýr starfslokin „En hvernig á maður að undirbúa sig? Margir undirbúa sig með því að koma sér upp áhugamáli sem tekur huga þeirra. Menn þurfa að gera eitthvað. Menn geta ekki vaknað, lesið Morgunblaðið – minn- ingargreinarnar. Farið svo út í búð til að kaupa sér kringlur og brauð, lagt sig, gluggað í fleiri blöð og farið að sofa. Ef rútínan verður þannig, geta starfslokin orðið áfall,“ segir Þórólfur sem ákvað að taka málin í sínar hendur og hætta ári fyrir sjötugt. Ári áður en honum yrði gert að hætta. „Ég vildi ekki vera dreginn út af vinnustaðnum með naglaförin á veggjun- um.“ Það sé ekki gott að halda ekki sjálfur um stjórnartaumana. Margt spili inn í. Bæði persónulega og faglega. Starf sótt- varnalæknis hafi verið krefjandi síðustu tvö ár. Heimsfaraldur. Gríðarlegur hraði og hann kominn á hefðbundinn eftir- launaaldur. „Það var alltaf verið að spyrja mig: Hvenær ætlar þú að hætta? Ég sagði að Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.