Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 335 R A N N S Ó K N eru taldir þola svæfingu og aðgerð. Í gagnagrunni rannsóknarinn- ar voru hins vegar hvorki upplýsingar um útstreymisbrot né niðurstöður hjartaómunar og því var einungis hægt að styðjast við klíníska stigun hjartabilunar samkvæmt Killip-flokkun. Hluti af víkkunar- og lyfjameðferðarhópnum var með frá- bendingu fyrir hjáveituaðgerð, en þessir sjúklingar höfðu annað- hvort áður farið í slíka aðgerð eða voru með annars konar frá- bendingu fyrir aðgerðinni. Fyrri saga um hjáveituaðgerð er mikilvæg, afstæð frábending þar sem sjúklingar eru yfirleitt ekki sendir aftur í aðgerðina. Aðrir þættir sem geta dregið úr ávinningi hjáveituaðgerðar vegna aukinnar hættu á fylgikvillum eftir aðgerð eru hár aldur, saga um hjartadrep, útæðasjúkdómur, nýrnaskerðing, alvarleg hjartabilun og langvinnur lungnasjúkdómur.18 Sjúklingum með bæði lokusjúkdóm og kransæðasjúkdóm hent- ar best að fara í hjáveituaðgerð vegna þess að lokusjúkdómurinn er þá meðhöndlaður í sömu aðgerð og því var hlutfall þessara sjúklinga marktækt hæst í hjáveituhópnum.14 Í rannsóknarhópnum höfðu um 40% sjúklinga þrengingu í einni kransæð, tæpur helmingur sjúklinga var með fjölæða kransæðasjúkdóm án höfuðstofnsþrengingar en um 12% sjúklinga höfðu þrengingu í höfuðstofni með eða án annarra þrenginga. Þó ber að nefna að einungis 50-100% þrengsli í meginkransæðum eru skráð í gagnagrunninn en ekki einkennalaus þrengsli í litlum greinum (<1,5 mm), sem oft eru til staðar hjá sykursjúkum. Hluti sjúklinga sem skráðir voru með einnar æðar sjúkdóm gæti því hafa verið með fleiri þrengsli í litlum eða útlægum greinum sem ekki voru til upplýsingar um. Hlutfall hjáveituaðgerða jókst eftir því sem sjúkdómurinn varð útbreiddari, en samhliða þessari aukningu lækkaði hlutfall víkkana. Þessar niðurstöður samræm- ast evrópskum meðferðarleiðbeiningunum. Ef um er að ræða dreifðan þriggja æða sjúkdóm hjá sykursjúkum þar sem sjúkling- ur þykir henta fyrir hvort tveggja, víkkun eða hjáveituaðgerð, er síðari kosturinn ráðlagður. Það er einkum vegna dreifðari sjúk- dómsmyndar hjá sykursjúkum. Á hinn bóginn þurfa móttökuæð- ar fyrir græðlinga að vera nægilega stórar.6,19 Einnig ber að ræða meðferðarkosti við sjúkling sem að lokum ákveður hvaða meðferð hann þiggur. Fjöldi kransæðamyndataka hjá sykursjúkum jókst á rann- sóknartímabilinu. Þrátt fyrir að tilfellum kransæðasjúkdóms fari almennt fækkandi hér á landi1 hefur sykursjúkum hins vegar fjölgað,2,3 sem skýrir þessa aukningu að miklu leyti. Auk þess urðu breytingar á meðferðarvali á tímabilinu með hlutfallslegri fjölgun kransæðavíkkana. Skýringarnar á þessu eru hugsanlega betri tækni við víkkanir, nýrri kynslóðir af lyfjahúðuðum stoðnetum og vaxandi notkun lífeðlisfræðilegra mælinga við þræðingar á borð við innanæðarómskoðun (IVUS) og flæðismælingar (iFR/FFR). Þessar niðurstöður samræmast að einhverju leyti SYNTAX II- rannsókninni sem sýndi fram á að sjúklingar með þriggja æða sjúkdóm sem fengu meðferð með bestu mögulegu víkkunartækni og stoðnetum hefðu lægra hlutfall fylgikvilla við eins og tveggja ára eftirfylgni borið saman við sjúklinga sem fengu meðferð með eldri víkkunartækni í SYNTAX I-rannsókninni. Auk þess reyndist ekki marktækur munur á hlutfalli fylgikvilla hjá þessum sjúkling- um miðað við sjúklinga sem fóru í hjáveituaðgerð í SYNTAX I-rannsókninni.20,21 Nýlega sýndi FAME 3-rannsóknin hins vegar að horfur við eins árs eftirfylgni væru sambærilegar í víkkunar- og hjáveituhópi hjá sjúklingum með lágt (<22) SYNTAX-skor, en við meðalhátt (23-32) og hátt (>32) SYNTAX-skor væru horfur eftir hjáveituaðgerð ívið betri.12 Sjúklingar í þessari rannsókn voru með þriggja æða sjúkdóm og víkkaðir með nýjustu kynslóð stoðneta ásamt aðstoð flæðismælinga (FFR).12 Í okkar rannsókn sást enginn marktækur munur á langtímalif- un sjúklinga eftir víkkun og hjáveituaðgerð. Þegar lifun sykur- sjúkra í erlendum slembuðum íhlutunarrannsóknum er borin saman með tilliti til meðferðar, koma hjáveituhóparnir hins vegar betur út ef sjúkdómurinn er útbreiddur.8-11 Þessi rannsókn er ekki hliðstæð slembuðum íhlutunarrannsóknum þar sem sambærilegir sjúklingar eru bornir saman með tilliti til meðferðarkosta og ár- angurs meðferðar. Bakgrunnsþættir sjúklinga voru mjög ólíkir í okkar rannsókn og sjúklingar með frábendingu fyrir hjáveituað- gerð voru ekki útlokaðir líkt og í slembuðum íhlutunarrannsókn- um. Í síðarnefndu rannsóknunum uppfyllir því eingöngu brot af sjúklingum inngönguskilyrðin, það er þeir sem eru taldir henta í báðar tegundir inngripa og líklegir til að hljóta ávinning af hvorri p = 1 0% 25% 50% 75% 100% 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Eftirfylgnitími í árum H ei ld ar lif un PCI CABG 1213 1051 895 736 569 445 334 250 176 101 58 16 273 242 214 189 163 140 113 85 63 41 22 10CABG PCI 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Eftirfylgnitími í árum Fjöldi í áhættu Mynd 5. Heildarlifun sjúklinga eftir því hvort þeir gengust undir kransæðavíkkun eða kransæðahjáveituaðgerð. Sjúklingar sem einungis fengu lyfjameðferð ekki teknir með. PCI=percutaneous coronary intervention (kransæðavíkkun). CABG=coronary artery bypass grafting (kransæðahjáveituaðgerð).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.