Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 18
338 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Lífaldur íslensku þjóðarinnar hefur hækkað og eru meðallífslíkur Íslendinga með því hæsta sem gerist í heiminum (82,5 ár). Í aldurs- hópnum 70 ára og eldri eru 8,3% íbúar í hjúkrunar- og dvalarrým- um samkvæmt Hagstofu Íslands, þessi hópur er fjölveikur og lifir við langvinna sjúkdóma, skerta færni og hefur takmarkaða sjálfs- björg.1,2 Meðalaldur íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum hefur farið hækkandi síðustu ár og er um 84,7 ár,3 samhliða hefur heilsufar þeirra versnað og eins árs lifun nýfluttra lækkað úr 73,4% í 66,5%.4 Meirihluti íbúa er með heilabilunarsjúkdóma (39%) eða Alzheimer (29%)5 en heilabilaðir eru útsettari fyrir verri munn- heilsu en heilsuhraustari íbúar. 6 Minnisglöp, sjónskerðing og skert hreyfigeta geta valdið öldr- uðum vandkvæðum við venjubundin verk eins og daglega munn- og tannhirðu.2 Öldrun getur aukið hættu á munnkvillum og stefnt munnheilbrigði í voða,7,8 en sjúkdómsbyrði munnkvilla er tengd við slæmt heilsufar að mati aldraðra, verri andlega líðan og aukna dánartíðni.1 Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk á hjúkr- unarheimilum sé vel meðvitað um mikilvægi góðrar munnheilsu. Munnurinn er fyrsta stig meltingar, með góðri tann- og munn- heilsu og eðlilegum styrk í munni er hægt að nærast betur. Mikil- vægt er að kynging sé virk í fæðuinntöku auk þess sem tennur, Aðalheiður Svana Sigurðardóttir1 lýðheilsufræðingur Ólöf Guðný Geirsdóttir2 næringarfræðingur Inga B. Árnadóttir1 tannlæknir Alfons Ramel2 næringarfræðingur 1Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, adalhsvana@hi.is Á G R I P TILGANGUR Erlendar rannsóknir benda til þess að munnheilsa íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum sé slæm, munnkvillar séu algengir og að íbúar þurfi á tannlækningum að halda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ástand munnheilsu íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila hér á landi og skoða tengsl hennar við líðan og lífsgæði þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Íbúum (N=82) á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík var boðin þátttaka í þessari lýsandi þversniðsrannsókn. Munnheilsa íbúa var skoðuð á vettvangi og þátttakendur svöruðu spurningalista sem mat neikvæð áhrif slæmrar munnheilsu á lífsgæði. NIÐURSTÖÐUR Alls luku 89% (N=73) rannsókninni, meðalaldur var 86,8 ár (sf=5,7, spönn 73-100 ár). Þriðjungur íbúa var með eigin tennur og sambærilegur fjöldi var með tennur og lausa parta, en 41,5% íbúa voru alfarið tannlausir. Klínísk skoðun á munnheilsu sýndi að hátt hlutfall íbúa (67%) var með ómeðhöndlaða munnkvilla. Íbúar með verstu munnheilsuna upplifðu að hún hefði marktækt neikvæðari áhrif á lífsgæði (p=0,014), færniskerðingu (p=0,002) og líkamleg óþægindi (p=0,000) en þeir sem voru betur tenntir í þessari rannsókn. Helstu vandamál vegna slæmrar munnheilsu tengdust tyggingargetu og erfiðleikum við að matast sem hafði áhrif á fæðuval og getur leitt til ófullnægjandi mataræðis. ÁLYKTANIR Endurskoða þarf þjónustuúrræði á hjúkrunarheimilum og tryggja að starfsfólk hafi sértæka þekkingu á vandamálum tengdum munnheilsu, sem kunna að hrjá íbúa. Samstillt átak opinberra aðila og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að tryggja úrræði við hæfi á hjúkrunarheimilum þegar kemur að því að viðhalda einstaklingsbundinni munnheilsu íbúa og tengdum lífsgæðum ævina á enda. Munnkvillar aldraðra algengir á hjúkrunarheimilum, þörf fyrir breytingar á heilbrigðisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.