Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 26
346 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Nýgengi kransæðasjúkdóma og dauðsfalla af þeirra völdum hefur lækkað verulega á síðustu fjórum áratugum.1,2 Á fyrri hluta síð- ustu aldar var kransæðasjúkdómur sérlega áberandi meðal vel stæðra þjóðfélagshópa og var tengdur við almenna velmegun. Frá því um og fyrir miðja síðustu öld hefur hér orðið breyting á þar sem byrði kransæðasjúkdóma hefur sífellt færst meira yfir á þjóð- félagshópa með lægri meðaltekjur og minni menntun.3 Gögn Hagstofunnar sýna að þeir sem hafa grunnskólamenntun eingöngu lifa að meðaltali skemur en þeir sem eru háskólamennt- aðir. Samkvæmt þessum gögnum gat þrítug kona með grunn- skólamenntun búist við að lifa allt að þremur árum skemur en jafnaldra hennar með háskólamenntun árið 2018. Þessi munur var enn meiri fyrir karla, eða um 5 ár.4 Nýleg rannsókn frá Danmörku sýndi að minna menntaðir höfðu 50-60% hærra hlutfall hjarta- og æðaáfalla og dauðsfalla af Karl Andersen1,2,3 læknir Thor Aspelund1,3 tölfræðingur Elías Freyr Guðmundsson3 faraldsfræðingur Gunnar Sigurðsson4 læknir Sigurður Sigurðsson3 geislafræðingur Guðlaug Björnsdóttir1 geislafræðingur Bolli Þórsson3 læknir Gunnar Sigurðsson1,3 professor emeritus Þórður Harðarson1,3 professor emeritus Vilmundur Guðnason1,3 læknir 1Læknadeild heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, 3Hjartavernd, 4Háskólasjúkrahúsinu á Skáni, Lundi í Svíþjóð. Fyrirspurnum svarar Karl Andersen, andersen@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Lágt menntunarstig hefur verið tengt óhagstæðri samsetningu áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Þessu fylgir aukin áhætta á hjartaáföllum hjá minna menntuðum. Litlar upplýsingar eru til um samband menntunarstigs við alvarleika æðakölkunarsjúkdóma. Við rannsökuðum tengsl menntunarstigs við áhættuþætti æðakölkunarsjúkdóma, algengi æðakölkunarskella og nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE) er lýðgrunduð langsniðsrannsókn þar sem handahófsúrtak 25-69 ára einstaklinga var tekið á árunum 2005-2011. Þátttakendur gengust undir mælingar á helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma. Ómskoðanir á hálsslagæðum voru notaðar til greiningar á dulinni æðakölkun. Eftirfylgni var fram í byrjun mars 2019. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarþýðið samanstóð af 3251 karli og 3365 konum. Grunnskólamenntun höfðu 20,1% þátttakenda, 31,2% höfðu iðn- eða sambærilega menntun, 12,3% höfðu stúdentspróf og 36,4% höfðu lokið háskólanámi. Helstu áhættuþættir æðakölkunarsjúkdóma voru algengari hjá þeim sem höfðu eingöngu grunnskólamenntun en hjá þeim sem höfðu lengri skólagöngu. Veruleg æðakölkun í hálsslagæðum var marktækt algengari hjá þeim sem höfðu grunnskólamenntun eingöngu (OR 1,84; 95% CI 1,40-2,43) eða iðnmenntun (OR 1,49; 95% CI 1,16-1,91) samanborið við háskólamenntaða. Grunnskóla- eða iðnmenntaðir voru líklegri til að þróa klínískan hjarta- og æðasjúkdóm samanborið við háskólamenntaða á 10 ára eftirfylgnitíma rannsóknarinnar. Hefðbundnir áhættuþættir skýra stóran hluta þessarar áhættuaukningar. ÁLYKTUN Styttri skólaganga en framhaldsskólanám eða háskólamenntun tengist helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma sem endurspeglast í marktækt aukinni dulinni æðakölkun í hálsslagæðum og auknu nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma. Óljóst er hvaða orsakaþættir liggja því til grundvallar en félagslegur og efnahagslegur ójöfnuður gæti átt hlut að máli. Mikilvægt er að beita markvissum forvarnaraðgerðum hjá þeim sem greinast í aukinni áhættu, meðal annars vegna styttri skólagöngu. Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.