Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 20
340 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Breytur í lífsgæðakvarða eru mældar á 5 bila Likert-kvarða (0=aldrei, 1=mjög sjaldan, 2=stundum, 3=oft, 4=mjög oft). Heildar- summa á skalanum getur verið frá 0-196 stig,21 sá sem fær 0 stig upplifir engin neikvæð áhrif eigin munnheilsu á lífsgæði en þeir sem hærra skora upplifa skert lífsgæði. 21 Tölfræðileg úrvinnsla Reiknuð var lýsandi og greinandi tölfræði með forritinu IBM SPSS Statistics, útgáfa 27.0. Reiknað var summuskor fyrir lífsgæða- kvarðann í heild sinni og fyrir hvern undirkvarða. Meðalskor voru borin saman milli tveggja óháðra hópa og reiknað t-próf (jafnbila- breytur), kí-kvaðrat próf (raðbreytur) og miðað var við marktækni- mörk p=0,05 í öllum útreikningum. Í aðhvarfsgreiningu við sam- anburð á meðaltölum milli óháðra hópa í var leiðrétt fyrir aldri og kyni þátttakanda. Ef gildi vantaði í spurningalistum var þeim sleppt í útreikningum. Skýribreyta rannsóknar er klínísk tann- heilsa þátttakenda, skráð samkvæmt OHS (fjöldi tanna og ástand tanna, tegund tanngerva, ástand slímhúðar). Útkoma er mæld með OHIP-49-lífsgæðakvarðanum sem mælir neikvæð áhrif munnkvilla á félagslega, sálræna og líkamlega virkni einstak- lingsins og lífsgæði. Niðurstöður Þátttakendur og bakgrunnur Alls gáfu 82 íbúar tveggja hjúkrunarheimila (heimili A og heimili B) kost á sér í rannsóknina, af þeim luku rúmlega 89% (N=73) báð- um hlutum rannsóknar, sem var að láta skoða munnheilsu og ljúka við að svara spurningalista. Fjórir hættu þátttöku (4,9%) á meðan rannsóknin stóð yfir og 5 íbúar (6,1%) mættu ekki í klíníska skoðun. Þátttakendur voru á aldrinum 73 til 100 ára og var meðal- aldur þeirra 86,8 ár (± 5,7). Aldur íbúa á heimili A var örlítið lægri Tafla I. Samanburður á bakgrunni íbúa (N=73) eftir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Bakgrunnur þátttakenda A (N=38) B (N=35) Samtals (N=73) p-gildiaFjöldi (%) Fjöldi (%) Fjöldi (%) Kyn Karlar 13 (34,2) 15 (42,9) 28 (38,4) Konur 25 (65,8) 20 (57,1) 45 (61,6) Samtals 38 35 73 0,448 Aldurshópar Yngri en 80 ára 5 (13,2) 3 (8,6) 8 (11,0) 80-89 ára 23 (60,5) 14 (40,0) 37 (50,7) Eldri en 90 ára 10 (26,3) 18 (51,4) 28 (38,4) 0,027b Samtals 38 35 73 0,088 Búseta° Reykjavík 26 (70,3) 29 (82,9) 55 (76,4) Kaupstað 9 (24,3) 4 (11,4) 13 (18,1) Þorpi 0 (0,0) 1 (2,9) 1 (1,4) Sveit 2 (5,4) 1 (2,9) 3 (4,2) Samtals 37 35 72 0,338 Menntun Barnaskóli 24 (68,6) 18 (51,4) 42 (60,0) Gagnfræðaskóli 11 (31,4) 10 (28,6) 21 (30,0) Tæknigreinar 0 (0,0) 7 (20,0) 7 (10,0) Samtals 35 35 70 0,019 Hjúskaparstaða Ógift - ókvæntur 2 (5,4) 2 (5,7) 4 (5,6) Gift - kvæntur 2 (5,4) 2 (5,7) 4 (5,6) Ekkja - ekkill 27 (73,0) 23 (65,7) 50 (69,4) Fráskilin(n) 6 (16,2) 1 (2,9) 7 (9,7) Gift – kvæntur en maki býr annars staðar 0 (0,0) 7 (20,0) 7 (9,7) Samtals 37 35 72 0,028 Skýringar: aKí-kvaðrat próf. bTvíhliða marktektarpróf á hlutfallstíðni í dálkum. °Búseta fyrir flutning á hjúkrunarheimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.