Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 20

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 20
340 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Breytur í lífsgæðakvarða eru mældar á 5 bila Likert-kvarða (0=aldrei, 1=mjög sjaldan, 2=stundum, 3=oft, 4=mjög oft). Heildar- summa á skalanum getur verið frá 0-196 stig,21 sá sem fær 0 stig upplifir engin neikvæð áhrif eigin munnheilsu á lífsgæði en þeir sem hærra skora upplifa skert lífsgæði. 21 Tölfræðileg úrvinnsla Reiknuð var lýsandi og greinandi tölfræði með forritinu IBM SPSS Statistics, útgáfa 27.0. Reiknað var summuskor fyrir lífsgæða- kvarðann í heild sinni og fyrir hvern undirkvarða. Meðalskor voru borin saman milli tveggja óháðra hópa og reiknað t-próf (jafnbila- breytur), kí-kvaðrat próf (raðbreytur) og miðað var við marktækni- mörk p=0,05 í öllum útreikningum. Í aðhvarfsgreiningu við sam- anburð á meðaltölum milli óháðra hópa í var leiðrétt fyrir aldri og kyni þátttakanda. Ef gildi vantaði í spurningalistum var þeim sleppt í útreikningum. Skýribreyta rannsóknar er klínísk tann- heilsa þátttakenda, skráð samkvæmt OHS (fjöldi tanna og ástand tanna, tegund tanngerva, ástand slímhúðar). Útkoma er mæld með OHIP-49-lífsgæðakvarðanum sem mælir neikvæð áhrif munnkvilla á félagslega, sálræna og líkamlega virkni einstak- lingsins og lífsgæði. Niðurstöður Þátttakendur og bakgrunnur Alls gáfu 82 íbúar tveggja hjúkrunarheimila (heimili A og heimili B) kost á sér í rannsóknina, af þeim luku rúmlega 89% (N=73) báð- um hlutum rannsóknar, sem var að láta skoða munnheilsu og ljúka við að svara spurningalista. Fjórir hættu þátttöku (4,9%) á meðan rannsóknin stóð yfir og 5 íbúar (6,1%) mættu ekki í klíníska skoðun. Þátttakendur voru á aldrinum 73 til 100 ára og var meðal- aldur þeirra 86,8 ár (± 5,7). Aldur íbúa á heimili A var örlítið lægri Tafla I. Samanburður á bakgrunni íbúa (N=73) eftir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Bakgrunnur þátttakenda A (N=38) B (N=35) Samtals (N=73) p-gildiaFjöldi (%) Fjöldi (%) Fjöldi (%) Kyn Karlar 13 (34,2) 15 (42,9) 28 (38,4) Konur 25 (65,8) 20 (57,1) 45 (61,6) Samtals 38 35 73 0,448 Aldurshópar Yngri en 80 ára 5 (13,2) 3 (8,6) 8 (11,0) 80-89 ára 23 (60,5) 14 (40,0) 37 (50,7) Eldri en 90 ára 10 (26,3) 18 (51,4) 28 (38,4) 0,027b Samtals 38 35 73 0,088 Búseta° Reykjavík 26 (70,3) 29 (82,9) 55 (76,4) Kaupstað 9 (24,3) 4 (11,4) 13 (18,1) Þorpi 0 (0,0) 1 (2,9) 1 (1,4) Sveit 2 (5,4) 1 (2,9) 3 (4,2) Samtals 37 35 72 0,338 Menntun Barnaskóli 24 (68,6) 18 (51,4) 42 (60,0) Gagnfræðaskóli 11 (31,4) 10 (28,6) 21 (30,0) Tæknigreinar 0 (0,0) 7 (20,0) 7 (10,0) Samtals 35 35 70 0,019 Hjúskaparstaða Ógift - ókvæntur 2 (5,4) 2 (5,7) 4 (5,6) Gift - kvæntur 2 (5,4) 2 (5,7) 4 (5,6) Ekkja - ekkill 27 (73,0) 23 (65,7) 50 (69,4) Fráskilin(n) 6 (16,2) 1 (2,9) 7 (9,7) Gift – kvæntur en maki býr annars staðar 0 (0,0) 7 (20,0) 7 (9,7) Samtals 37 35 72 0,028 Skýringar: aKí-kvaðrat próf. bTvíhliða marktektarpróf á hlutfallstíðni í dálkum. °Búseta fyrir flutning á hjúkrunarheimili.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.