Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 363 er umferð allan sólarhringinn og þyrlur sem fljúga með sjúklinga fram og til baka. Sporvagnar á ferð. Í staðinn heyrist í trjánum og hafinu í sveitinni, sem myndar góðar andstæður,“ segir hann. Guðmundur flutti fyrst til Svíþjóðar tveggja ára. Jóhann Guðmundsson bækl- unarlæknir var faðir hans, Sigríður Jóna Árnadóttir móðir. Þau mæðgin fylgdu Jóhanni út í sérnám og þar eignaðist Guð- mundur þrjú systkin. Fjölskyldan kom heim þegar hann var rétt 10 ára og hann kláraði menntaskóla og læknanámið hér heima og fór aftur út í sérnám. Alfarinn 1987 ári eftir útskrift úr læknadeild þótt það hafi ekki verið planið. Dýralæknir draumurinn „Ég festist. Fór úr í einu og annað. Svo líður tíminn. Nýir möguleikar, ný verk- efni,“ segir Guðmundur sem ætlaði sér ekki að verða læknir. „Það var heldur ekki planið,“ segir hann og hlær. „Ég ætlaði að verða dýralæknir.“ Á þeim tíma hafi íslenska ríkið átt eitt pláss á ári í háskól- anum í Osló. Annar hafi fengið sætið árið sem hann varð stúdent. „Þá ætlaði ég að lesa eitt ár í lækna- deildinni og sækja síðan aftur um.“ En líf- ið breytti um stefnu og honum líkaði lífið í læknadeildinni. „Síðan fæddist líka elsta dóttir mín á því ári, sem flækti stöðuna,“ segir hann. Guðmundur gerir ekki framtíðarplön. „Nei, það er kannski ástæðan fyrir því að ég fór aldrei aftur til Íslands. Það tekur eitt verkefnið við af öðru og leiðin mark- ast,“ segir hann. „Maður er ekkert að plana allt of langt fram í tímann.“ En hvernig sér hann þá fyrir sér næstu ár? „Nú vinn ég mikið fyrir háskólann,“ segir Guðmundur sem situr í mörgum ráðum og nefndum sem vinna að breyttu námi, úr kandídatsfasanum í fullt lækna- leyfi eftir 6 ára nám. Hann er ábyrgur fyrir stórum hluta læknadeildarinnar í Gautaborg sem hann segir hafa breytt læknanámi sínu hvað mest síðustu ár í Svíþjóð. „Nýja læknanámið tekur smátt og smátt yfir það gamla. Þau sem lesa núna eru á annarri önn og árið 2027 verður nýja læknanámið allsráðandi. Þetta er mjög spennandi,“ segir hann og sér fyrir sér að næstu þrjú verði svipuð stefnunni nú. „Halda áfram á klíníkinni og ég vinn í rannsóknum, reyni að skilja betur áhrif kortisóls á líkamann,“ segir hann. Heldur alltaf áfram „Ég reyni að finna nýtt lífmerki (biomar- ker) til að mæla kortisólið. Það er verkefni sem við höfum unnið lengi að og fengið góða styrki fyrir. Við munum því halda áfram næstu árin. Svo erum við með stór verkefni í kringum heiladingulsæxli. Þannig að þessi verkefni eru komin vel á legg. Það er því ljóst að þau ganga áfalla- laust næstu árin og engar dramatískar breytingar í augsýn.“ Þótt rætur Guðmundar liggi hingað heim til Íslands, nafnið hans ramm- íslenskt og stórfjölskylda hans hér heima, á Svíþjóð stóran hlut í hjarta hans. „Ætli maður sé ekki orðinn meiri Svíi en Íslendingur. Ég býst við að aðrir myndu segja það. Íslenskan mín er ágæt þegar ég er búinn að æfa hana nokkra daga, en eins og núna þegar ég hef unnið heilan vinnudag og aðeins talað sænsku og ensku þá gengur ekki alltaf vel að skipta svo yfir á íslensku,“ heldur hann áfram. Blaðamaður er ekki sammála. „Tja, þetta er nú sérstaklega ef einhver hringir og biður mig um að tala um sjúkling á íslensku. Það er nánast ómögulegt,“ segir hann og hlær. En kom aldrei upp að koma til starfa á hér heima? „Ég fékk einu sinni símtal frá Íslandi. Þá var einhver staða sem var verið að spá í. Það var skemmtilegt samtal því það fjallaði ekki um hvort ég hefði reynslu eða áhuga á vinnunni heldur hvort ég hefði ekki heimþrá og hvort konan og börnin vildu ekki flytja til Íslands,” segir hann og hlær. „Spurt var hvort ekki væri tími til að ég kæmi heim. En hér á ég nú heima.“ Guðmundur Jóhannsson hefur búið lengur í Svíþjóð en á Íslandi, hefur fest þar rætur og náð langt í lækna- stéttinni. Hann á sinn þátt í yfir 300 vísindagreinum. Mynd/aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.