Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 365 öryggisdeildir en þeir sem eru, strangt til tekið, ósakhæfir,“ segir hann. „Fleiri úrræði þurfa að bjóðast hér.“ Þá þurfi að stækka teymið. „Sérstaklega þar sem okkur var í fyrstu eingöngu ætl- að að sinna þeim sem eru í afplánun en sinnum nú einnig þeim sem eru komnir á reynslulausn.“ Dapurleg vinnuaðstaða Sigurður bendir einnig á að aðstaða teymisins í fangelsum sé mjög dapurleg. „Það er erfitt að veita góða geðheilbrigð- isþjónstu í íslenskum fangelsum. Það er ekki gert ráð fyrir slíkri þjónustu þar,“ segir hann. „Við höfum gert alvarlegar athugasemdir við vinnuaðstöðuna okkar.“ Hann nefnir að á Litla-Hrauni sé vinnuaðstaðan bágbornust. „Öryggismál- in eru í ólestri. Við höfum oft ekki aðgang að viðtalsherbergjum eða skrifstofum. Höfum þurft að setjast niður með fartölv- una í einhverju horni og nota hotspot til að komast á netið. Því miður er það lenska á Íslandi að gera ekki ráð fyrir öflugri heilbrigðisstarfsemi.“ Aðstaðan sé betri á Hólmsheiði, en ekki fullnægjandi. Nú standi þó til að bæta aðstöðuna á Litla-Hrauni. Setja eigi 1,5 milljarða í álmu fyrir heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu og aðrar úrbætur við fangelsið. „Við erum að bíða eftir því en myndum gjarnan vilja fá vistlega og snyrtilega gáma fyrir þjónustuna þangað til.“ Sigurður segir að þjónustan hafi þróast hratt í COVID. Margt hafi breyst. Teymið veiti nú meiri fjarþjónustu en áður. „COVID-tímabilið var sérstakt í fangels- um landsins. Loka þurfti þeim fyrir heim- sóknum á löngum köflum, sem hafði kosti og galla.“ Það hafi reynt á þolrif fanga að hitta ekki fólkið sitt. „En á hinn bóginn minnkaði inn- streymi fíkniefna, sérstaklega á Litla- Hrauni. Við sáum andlegar framfarir af því einu. Ástand fanganna batnaði,“ segir hann. Mikilvægt sé að neyslan sé lág- mörkuð innan fangelsanna. „Það er mikil neyslumenning innan íslensku fang- elsanna,“ segir Sigurður. Mest á Litla-Hrauni. Með- ferðir séu því oft ekki eins árangursríkar og þær gætu verið. Mynd/gag Konur þurfa betri úrræði „Það er erfitt að vera kona í fangelsi hér á landi,“ segir Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir. Þeim sé mörgum mikið áfall að vera rifnar frá börnum sínum og fjöl- skyldu. „Það er því ótækt að konur hafi ekki aðgang að opnu fangelsi í sama mæli og karlar,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir konur að komast í opin úrræði og því þarf að breyta.“ Á annan tug kvenna afpláni í fangelsi. Þær séu á Hólmsheiði. „Þær geta komist í opið úrræði á Sogni en plássin eru fá. Þær komast ekki á Kvíabryggju,“ segir hann. „Það er vilji til að leysa málið en það skortir fjármagn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.