Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 24
344 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N að þessum þætti sé sleppt í daglegri umönnun15 af ýmsum orsök- um, svo sem tímaskorti. Sjúkratryggingar Íslands taka fullan þátt í niðurgreiðslu vegna tannlækninga aldraðra og er þjónustan íbúum á hjúkrunarheimil- um að kostnaðarlausu29 samkvæmt gildandi gjaldskrá ríkisins. Því ættu þjónustugjöld tannlækna ekki að íþyngja íbúum, aðstand- endum eða hjúkrunarheimilinu. 24 Æskilegt er að sett verði stefna um munnheilsuvernd í heil- brigðisþjónustu íbúa og aðgengi þeirra að tannlæknisþjónustu verði tryggt. Munnhirða þarf að vera regluleg og við hæfi og þjálf- un og þekking starfsfólks tryggð í samræmi við gæðastaðla í heil- brigðisþjónustu.30 Niðurstöður rannsóknarinnar eru gagnlegar og birta fyrstu upplýsingar um munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og áhrif munnkvilla á lífsgæði þeirra. Einnig kom í ljós að fjöldi skemmdra, fylltra og tapaðra tanna, tannleysi og tanngervi skipta máli í þessu sambandi. Mælt er með frekari rannsóknum á munnheilsuvernd íbúa á hjúkrunarheimilum og skimunartækjum sem starfsfólki, öðru en tannheilsumenntuðu, stendur til boða. Styrkleikar og veikleikar Eiginleikar þverfræðilegra rannsókna eru þess eðlis að ekki er hægt að greina á milli orsaka og afleiðinga. Úrtakið var valið af hentugleika og þátttaka íbúanna takmarkaðist við áhuga og heilsufar þeirra til að taka þátt. Mismunandi vinnuaðstæður við klíníska skoðun gætu hafa komið í veg fyrir að munnkvillar greindust á heimili B. Hluti úrtaksins (n=13) svaraði ekki spurn- ingu um hversu lengi þeir höfðu búið á heimilinu sem getur bjagað samanburð eftir búsetu í svo litlu úrtaki og verið vísbending um minnisglöp en þekkt er að hérlendis er meðaldvalartími heilabil- aðra á hjúkrunarheimilum lengri en annarra íbúa.4 Rannsóknin gefur mynd af munnheilsu íbúa tveggja hjúkr- unarheimila sem rekin eru af sömu rekstraraðilum. Niðurstöður hefðu hugsanlega orðið aðrar ef fleiri heimili hefðu gefið kost á sér í rannsóknina. Styrkleikar rannsóknarinnar felast í því að nota þekkta alþjóð- lega mælikvarða um munnheilsu OHS og tannheilsutengd lífs- gæði OHIP-49. Ályktun Breytingar á tannheilsu aldraðra kalla á endurskoðun á þjónustu- úrræðum á hjúkrunarheimilum og sýnir fram á þörf fyrir hald- góða þekkingu starfsfólks á sértækum munn-, tann- og tanngerva- tengdum vandamálum sem búast má við að finnist hjá íbúum. Samstillt átak opinberra aðila og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að tryggja úrræði við hæfi á hjúkrunarheimilum þegar kemur að því að viðhalda tannheilsu íbúa svo hægt verði að tryggja að munnheilsutengdum lífsgæðum sé viðhaldið ævina á enda. Þakkir Lýðheilsusjóður og Rannsóknarsjóður Hrafnistu fá þakkir fyrir styrki vegna rannsóknar, starfsfólk fyrir aðstoð á vettvangi og þátttakendur fyrir framlag sitt til rannsóknar. Viðauki Tafla V. Fjöldi íbúa með tennur og föst tanngervi, tennur og parta eða heilgóma í báðum gómum. Karl Kona Samtals Tannheilsa Fjöldi (%a) (%b) Fjöldi (%a) (%b) Fjöldi (%b) Tennur og föst tanngervi 8 (28,6) (11,0) 15 (33,3) (20,5) 23 (31,5) Eigin tennur og laus tanngervic 8 (28,6) (11,0) 12 (26,7) (16,4) 20 (27,4) Heilgómur (tannlaus) 12 (42,9) (16,4) 18 (40,0) (24,7) 30 (41,1) Samtals 28 (100,0) (38,4) 45 (100,0) (61,6) 73 (100,0) Skýringar: ahlutfall innan kyns, bhlutfall af heild. cMeð heilgóm eða tennur og part í öðrum gómi á móti eigin tönnum með eða án parts. Greinin barst til blaðsins 22. febrúar 2022, samþykkt til birtingar 10. júní 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.