Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 14
334 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N saman við 1,5% í lyfjameðferðarhópnum. Þegar ábendingar sjúk- linga fyrir þræðingu voru skoðaðar kom í ljós að 95,0% STEMI- sjúklinga fengu meðferð með kransæðavíkkun en sjúklingar sem jafnframt höfðu lokusjúkdóma voru í 28 af 43 tilfellum (65,1%) meðhöndlaðir með hjartaloku- og kransæðahjáveitu í sömu að- gerð. Í rannsóknarhópnum voru 773 sjúklingar (40,6%) með einnar æðar sjúkdóm en aðeins 20 (1,0%) með höfuðstofnsþrengsli ein- göngu. Alls höfðu 232 sjúklingar (12,2%) höfuðstofnsþrengsli en næstum fjórfalt fleiri, eða 900 sjúklingar (47,2%), höfðu fjölæða kransæðasjúkdóm þar sem tvær eða þrjár æðar voru þrengdar að undanskildum höfuðstofni. Á mynd 3 má sjá að hlutfall hjáveitu- aðgerða jókst eftir því sem kransæðasjúkdómur var útbreiddari, eða úr 2,1% hjá einnar æðar sjúkdómi í 29,9% hjá þriggja æða sjúk- dómi og í 40,7% hjá höfuðstofnsþrengslum með þriggja æða sjúk- dómi en samhliða lækkaði hlutfall víkkana. Miðgildi fyrir fjölda kransæðamyndataka hjá hópnum á ári var 175 (fjórðungsbil 163,5-189). Á mynd 4 sést hvernig tilfellum fjölg- aði og meðferðarval breyttist með árunum. Hlutfall kransæða- víkkana hækkaði á tímabilinu á meðan hlutfall kransæðahjáveitu- aðgerða og lyfjameðferðar eingöngu lækkaði. Í upphafi tímabils- ins fóru einungis 49,2% sjúklinga í kransæðavíkkun en í lok þess hafði hlutfallið hækkað í 72,0%. Mynd 5 sýnir að enginn marktækur munur var á heildarlifun sjúklinga eftir kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð á rann sóknartímabilinu (p=1,00). Í Cox-aðhvarfsgreiningunni reynd- ist áhætta á dauða heldur ekki marktækt frábrugðin milli sjúklinga sem undirgengust kransæðahjáveituaðgerð og krans æðavíkkun (HR 0,86, 95% CI 0,58-1,26). Notkun lífeðlisfræðilegra mælinga (IVUS og iFR/FFR) við kransæðavíkkanir jókst á rannsóknartímabilinu. Hlutfall flæðis- mælinga (iFR/FFR) fór úr 0% árið 2010 í 14,4% árið 2015, en lækkaði aftur í 5,6% árið 2020. Sömuleiðis jókst notkun innanæðaróm- skoðunar (IVUS) úr 0% árið 2010 í 7,5% árið 2019 en lækkaði í 4,0% árið 2020. Á rannsóknartímabilinu varð mikil breyting á því frá hvaða æð þræðingar voru gerðar. Árið 2010 voru 78,9% þræðinga gerðar frá náraslagæð ( femoral artery) en 21,1% frá sveifarslagæð (radial artery). Árið 2020 voru hins vegar einungis 4,0% þræðinga gerðar frá náraslagæð en 95,4% frá sveifarslagæð. Í þeim kransæða- víkkunum þar sem notað var einhvers konar stoðnet jókst hlut- fallsleg notkun lyfjahúðaðra stoðneta úr 61,8% árið 2010 í 100% árið 2020. Umræður Þessi rannsókn sýnir meðferð sjúklinga með sykursýki á nýlegu 11 ára tímabili á Íslandi. Í ljós kom að kransæðavíkkunum fjölgaði en um leið fækkaði hjáveituaðgerðum og tilvikum þar sem lyfjameð- ferð var beitt eingöngu. Jafnframt reyndist heildarlifun sjúklinga eftir víkkun og hjáveituaðgerð svipuð, jafnvel þótt meðferðarhóp- arnir hafi verið talsvert frábrugðnir. Helstu þættir sem voru ólíkir milli hópa voru hjartabilunarlost, STEMI, fyrri saga um hjartadrep, hjartalokusjúkdómur, útbreiðsla kransæðasjúkdóms ásamt aldurs- dreifingu. Aldursdreifing var ólík á milli meðferðarhópa þar sem víkkun- arhópurinn var á breiðasta aldursbilinu en hjáveituhópurinn á því þrengsta, auk þess sem meðalaldur var hæstur í lyfjameðferð- arhópnum. Kransæðasjúkdómur yngri sjúklinga er oft ekki eins útbreiddur og hentar því vel til víkkunar. Þannig má komast hjá eða fresta hjáveituaðgerð hjá yngri sjúklingum, en bláæða- græðlingar endast oft ekki alla ævi og hætta er á þrengingum eða lokun með hækkandi aldri.14 Að jafnaði er því gerð víkkun á yngri sjúklingum en öldruðum sjúklingum frekar veitt lyfjameðferð vegna hrumleika, sem gæti útskýrt aldursdreifinguna hjá mis- munandi meðferðarkostum. Sjúklingar í lífshættulegu ástandi eins og hjartabilunarlosti eða STEMI voru yfirleitt meðhöndlaðir með víkkun enda krefst ástand þeirra tafarlausrar meðferðar. Þetta er í samræmi við evrópskar meðferðarleiðbeiningar um sjúklinga með ST-hækkanir.15 Auk þess hafa sjúklingar í bráðu ástandi mikla áhættu á fylgikvillum eða dauða eftir hjáveituaðgerð.16,17 Sjúklingar með fyrri sögu um hjartadrep voru oftar meðhöndl- aðir með lyfjameðferð. Líklega endurspeglar það þá staðreynd að lítil gagnsemi er talin í að bæta blóðflæði til ólífvænlegs hjarta- vöðva, eða að ávinningur sjúklingsins af bættu blóðflæði var ekki talinn réttlæta áhættu af meðferðinni í ljósi undirliggjandi sjúk- dómsástands eða hrumleika. Sjúklingar með hjartabilun og fjöl- æðasjúkdóm hafa jafnan ábendingu fyrir hjáveituaðgerð ef þeir 49.2 23.4 27.3 50.3 17.2 32.5 54.0 18.4 27.6 59.7 12.5 27.8 61.8 17.0 21.2 63.4 17.7 18.9 67.7 12.5 19.8 72.5 11.6 15.9 72.1 11.1 16.8 77.7 10.6 11.7 72.0 10.9 17.1 0 25 50 75 100 125 150 175 200 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 Ár Fj öl di Meðferð PCI CABG Lyfjameðferð Mynd 4. Fjöldi kransæðamyndataka hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm og sykursýki árin 2010-2020 eftir meðferðarvali. Hlutfall meðferðar af heildarfjölda er merkt á stöpla. PCI=percutaneous coronary intervention (kransæðavíkkun). CABG=coronary artery bypass grafting (kransæðahjáveitu- aðgerð).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.