Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 51
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 371 ur svæðið mælum við okkur mót á Rosie O´Gradys á morgun eftir vinnu og ég lofa að láta félaga mína vita. Sjúkradeild kl. 03.40 Ég geng hægum, vélrænum skrefum eftir þröngum og illa lýstum gangi, í átt að legudeildinni, frá svefni til vöku, stjarf- ur á svip, uppvakningsaugun galopin. Herra Stankiewicz liggur á stofu 7 við gluggann. Hann fálmar út í loftið, tin- andi augun gljá af hitasótt. Hann umlar eitthvað sem dóttir hans segir að sé tómt rugl. Hlutverk hennar og annarra barna innflytjenda er að túlka fyrir foreldra sína þegar þeir veikjast. Deyr hann? spyr hún. Í svip hennar er ofið hreinskilni æskunnar og æðruleysi erfiðrar lífsbar- áttu kynslóðar fram af kynslóð í gamla landinu. Nei, ég held ekki, segi ég, en hann gerir það fyrr en síðar ef hann hætt- ir ekki að drekka. Ég velti mismunagrein- ingunni fyrir mér. Deleríum tremens kemur varla til greina, til þess er of stutt liðið frá síðasta bjór. Ég hallast helst að ásvelgingu. Að magainnihald hafi ratað ofan í lungu við blóðuppköstin og valdið lungnabólgu. Skömmu síðar staðfestir röntgenmynd grun minn því hvít slæða þekur hluta hægra lungans. Næstu dagar verða erfiðir þessum æðrulausa innflytj- anda. Í brekkunni framundan bíða áfeng- isfráhvarf, Wernickes-heilkenni, sýking og mögulega lifrarbilun og endurtekin blóðuppköst. Samt held ég að hann hafi þetta af. Ég veit ekki af hverju, hef það bara sterkt á tilfinningunni. En ef hann á að deyja, verður það vonandi ekki á minni vakt. Erfið sjúkratilfelli og dauðs- föll sínkhúða smám saman viðkvæma sál unglækna. Á þessu stigi er húðin á minni álíka þykk og líknarbelgur og ég er þegar kominn með eitt dauðsfall á vaktinni, takk fyrir. Nú er prestur mættur á staðinn. Ég dreg mig í hlé og tek til við að sinna öðr- um verkefnum. Að þeim loknum held ég áleiðis til svefnkompunnar. Út um glugga sé ég hvar sjúkrabíll kemur upp brekk- una í átt að spítalanum. Blá blikkljósin eru síðustu eldingar óveðursnætur. Á austurhimni bjarmar fyrir blóðugri slikju dagrenningar. Nokkrum dögum síðar heilsa ég upp á Stankiewicz. Hann situr við rúmið með næringu í æð og súrefni í nös. Dóttir hans er hjá honum og túlkar. Hann segist ekk- ert hafa játað fyrir prestinum og brosir. Þá veit ég að hann er hólpinn. Í bili að minnsta kosti. Hann er þakklátur fyrir umönnunina á spítalanum og hvað allir eru vinsamlegir við hann. Ég minni hann á að lifrin hafi borið vitni gegn honum og ekki talað neina tæpitungu. Hann er búinn að frétta það og er staðráðinn í að minnka bjórdrykkjuna og jafnvel hætta henni fyrir fullt og allt. Ég kveð hann með handabandi og óska honum góðs bata. Um haustið frétti ég að Bruno Stanki- ewicz væri allur. Dánarorsökin var lifrar- bilun. Rúmum 40 árum síðar minnist ég hans í hvert sinn sem ég nota Stanley- hamarinn minn og hallamálið. Ö L D U N G A D E I L D I N Sumarið 2022 Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð dagana 18. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Svartfugl heiðasel upp af Sjöundá fjalldrapi dreymandi lyng og Skorin eirir engu skuggar reika elskenda um gömul tún og tóftir girnd leitar afbrýði lög blind eilíf ást um rauðan sand þar rennur blóð úr ljóðabók Ferdinands Jónssonar Af djúpum straumi, – Veröld gaf út 2022. Ljóðið ætti að lesa hægt og skýrt upphátt, og helst við kjöraðstæður á Rauðasandi í V-Barðastrandarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.