Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 343 R A N N S Ó K N Umræða Þátttakendur Meðalaldur þátttakenda (N=73) í rannsókninni var 86,8 ár (± 5,7), fleiri konur (62%) en karlar tóku þátt, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir.22 Samsetning íbúa á báðum heimilum var sambærileg að flestu leyti, en hlutfallslega fleiri íbúar í aldurshópnum 90 ára og eldri bjuggu á heimili B. Munnheilsa íbúa á hjúkrunarheimilum Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þó tannleysi sé meðhöndlað með sérsmíðuðum tanngervum eins og heilgómasetti, komi slíkt ekki í staðinn fyrir eigin tennur. Notendur heilgóma upplifa sömu vandamálin og þeir sem eru með hæsta tannátustuð- ulinn (samanber tafla III) sem er skert tyggingarfærni, verri melting og ófullnægjandi mataræði. Tannlausir upplifa marktækt oftar að munnheilsan valdi þeim erfiðleikum við tyggingu og tal, óþægind- um við að matast, versnandi heilsufari og minni lífsánægju en þeir íbúar sem hafa tennur, í þessari rannsókn. Í Heilbrigðisáætlun til 2030 er lítið talað um tannheilsu aldr- aðra,23 en árið 2010 var stefnt á að yfir 50% fólks 65 ára og eldra hefði að minnsta kosti 20 tennur í samanbiti sem er talið vera ásættanlegt til að tyggja og tjá sig.24 Þessi markmið hafa ekki náðst í þessum hópi þar sem meðalfjöldi tanna eru 9 á hvern íbúa. Tann- leysi hjá 80 ára og eldri var 76%25 um aldamótin en hefur lækkað í 41% í þessari rannsókn. Það er mikilvægt að þekkja tengsl milli tannheilsu og almennr- ar heilsu ásamt tengslum tann- og munnheilsu við fæðuval og næringarástand aldraðra.12 Vannæring er algeng hjá eldra fólki, ástandið hefur áhrif á andlega og líkamlega færni einstaklings- ins.12 Heilsuvernd, munnhirða og aðgengi að þjónustu Öldrunarteymi heilbrigðisstofnana er ráðgefandi aðili um grein- ingu og meðferð aldraðra til starfsmanna sem sinna heilsuvernd. Hérlendis mæla öldrunar- og lyflæknar með að til viðbótar við heilsufarsskráningar í RAI-matstækið á hjúkrunarheimilum sé sérstaklega fylgst með tannheilsu, sjón og beinheilsu í heilsu- verndarskyni.26 Taka verður undir þessar ábendingar því fjöldi ómeðhöndlaðra munnkvilla (67%) er áhyggjuefni og sýnir þörfina á forvörnum og því að fylgst sé reglulega með munnheilsu íbúa, ekki síst þar sem þeir eru ólíklegir til að gera sér grein fyrir alvar- leika ástandsins sjálfir.20,26 Erlendar rannsóknir sýna að starfsfólk hjúkrunarheimila skort- ir formlega menntun og þjálfun16,27,28 til að takast á við verkefnið og Tafla IV. Samanburður á meðalskori° tenntra íbúa (n=43) og tannlausra með heilgómasett (n=30) meðaltal ± staðalfrávik, hlutfall (%). Lífsgæðakvarðar Klínísk staða Meðaltal/staðalfrávik p-gildi OHIP 49 Tennur, föst tanngervi, partura 31,9 ± 3,1 0,083 Heilgómasettb 40,2 ± 3,6 Færniskerðing Tennur, föst tanngervi, partur 8,7 ± 0,9 0,011 Heilgómasett 12,1 ± 1,0 Líkamleg óþægindi Tennur, föst tanngervi, partur 4,9 ± 0,6 0,118 Heilgómasett 6,5 ± 0,7 Sálræn óþægindi Tennur, föst tanngervi, partur 5,7 ± 0,6 0,022 Heilgómasett 3,7 ± 0,7 Líkamlegar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 6,8 ± 0,9 0,002 Heilgómasett 11,3 ± 1,1 Sálrænar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 2,4 ± 0,4 0,744 Heilgómasett 2,2 ± 0,5 Félagslegar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 1,4 ± 0,3 0,303 Heilgómasett 0,9 ± 0,3 Höft eða fötlun Tennur, föst tanngervi, partur 2,0 ± 0,4 0,027 Heilgómasett 3,5 ± 0,5 Skýringar: °Hópar skilgreindir eftir tanngervum bornir saman við viðmiðunarhóp án eigin tanna, leiðrétt var fyrir aldri og kyni. aEinstaklingar með eigin tennur, föst tanngervi (brýr, krónur) og/eða part studdan af eigin tönnum. bEinstaklingar sem tapað hafa eigin tönnum og nota heilgóm (gervitennur) í báðum kjálkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.