Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 23

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 343 R A N N S Ó K N Umræða Þátttakendur Meðalaldur þátttakenda (N=73) í rannsókninni var 86,8 ár (± 5,7), fleiri konur (62%) en karlar tóku þátt, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir.22 Samsetning íbúa á báðum heimilum var sambærileg að flestu leyti, en hlutfallslega fleiri íbúar í aldurshópnum 90 ára og eldri bjuggu á heimili B. Munnheilsa íbúa á hjúkrunarheimilum Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þó tannleysi sé meðhöndlað með sérsmíðuðum tanngervum eins og heilgómasetti, komi slíkt ekki í staðinn fyrir eigin tennur. Notendur heilgóma upplifa sömu vandamálin og þeir sem eru með hæsta tannátustuð- ulinn (samanber tafla III) sem er skert tyggingarfærni, verri melting og ófullnægjandi mataræði. Tannlausir upplifa marktækt oftar að munnheilsan valdi þeim erfiðleikum við tyggingu og tal, óþægind- um við að matast, versnandi heilsufari og minni lífsánægju en þeir íbúar sem hafa tennur, í þessari rannsókn. Í Heilbrigðisáætlun til 2030 er lítið talað um tannheilsu aldr- aðra,23 en árið 2010 var stefnt á að yfir 50% fólks 65 ára og eldra hefði að minnsta kosti 20 tennur í samanbiti sem er talið vera ásættanlegt til að tyggja og tjá sig.24 Þessi markmið hafa ekki náðst í þessum hópi þar sem meðalfjöldi tanna eru 9 á hvern íbúa. Tann- leysi hjá 80 ára og eldri var 76%25 um aldamótin en hefur lækkað í 41% í þessari rannsókn. Það er mikilvægt að þekkja tengsl milli tannheilsu og almennr- ar heilsu ásamt tengslum tann- og munnheilsu við fæðuval og næringarástand aldraðra.12 Vannæring er algeng hjá eldra fólki, ástandið hefur áhrif á andlega og líkamlega færni einstaklings- ins.12 Heilsuvernd, munnhirða og aðgengi að þjónustu Öldrunarteymi heilbrigðisstofnana er ráðgefandi aðili um grein- ingu og meðferð aldraðra til starfsmanna sem sinna heilsuvernd. Hérlendis mæla öldrunar- og lyflæknar með að til viðbótar við heilsufarsskráningar í RAI-matstækið á hjúkrunarheimilum sé sérstaklega fylgst með tannheilsu, sjón og beinheilsu í heilsu- verndarskyni.26 Taka verður undir þessar ábendingar því fjöldi ómeðhöndlaðra munnkvilla (67%) er áhyggjuefni og sýnir þörfina á forvörnum og því að fylgst sé reglulega með munnheilsu íbúa, ekki síst þar sem þeir eru ólíklegir til að gera sér grein fyrir alvar- leika ástandsins sjálfir.20,26 Erlendar rannsóknir sýna að starfsfólk hjúkrunarheimila skort- ir formlega menntun og þjálfun16,27,28 til að takast á við verkefnið og Tafla IV. Samanburður á meðalskori° tenntra íbúa (n=43) og tannlausra með heilgómasett (n=30) meðaltal ± staðalfrávik, hlutfall (%). Lífsgæðakvarðar Klínísk staða Meðaltal/staðalfrávik p-gildi OHIP 49 Tennur, föst tanngervi, partura 31,9 ± 3,1 0,083 Heilgómasettb 40,2 ± 3,6 Færniskerðing Tennur, föst tanngervi, partur 8,7 ± 0,9 0,011 Heilgómasett 12,1 ± 1,0 Líkamleg óþægindi Tennur, föst tanngervi, partur 4,9 ± 0,6 0,118 Heilgómasett 6,5 ± 0,7 Sálræn óþægindi Tennur, föst tanngervi, partur 5,7 ± 0,6 0,022 Heilgómasett 3,7 ± 0,7 Líkamlegar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 6,8 ± 0,9 0,002 Heilgómasett 11,3 ± 1,1 Sálrænar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 2,4 ± 0,4 0,744 Heilgómasett 2,2 ± 0,5 Félagslegar hömlur Tennur, föst tanngervi, partur 1,4 ± 0,3 0,303 Heilgómasett 0,9 ± 0,3 Höft eða fötlun Tennur, föst tanngervi, partur 2,0 ± 0,4 0,027 Heilgómasett 3,5 ± 0,5 Skýringar: °Hópar skilgreindir eftir tanngervum bornir saman við viðmiðunarhóp án eigin tanna, leiðrétt var fyrir aldri og kyni. aEinstaklingar með eigin tennur, föst tanngervi (brýr, krónur) og/eða part studdan af eigin tönnum. bEinstaklingar sem tapað hafa eigin tönnum og nota heilgóm (gervitennur) í báðum kjálkum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.