Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 12
332 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N ábendingar kransæðaþræðinga voru sjúklingar með NSTEMI (non-ST-elevation myocardial infarction) sameinaðir sjúklingum með óstöðuga hjartaöng. Ástæðan er sú að NSTEMI-flokkurinn í gagna- grunninum var búinn til árið 2013 og flokkun þessara sjúklinga því ekki sambærileg öll ár rannsóknartímabilsins. Upplýsingar um dánardaga sjúklinga voru fengnar frá Hag- stofu Íslands og miðaðist eftirlit við 29. apríl 2021. Miðgildi eftir- fylgnitíma var 4,7 ár (fjórðungsbil 2,6-7,6) hjá víkkunarhópi en 6,5 ár (fjórðungsbil 3,9-8,9) hjá hjáveituhópi. Tölfræði var unnin í forritinu R, útgáfu 4.0.4 (R Foundation for Statistical Computing, 2021). Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Talnabreytur voru sýndar sem meðaltöl með staðal- fráviki eða miðgildi með fjórðungsbili, en flokkabreytur sem fjöldi með tiltekið gildi ásamt hlutfalli í prósentum. Tengsl meðferðar- kosta við aðrar breytur voru metin með tilgátuprófum: einhliða fervikagreiningar (one-way analysis of variance, ANOVA) hjá talna- breytum, kí-kvaðrat próf hjá flokkabreytum og Bartletts próf til að kanna mun á aldursdreifingu sjúklinga með tilliti til meðferðar. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og lifunarkúrv- ur hópa bornar saman með log-rank-prófi. Gerð var Cox-aðhvarfs- greining þar sem leiðrétt var fyrir breytum sem voru marktækt breytilegar á milli víkkunar- og hjáveituhóps: aldur, hjarta- bilunarlost, fyrri saga um hjáveituaðgerð, frábending fyrir hjáveitu- aðgerð og dreifing sjúkdóms. Breyturnar sem voru notaðar upp- fylltu skilyrði um hlutfallslega áhættu. Niðurstöður Á árunum 2010-2020 voru alls gerðar 18.649 kransæðamyndatökur með þræðingu. Rannsóknarþýðið samanstóð af 1485 sjúklingum með sykursýki en kransæðamyndatökurnar voru hins vegar 1905 talsins þar sem hluti sjúklinga fór oftar en einu sinni í kransæða- myndatöku á rannsóknartímabilinu (mynd 1). Hlutfall sjúklinga með insúlínháða sykursýki var 30,0% en sú sundurliðun var þó Tafla 1. Samanburður bakgrunnsþátta og sjúkdómsástands milli meðferðarhópa. PCI (n=1230) CABG (n=274) Lyfjameðferð (n=401) p-gildi Aldur (ár) 66,4 ± 10,7 67,6 ± 9,7 68,4 ± 9,3 <0,001 Kvenkyn 291 (23,7) 54 (19,7) 70 (17,5) 0,022 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 30,8 ± 5,6 30,6 ± 5,1 31,4 ± 14,1 0,318 Reykingara 0,028 Reykir 227 (18,5) 47 (17,2) 53 (13,2) Áður reykt 687 (55,9) 149 (54,4) 260 (64,8) Insúlínb 362 (29,4) 71 (25,9) 139 (34,7) 0,047 Meðhöndlaður háþrýstingurc 1026 (83,4) 232 (84,7) 354 (88,3) 0,127 Blóðfitulækkandi lyfd 936 (76,1) 213 (77,7) 353 (88,0) <0,001 Skert nýrnastarfsemie 250 (22,2) 56 (21,1) 99 (25,4) 0,348 Hjartabilunarlostf 44 (4,3) 3 (1,3) 5 (1,7) <0,001 Saga um hjartadrepg 292 (23,7) 49 (17,9) 137 (34,2) <0,001 Saga um PCIh 357 (29,0) 51 (18,6) 154 (38,4) <0,001 Saga um CABG 180 (14,6) 6 (2,2) 148 (36,9) <0,001 Annars konar frábending fyrir CABGi 56 (4,6) 0 (0,0) 6 (1,5) <0,001 Ábending fyrir kransæðamyndatöku <0,001 STEMI 192 (15,6) 5 (1,8) 5 (1,2) NSTEMI/óstöðug hjartaöng 606 (49,3) 130 (47,4) 155 (38,7) Stöðug hjartaöng 373 (30,3) 93 (33,9) 175 (43,6) Lokusjúkdómar 10 (0,8) 28 (10,2) 5 (1,2) Annað 49 (4,0) 18 (6,6) 61 (15,2) Gildi eru gefin upp sem meðaltöl ± staðalfrávik eða fjöldi (%). PCI=percutaneous coronary intervention. CABG=coronary artery bypass grafting. STEMI=ST-myocardial infarction. NSTEMI=non-ST-myocardial infarction. aUpplýsingar um reykingar vantaði hjá 33 sjúklingum, binsúlín hjá 25 sjúklingum, cmeðhöndlaðan háþrýsting hjá 14 sjúklingum og dblóðfitulækkandi lyf hjá 25 sjúklingum. eGaukulsíunarhraði var reiknaður með Cockcroft-Gault-jöfnunni en gaukulsíunarhraði sem var <60 mL/mín var skilgreindur sem skert nýrnastarfsemi.13 fHjartabilunarlost var skilgreint sem flokkur 4 í Killip-flokkunarkerfi og upplýsingar um það vantaði hjá 21 sjúklingum. gUpplýsingar um sögu um hjartadrep vantaði hjá 159 sjúklingum, hsögu um PCI hjá tveimur sjúklingum og iannars konar frábendingu fyrir CABG hjá 84 sjúklingum. P-gildi voru reiknuð með einhliða fervikagreiningu (analysis of variance, ANOVA) hjá talnabreytum en kí-kvaðrat prófi (chi-squared test) hjá flokkabreytum. P-gildið sýnir þó einungis hvort munur sé á milli einhverra af meðferðarhópnum þremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.