Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 339 R A N N S Ó K N tunga, gómar og varir eru mikilvægir þættir til tjáningar. Með hækkandi aldri minnkar munnvatnsframleiðsla af náttúrulegum völdum,9 og auk þess getur lyfjameðferð vegna langvarandi sjúk- dóma eða samverkun lyfja einnig orsakað munnþurrk,7,10 sem er slæmt fyrir tannheilsu og næringarástand.11,12 Hägglund og félagar sýndu fram á að kyngingarörðugleikar og slæm munnheilsa eru óháðir áhættuþættir sem tengjast dauðsföll- um meðal aldraðra sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkr- unarheimili. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er mælt með því að meta reglulega munnheilsu og kyngingu í allri umönnun.13 Erlendar rannsóknir sýna að sterk fylgni er á milli umönnunar- þarfar íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum og versnandi tann- og munnheilsu.10 Fjölveikir búa oft við lélega munnheilsu14 og tak- markað aðgengi að tannlæknisþjónustu8 eða eiga erfitt með að sækja slíka þjónustu utan heimilis vegna hrumleika.2 Munnhirðu íbúa er oft ábótavant, ekki eingöngu vegna minni sjálfsbjargar,2,7 heldur er munnheilsuvernd ekki forgangsraðað í skipulagðri um- önnun.10 Munnhirðu er ekki sinnt sem skyldi15 eða jafnvel sleppt vegna manneklu16 og tímaskorts.17 Þróun tannsjúkdóma má fyrst og fremst rekja til mataræðis11 og ónógrar munnhirðu. Langvarandi sýkingar í munni geta valdið vannæringu,18 haft áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, leitt til skammtíma blóðsmits eða ásvelgslungnabólgu ef bakteríur berast í öndunarfærin.19,20 Til að hægja á versnandi tann- og munnheilsu og stighækkandi umönnunarþörf síðustu æviárin er mikilvægt að skipuleggja einstaklingsbundna munnheilsuvernd út frá þekkingu á forvörn- um svo hægt sé að bæta eða viðhalda núverandi munnheilsu til æviloka.8 Þetta er fyrsta rannsókn hérlendis sem metur klíníska munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og því grunnur að lausna- miðuðum breytingum í þjónustu til að viðhalda eða bæta munn- heilsu aldraðra. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn, þátttakendur (N= 82) voru valdir með þægindaúrtaki úr hópi íbúa (67 ára og eldri) sem bjuggu á tveimur af fjórum stærstu (n=471) dvalar- og hjúkr- unarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö heimili vildu ekki taka þátt í rannsókninni. Heimilin sem tóku þátt voru rekin af sama rekstraraðila og buðu upp á sambærilegan aðbúnað og þjónustu fyrir íbúana. Ekki var boðið upp á þjónustu tannlækna á þessum heimilum. Rannsóknin fékk leyfi Vísindasiðanefndar og var tilkynnt til Persónunefndar. Úrtak Fyrirhuguð rannsókn var kynnt á vettvangi fyrir starfsfólki og íbúum og bréfleiðis fyrir aðstandendum. Mögulegir þátttakendur í rannsókninni voru íbúar með fasta búsetu á hjúkrunarheimilinu sem gátu gefið upplýst samþykki, höfðu áhuga, færni og heilsu til þess að taka þátt án þess að þurfa aðstoð starfsfólks til þess. Undanskildir voru íbúar með heilabilun og rúmbundnir. Endan- legt úrtak samanstóð af íbúum sem yfirhjúkrunarfræðingar mátu að uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Aðferðir Tannlæknir framkvæmdi klíníska skoðun og skráði niðurstöður á eyðublaðið Oral Health Survey (OHS-listinn) ásamt klínískum tannsmið sem sá síðar um gagnasöfnun (viðtal) meðal þátttakenda með lífsgæðakvarðanum Oral Health Impact Profile (OHIP-49) hjá þeim sem óskuðu eftir því. Að öðrum kosti fylltu þátttakendur sjálfir út lífsgæðakvarðann á eigin vegum og skiluðu til rannsak- enda þegar þeir voru skoðaðir af tannlækni. OHS-listinn er notaður á alþjóðavísu til að fylgjast með breytingum á alvarleika tannsjúkdóma, faraldsfræðilegri þróun tann- og munnsjúkdóma eða þörf fyrir forvarnir eða aðgerðir til að viðhalda góðri munnheilsu. Skoðun á munnheilsu Á heimili A var sett upp skoðunarherbergi með stillanlegum stól fyrir þátttakendur og íbúar á heimili B voru skoðaðir í herbergjum sínum í stillanlegu rafmagnsrúmi. Notuð voru skoðunargleraugu með (2,8 x) stækkun og ljósi (ExamVisionTM), fjölnota munnspeglar (KERR TM ), einnota penslar (3M ESPE TM), persónuhlífar, plastglös og pappírsbakkar, spritt og sótthreinsiefni (Micro 10+ TM Unident). Ef þátttakandi var með tannátu var borið flúorlakk 22600 ppm (Duraphat TM) á meðferðarsvæðið. Lífsgæðakvarði Notaður var þýddur, staðfærður og forprófaður lífsgæðakvarði OHIP 4921 sem byggir á þeirri hugmyndafræði Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar að flokka afleiðingar sjúkdóma stighækkandi, eft- ir því hversu alvarleg áhrif þeir hafa á einstaklinginn. Með því að nota hann samhliða faraldsfræðilegum rannsóknum á munn- og tannsjúkdómum getur kvarðinn veitt upplýsingar um sjúkdóms- byrði í þýði og hversu skilvirk heilbrigðisþjónusta er að draga úr sjúkdómsbyrðinni. Kvarðinn inniheldur 49 spurningar og mælist innra réttmæti hátt (Cronbachs Alpha 0,936), hann spannar 7 svið með 5-9 spurn- ingum: 1) Færniskerðing, 2) Líkamleg óþægindi, 3) Sálræn óþægindi, 4) Líkamlegar hömlur, 5) Sálrænar hömlur, 6) Félagsleg skerðing og 7) Höft eða fötlun.21 Til viðbótar voru spurningar um bakgrunn þátttakenda (kyn, aldur, menntun, búsetutíma á heim- ili, nýtingu tannlæknisþjónustu og fleira). Munnheilsa, tanngervi og lífsgæði Tannátustuðull var skráður sem Decayed, Missed and Filled Teeth (DMFT) á OHS-listanum og er mæling á fjölda skemmdra, fylltra eða tapaðra tanna hjá einstaklingi. Skráðar voru upplýsingar um 28 tannsæti, talningu fjögurra endajaxla var sleppt, þar sem ekki var hægt að staðfesta uppkomu þeirra eða hvort þeir hefðu tapast af öðrum orsökum. Tannátustuðull 0 þýðir að einstaklingurinn hafi allar 28 skimaðar tennurnar til staðar og að þær séu heilar, en DMFT 14 þýðir að jafnmargar tennur séu heilar og þær sem eru skemmdar, fylltar eða tapaðar. Klínískar breytur voru kóðaðar til að skoða hvort tengsl væru á milli tannheilsu og lífsgæða eftir: A) tegund tanngerva (1=tennur, 2=tennur og partar, 3=heilgómar, B) þörf fyrir meðferð hjá tann- lækni (1=já, 2=nei) og C) lengd búsetu íbúa á hjúkrunarheimilinu (1=<1 ár, 2= ≥1 ár).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.