Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 331 R A N N S Ó K N Gagnsemi kransæðavíkkunar og kransæðahjáveituaðgerðar hjá sjúklingum með sykursýki hefur verið könnuð í fjölda rann- sókna. Flestar þeirra benda til þess að fyrir sykursjúka með fjöl- æða kransæðasjúkdóm og án frábendinga sem takmarka með- ferðarval sé langtímaávinningur af kransæðahjáveituaðgerð held ur meiri en af kransæðavíkkun, sérstaklega ef sjúklingar eru einnig hjartabilaðir.8-12 Almennt eru meiri líkur á því að sjúklingur þurfi fleiri kransæðavíkkanir síðar á ævinni eftir PCI en CABG, en þó verður að hafa í huga að fýsilegra er að endurvíkka kransæðar sjúklinga sem áður hafa verið víkkaðar en græðlinga hjáveitusjúk- linga sem hafa lokast. Í ráðleggingum Evrópsku hjartasamtakanna (The European Society of Cardiology, ESC) er meðal annars tekið mið af fyrrnefndum rannsóknum og svokölluðu SYNTAX-skori, sem stigar alvarleika og dreifingu sjúkdómsins. Samkvæmt ráð- leggingunum ætti í flestum tilfellum að ræða meðferðarkosti flóknari sjúklinga á hjartateymisfundum þar sem ákvörðun ætti að byggjast á undirliggjandi sjúkdómum og ástandi sjúklings auk dreifingar kransæðasjúkdóms. Einnig er lögð áhersla á að upplýsa sjúklinga svo þeir geti tekið þátt í meðferðarvali. Sjúklinga sem eru einkennalitlir og með einfaldan kransæðasjúkdóm ætti að meðhöndla með lyfjameðferð.6 Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig meðferð kransæðasjúkdóms var háttað hér á landi hjá sykursjúkum á árun- um 2010-2020. Skoðaðir voru áhrifaþættir meðferðarvals, hvort meðferðarval hefði breyst og langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýðgrunduð gagnarannsókn. Áður en rannsókn hófst lágu fyrir tilskilin leyfi frá Vísindasiðanefnd (19-183-V1) og vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala. Rannsóknarþýðið innihélt sjúklinga með þekkta sykursýki og kransæðasjúkdóm greindan í kransæðamyndatöku á árunum 2010-2020 á Íslandi. Gagna var aflað úr gagnagrunni hjartaþræðingadeildar Land- spítala sem tengdur er sænska SCAAR/SWEDEHEART -gagna- grunninum. Hann geymir upplýsingar sem skráðar voru í rauntíma um bakgrunnsþætti sjúklinga, niðurstöður krans æða- þræð inga og -víkkana og hvaða meðferð var beitt. Skráðar voru breytur eins og aldur, kyn og líkamsþyngdarstuð- ull, og upplýsingar um áhættuþætti kransæðasjúkdóms. Áhættu- þættirnir sykursýki og reykingar voru skráðir samkvæmt upplýs- ingum frá sjúklingum. Ekki var gerður greinarmunur á sykursýki 1 og 2 en tekið fram hvort sjúklingur notaði insúlín. Auk þess var notkun háþrýstings- og blóðfitulækkandi lyfja skráð. Upplýsingar um s-kreatínín og hvort sjúklingur hefði verið í hjartabilunarlosti (cardiogenic shock) þegar þræðing var framkvæmd voru skráðar, en lostástand var metið með Killip-flokkun. Gaukulsíunarhraði var reiknaður með Cockcroft-Gault-jöfnunni út frá s-kreatíníngildi, þyngd, aldri og kyni og skert nýrnastarfsemi skilgreind sem gaukulsíunarhraði <60 mL/mín.13 Miðað var við síðustu s-kreatínín- mælingu sem tekin var fyrir kransæðamyndatöku. Ábending fyr- ir kransæðamyndatöku var skráð ásamt fyrri sögu um hjartadrep, kransæðavíkkun eða kransæðahjáveituaðgerð. Jafnframt var út- breiðsla kransæðasjúkdóms á kransæðamyndatöku skráð, sem og hvaða meðferð var beitt í kjölfarið. Val á meðferð var í höndum þræðingarlæknis sem ráðfærði sig eftir þörfum við hjartateymi, en valið var einnig gert í samráði við sjúkling. Frábending fyrir hjáveituaðgerð var skráð en þá var sjúkingur ekki talinn skurð- tækur af hjartateymi út frá fyrri sögu og öðrum áhættuþáttum. Sjúklingar voru síðan skráðir með enga frábendingu, sögu um hjáveituaðgerð eða annars konar frábendingu (til dæmis hrumleika, svæsinn lungnasjúkdóm eða nýrnabilun). Einnig var kannað í gegnum hvaða slagæð þræðingin var gerð, hvort notuð voru lyfjahúðuð stoðnet við víkkun og hvort gerð var innanæðar- ómskoðun (intravascular ultrasound, IVUS) eða flæðismæling (instantaneous wave-free ratio, iFR, eða fractional flow reserve, FFR) til að meta hvort þrengsli væru marktæk eða flæðishamlandi. Sjúklingunum var skipt í þrjá meðferðarflokka: kransæðavíkk- un, kransæðahjáveituaðgerð og lyfjameðferð eingöngu. Varðandi Kransæðamyndatökur á Íslandi 2010-2020 (n=18.649) Útilokaðir (n=16.744) • Ekki með sykursýki (n=15.732) • Ekki með kransæðasjúkdóm (n=856) • Hjartastopp án STEMI (n=22) • Rangar meðferðarskráningar (n=32) • Kransæðamyndatökur sama sjúklings innan 3 mánaða frá fyrstu (n=102) Kransæðavíkkun (n=1230) Kransæðahjáveituaðgerð (n=274) Lyfjameðferð (n=401) Kransæðamyndatökur hjá sjúklingum með sykursýki og kransæðasjúkdóm (n=1905) Útilokaðir fyrir lifunargreiningu (n=419) • Hjartastopp með STEMI (n=20) • Lyfjameðferð eingöngu (n=399) Lifunargreining (n=1486) Kransæðavíkkun (n=1213) Kransæðahjáveitu- aðgerð (n=273) Mynd 1. Flæðiritið sýnir hvernig rannsóknarþýði var fundið. STEMI=ST-elevation myocardial infarction. PCI=percutaneous coronary intervention (kransæðavíkkun). CABG=coronary artery bypass grafting (kransæðahjáveituaðgerð). Eingöngu var rannsökuð lifun sjúklinga sem fóru í CABG eða PCI en ekki þeirra sem fengu lyfjameðferð eingöngu eða komu á sjúkrahús eftir hjartastopp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.