Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 18

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 18
338 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Lífaldur íslensku þjóðarinnar hefur hækkað og eru meðallífslíkur Íslendinga með því hæsta sem gerist í heiminum (82,5 ár). Í aldurs- hópnum 70 ára og eldri eru 8,3% íbúar í hjúkrunar- og dvalarrým- um samkvæmt Hagstofu Íslands, þessi hópur er fjölveikur og lifir við langvinna sjúkdóma, skerta færni og hefur takmarkaða sjálfs- björg.1,2 Meðalaldur íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum hefur farið hækkandi síðustu ár og er um 84,7 ár,3 samhliða hefur heilsufar þeirra versnað og eins árs lifun nýfluttra lækkað úr 73,4% í 66,5%.4 Meirihluti íbúa er með heilabilunarsjúkdóma (39%) eða Alzheimer (29%)5 en heilabilaðir eru útsettari fyrir verri munn- heilsu en heilsuhraustari íbúar. 6 Minnisglöp, sjónskerðing og skert hreyfigeta geta valdið öldr- uðum vandkvæðum við venjubundin verk eins og daglega munn- og tannhirðu.2 Öldrun getur aukið hættu á munnkvillum og stefnt munnheilbrigði í voða,7,8 en sjúkdómsbyrði munnkvilla er tengd við slæmt heilsufar að mati aldraðra, verri andlega líðan og aukna dánartíðni.1 Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk á hjúkr- unarheimilum sé vel meðvitað um mikilvægi góðrar munnheilsu. Munnurinn er fyrsta stig meltingar, með góðri tann- og munn- heilsu og eðlilegum styrk í munni er hægt að nærast betur. Mikil- vægt er að kynging sé virk í fæðuinntöku auk þess sem tennur, Aðalheiður Svana Sigurðardóttir1 lýðheilsufræðingur Ólöf Guðný Geirsdóttir2 næringarfræðingur Inga B. Árnadóttir1 tannlæknir Alfons Ramel2 næringarfræðingur 1Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, adalhsvana@hi.is Á G R I P TILGANGUR Erlendar rannsóknir benda til þess að munnheilsa íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum sé slæm, munnkvillar séu algengir og að íbúar þurfi á tannlækningum að halda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ástand munnheilsu íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila hér á landi og skoða tengsl hennar við líðan og lífsgæði þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Íbúum (N=82) á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík var boðin þátttaka í þessari lýsandi þversniðsrannsókn. Munnheilsa íbúa var skoðuð á vettvangi og þátttakendur svöruðu spurningalista sem mat neikvæð áhrif slæmrar munnheilsu á lífsgæði. NIÐURSTÖÐUR Alls luku 89% (N=73) rannsókninni, meðalaldur var 86,8 ár (sf=5,7, spönn 73-100 ár). Þriðjungur íbúa var með eigin tennur og sambærilegur fjöldi var með tennur og lausa parta, en 41,5% íbúa voru alfarið tannlausir. Klínísk skoðun á munnheilsu sýndi að hátt hlutfall íbúa (67%) var með ómeðhöndlaða munnkvilla. Íbúar með verstu munnheilsuna upplifðu að hún hefði marktækt neikvæðari áhrif á lífsgæði (p=0,014), færniskerðingu (p=0,002) og líkamleg óþægindi (p=0,000) en þeir sem voru betur tenntir í þessari rannsókn. Helstu vandamál vegna slæmrar munnheilsu tengdust tyggingargetu og erfiðleikum við að matast sem hafði áhrif á fæðuval og getur leitt til ófullnægjandi mataræðis. ÁLYKTANIR Endurskoða þarf þjónustuúrræði á hjúkrunarheimilum og tryggja að starfsfólk hafi sértæka þekkingu á vandamálum tengdum munnheilsu, sem kunna að hrjá íbúa. Samstillt átak opinberra aðila og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að tryggja úrræði við hæfi á hjúkrunarheimilum þegar kemur að því að viðhalda einstaklingsbundinni munnheilsu íbúa og tengdum lífsgæðum ævina á enda. Munnkvillar aldraðra algengir á hjúkrunarheimilum, þörf fyrir breytingar á heilbrigðisþjónustu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.