Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.2022, Blaðsíða 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 329 R I T S T J Ó R N A R G R E I N The Herbal Garden of Nes Lilja Sigrún Jónsdóttir MD General Practitioner, Clinical lecturer of the Primary Care of the Capital area In the editorial board of Læknablaðið Urtagarðurinn í Nesi Í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi liggja rætur opin- berrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi, frá árinu 1763. Nesstofa hýsti fyrsta landlækninn, Bjarna Pálsson, og Björn Jónsson, fyrsta lyfjafræðinginn og apótek- arann. Þeir nýttu þekkingu þess tíma úr náttúruvís- indum og sóttu virk efni til lækninga í náttúruna, þar sem þeirra var von. Björn kom upp garði sunnan við Nesstofu til ræktunar lækningajurta í samræmi við kröfur lagðar á hann eins og aðra lyfsala með fyrstu lyfjaskránni sem kom út í Danmörku, Pharmacopoea Danica 1772. Birni bar að eiga jurtir til að framleiða 640 lyf, flest úr jurtum eða jurtaafurðum. Hann stóð fyrir ræktunartilraunum, meðal annars á korni og trjám, brautryðjandi á því sviði hér á landi. Á upp- hafsárum Bjarna Pálssonar í starfi sem landlæknir var meginverkefnið að forða skortsjúkdómum með leiðsögn um neyslu ferskmetis og hvatningu til nytja á ýmsum jurtum. Árið 2010 var stofnað til Urtagarðsins í Nesi til minningar um Bjarna, Björn og Hans Georg Schier- beck landlækni. Það var vegna þeirra tímamóta að 250 ár voru þá liðin frá skipan Bjarna Pálssonar í embætti landlæknis og 125 ár frá því Hans Georg Schierbeck stóð að stofnun Garðyrkjufélags Ís- lands. Samstarfsaðilar um garðinn voru upphaf- lega Garðyrkjufélag Íslands, Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Lyfjafræðifélag Íslands, Lækn- ingaminjasafnið, Lyfjafræðisafnið og Seltjarnarnes- bær. Þegar Lækningaminjasafnið var lagt niður tók Þjóðminjasafnið við sem samstarfsaðili. Urtagarður- inn í Nesi hefur alla tíð notið stuðnings frá Lyfja- fræðisafninu, enda hefur þar verið reglubundin starfsemi og margir gestir fengið leiðsögn í Urta- garðinn þaðan á starfstímanum. Haustið 2021 var afhjúpaður minnisvarði um Björn Jónsson lyfsala og apótekara í Urtagarðinum í Nesi. Tímasetningin tengdist lokaprófi Björns í lyfja- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla í desember 1771 og að þann 18. mars 2022 voru 250 ár liðin frá skipun hans í embætti lyfsala í Nesi. Verkið er bautasteinn úr grágrýti sem sóttur var í Seltjarnarnesvör og Guð- rún Indriðadóttir lyfjafræðingur sá um hönnun og útfærslu. Plöntusýningin í Urtagarðinum hefur þróast í tímans rás. Fyrst var svokölluð tilgátusýning á 128 plöntum sem talið var líklegt að Björn Jónsson hefði ræktað, út frá þekkingu þess tíma. Síðar var fléttuð við hana sýning á klausturjurtum sem heimildir fundust um ræktun á, við rannsóknir á klaustrum hér á landi. Stór hluti þeirra var þegar í plöntusýn- ingunni.1 Þriðja viðbót var byggð á sagnfræðirann- sóknum um ræktun Björns sem byggðu bæði á rann- sóknum í skjalasöfnum í Kaupmannahöfn og rýni á bréfaskiptum Björns við Hannes Finnsson biskup.2 Þeim sem heimsækja garðinn í sumar gefst færi á að sjá tvær sérlega fágætar plöntur. Annars vegar villiepli, ræktað af fræi fengnu frá Þrándheimi sem er eins skylt og næst komist verður því sem fannst á Skriðuklaustri við fornleifauppgröft. Hins vegar Vossahvönn, sem er sérstakt yrki hvannar með þykkveggja eða jafnvel gegnheilum stilk sem gerði hana áður fyrr eftirsóknarverða sem matjurt. Hún er viðkvæm í ræktun en er viðhaldið í dag í Voss á Hörðalandi í Noregi. Einnig gefst tæki- færi til að spreyta sig á plöntugreiningu á átta plöntum í sýningarreit. Þær eru ekki merktar með nafni heldur er fólk hvatt til að finna sambærilegar plöntur annars staðar í garðinum og þar má finna nöfn- in. Tilvalið verkefni fyrir grasafræðinga framtíðarinnar. Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frumkvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tækifæri til umræðu um náttúruna, vísinda- lega vinnu og þróun þekkingar. Það er við hæfi að beina sjónum að sögu sam- starfs lækna og lyfjafræðinga hér á landi, nú að loknu átaki vegna kórónaveirufaraldursins. Þróun þekkingar hefur verið mikil en enn eru þó í notkun lyfin Digitalis (úr Fingurbjargarblóminu), Colchicine (úr Haustlilju) og lyf unnin úr ópíum (úr Valmúa) sem þekkt voru fyrir 250 árum og eru öll í garðinum. Urtagarðurinn í Nesi er mikilvæg tenging lækna við sögulegan stað og við getum hugsað til þeirra félaga þegar við heimsækjum Nesið og Urtagarðinn í sum- ar. doi 10.17992/lbl.2022.0708.698 Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frumkvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tækifæri til umræðu um náttúruna, vísindalega vinnu og þróun þekkingar Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilislæknir, klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, í ritstjórn Læknablaðsins lilja.sigrun.jonsdottir@heilsugaeslan.is alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI A4/MOTTA TOPPHILLA L-STANDUR Heimildir 1. Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA. Icelandic Medieval Monastic Garden – Did it Exist? Scand J History 2014; 39: 560-79. 2. Guðmundsdóttir JÞ. Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar. Saga 2014; 52: 9-41.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.