Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 9

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 9
Langá í Staðardal Texti og myndir: Róbert Schmidt í utanverðum Súgandafirði er fallegur dalur sem nefnist Staðardalur. Þar eru jarðirnar Bær og Staður. Langá rennur úr Vatnadal um landareign Bæjar og einnig Þverá úr Sunddal. Langá er aðeins 5,7 km að lengd en undanfarin ár hefur veiðst þar nokkuð af laxi. Áin er að mestum hluta í eigu ábúenda á Bæ. Veiðifélag hefur nú verið stofnað um ána og veiðidagar seldir yfir sumartímann. Aðeins ein stöng er leyfð á dag og tveir og hálfur dagur seldir í einu. Sumarið 2006 veiddust rúmlega 60 laxar úr ánni að sögn Karls Guðmundssonar á Bæ Á efra svæði árinnar er að finna fínar bleikjur og sjóbirting. í vatninu fyrir innan hraunið í Vatnadal eru staðbundnar bleikjur og hafa menn sett þar í 3-5 punda þleikjur bæði á flugu og spón. Fróðir menn segja að þar leynist mun stærri bleikjur. Þessi kyrrláti dalur er gróðursæll og lognið í Súgandafirði einstakt. Frá Suðureyri er aðeins hálftíma gangur fyrir fjallið Spilli og inn að Bæ þar sem Langá rennur. Eigi menn leið um'Vestfirði er tilvalið að skella sér gegnum Vestfjarðargöngin til Súgandafjarðar og út í Staðardal til að veiða lax. Karl Guðmundsson bóndi í Bæ sér um sölu veiðileyfa. Yfirlýsing frá formanni SVFR í greinargerð sem stjórn SVFR sendi frá sér varðandi netauppkaup á Hvítár/Ölfusársvæði og birtist í síðasta Veiðimanni var ritað að formaður Landssambands veiðifélaga hafi beitt sér gegn netauppkaupunum frá fyrstu tíð. Þetta er rangt og er mér sem formanni SVFR skylt að leiðrétta það hér með. Vil ég biðja Óðin Sigþórsson formann Landssambands veiðifélaga afsökunar á þessari ásökun. Okkur getur greint á um hin ýmsu málefni og haft mismunandi skoðanir en fullyrðing þessi er ekki rétt. Með kveðju Guðmundur Stefán Maríasson Formaður SVFR 11 '08 9

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.