Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Qupperneq 16
ÓLAFSFJARÐARÁ
í þykkum tvídjakka með slaufu um hálsinn. Að vísu hefur hann
látið blankskóna víkja fyrir klofstígvélum og hefur brugðið
veiðivesti yfir jakkann. Skeggið er vandlega snyrt og hann
horfir góðlátlega á vin sinn sem stendur sperrtur á bakkanum
eins og haukur sem vokir yfir bráð.
Teal & Black
„Er það satt að þú veiðir bara á Teal & Black?" spyr ég Kristinn
þegar hann opnar fluguboxið til að velja flugu að hnýta á
tauminn.
„Já, yfirleitt hef ég bara notað hana og oftast hefur það
verið þannig að ef hún gefur ekki þá er ómögulegt að veiða á
nokkuð annað," svarar hann og þræðir tauminn í gegnum
augað á einni svartri.„Að vísu hefur Guðmundur verið að ota
að mér einhverju nýmóðins dóti í seinni tíð og stundum hefur
það gefið. En ég kann ekkert á púpurnar," bætir hann við.
Guðmundur Ármann hafði sagt mér söguna um Teal &
Black. Að Kristinn hafi byrjað að nota hana á sjöunda áratugn-
um og hún hafi alltaf gefið fisk. Til hvers þá að flækja málin
með því að nota eitthvað annað?
Þeir eru báðir listmálarar og ég veit að
Guðmundur Ármann er með vatnslitina
í skottinu. Hann hefur þá alltaf með sér
í veiðiferðir en Kristinn lætur líklega
nægja að túlka áhrifin á léreftið þegar
heimerkomið.
Þeir hafa veitt saman í Ólafsfjarðará,
einn dag á sumri, í röskan áratug. Á
margan hátt eru þessir menn algjörar
andstæður en þó svo undarlega líkir. Ég
er kominn með þeim einn dýrlegan
júlídag í Ólafsfjörðinn til að fylgjast með
þeim veiða, spjalla um lífið og tilveruna,
upplifa með þeim náttúruna og reyna
að ráða í það úr hverju vinátta þeirra
sem veiða saman er gerð. Hver veit
nema ég fái líka kaffi og kleinur þegar
stund gefst milli stríða.
Tvídjakki og slaufa
Bleikjan kom seinna í gamla daga, segir
Kristinn þegar við stígum út úr bílnum í
brakandi morgunblíðunni við Þjófvaðs-
hyl á neðra svæðinu. Það er einn af eft-
irlætisveiðistöðum þeirra félaga og
geymir oft ógrynni af fiski. Ég teygi úr
mér á slóðanum sem liggur niður að
ánni og þykist strax sjá hreyfingu á
vatnsborðinu þar sem áin breiðir úr sér
í miklum hyl. Þó getur það varla verið
því við höfum frétt að lítið sem ekkert
hafi fengist í ánni síðustu daga. Það
kom góð gusa af bleikju upp í ána um
miðjan júlí en síðan ekki söguna meir.
Kannski var þetta bara vindgustur sem
gáraði vatnið, kannski auga hring-
iðunnar sem straumurinn myndar í hylnum. Hér er ekki aug-
Ijóst hvert vatnið rennur og líklega erfitt að geta sér til um það
hvernig fiskurinn snýr í vatninu.
Þegar ég segi Guðmundi að ég þykist hafa séð fisk þá segir
hann að það geti mjög vel verið, réttir mér stöngina sína og
spyr hvort ég vilji ekki byrja. Nei, svara ég með semingi en finn
að mig klæjar í puttana. Ég er bara hingað kominn til að
fylgjast með ykkur og læra kannski aðeins á ána. Guðmundur
lætur það gott heita, enda sjálfur eflaust orðinn spenntur að
kasta fyrir lónbúann.
Hann læðist að hylnum og sveiflar mjúkri Daiwa-stönginni
ótt og títt. Kristinn fylgist með tilburðunum og brosir ofurlítið
í gegnum skeggið. Líklega skynjar hann eftirvæntinguna sem
hríslast um félagann.
„Ég veiddi fyrst hérna upp úr 1962 en þá þýddi ekkert að
byrja fyrr en um eða upp úr verslunarmannahelginni," segir
hann.
Ég virði fyrir mér þennan kankvísa veiðimann og hugsa
með mér að kannski hafi lítið breyst síðan 1962. Ég veit að í þá
daga veiddu menn gjarnan í sjakket með hálstau og jafnvel á
blankskónum. Kristinn er klæddur eins og breskur aðalsmaður,
Ólafsfjarðará er þeim
félögum yfírleitt gjöful og
veðrið leikur við hvurn
sinn fingur. Kristinn G.
Jóhannsson kætist yfir
góðum Jeng. Myndilfr.var
tekinfyrir fáeinum áruhri.
16
11 '08