Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 20

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 20
Þessi stórlax mældist 103 sentimetrar. Veiðimaðurinn var Guðmundur V. Guðmundsson. FLEIRI STÓRLAXAR ÚR LAXÁ í AÐALDAL / Ijúníhefti Veiðimannsins 2006 birtist listi yfir veidda stór- laxa á íslandi. Hinum kunna veiðimanni Ólafi Stefánssyni á Akureyri fannst vanta talsvert upp á að listinn væri tæmandi sérstak- lega varðandi stóra laxa sem veiðst hafa í Laxá í Aðaldal. Ólaf- ur tók sig því til og sendi Veiðimanninum lista yfir laxa 30 pund og yfir sem hann veit til að hafi veiðst í Laxá. Þess má geta að nú hefur verið veitt og sleppt í Aðaldal- num í þrjú ár og binda menn miklar vonir við að sú ráðstöfun verði til að bjarga rómuðum stórlaxastofni Drottningarinnar. Til mikils er að vinna að þessir höfðingjar fari aftur að sýna sig í ánni. Reyndar vilja menn meina að slíkir fiskar syndi enn upp ána sína og sjáist á hverju sumri. Hins vegar hefur ekki veiðst slíkur fiskur í Laxá síðan 1974 þegar Kolbeinn Jóhannsson fékk 30 punda fisk á spón á Breiðunni neðan Æðarfossa. 20 11'08

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.