Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 33

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 33
ÆVINTYRI FLUGUVEIÐIMANNSINS VORVEIÐI Á ENDIMÖRKUM HINS MÖGULEGA TEXTI OG MYNDIR: BJARNI BRYNJÓLFSSON / Eg stend á steini milli tveggja risastórra ísjaka og kasta á vatnsflauminn í Herhyl neðsta stað í ánni Litza. Þetta er enginn smáræðis dammur. Tvær stangir á sitt hvorum bakka. Af og til sýna laxar sig. Það eru heldur engir smáræðis drellar. Enginn er hins vegar nýr en það eru fiskarnir sem við erum að leita að. Þessi stóru, brjáluðu silfurtundurskeyti sem ganga snemma. Með jöfnu millibili fýllist dammurinn af stórum ísflekum sem rekur niður ána Við erum á Kólaskaga í lok maí. Áin er við frostmark. Á morgnana er hitastig vatnsins -0.8 C. Þegar við flugum með þyrlunni hingað til að veiða árnar Kharlovka og Litza var Kólaskaginn eins og opin frystikista yfir að líta. Snjór yfir öllu og ís á ám og vötnum. Útlitið er hins vegar betra núna. Síðustu daga hafa árnar verið að hreinsa sig. Læmingjarnir eru komnir á stjá, óbrigðult merki þess að vorið sé á næsta leiti. Undir birkihríslunum eru ótal spor í snjónum eftir þessa litlu og kviku vorboða sem eru að vakna af vetrardvalanum. Ernir svífa yfir til að hremma þá. Snjórinn lætur óðum undan síga og vatnið hækkar í ánum. Þetta er laxveiði á endimörkum hins mögulega. VORVEIÐI Á KÓLASKAGA Guðjón Árnason með stærsta flskinn íferðinni, 23 punda spikfeita og nýgengna hrygnu sem veiddist í Fossinum í Kharlovka. Við erum komnir hingað til að opna árnar Kharlovka og Litza. Til að byrja með leit út fyrir að við myndum lenda í veiði- veislu ársins þar sem veturinn hafði verið óvenju mildur á skaganum. Þær vonir urðu að engu þegar eitt harðasta vor- hret um árabil æddi yfir. Allt í einu var komTnn fimbulvetur á ný með allt að sautján stiga frosti og blindhríð. Skaginn fraus á ný eins og hendi væri veifað. Breyttist í hraðfrystihús Guðs á sólarhring. Peter Power sem stýrir Verndarsvæði Atlantshafs- laxins í þremur ám á þessu svæði, Kharlovka, Litza og Rynda bauð endurgreiðslu. Við gátum hætt við ef við vildum. Eftir stuttan fund heima hjá Hilmari Hanssyni kom hins vegar í Ijós að enginn af okkur íslendingunum vildi láta þetta ævintýri sér úrgreipum ganga. Sögur voru sagðar. Fyrir tveimur árum höfðu tveir Bretar lent í vorhreti þarna. Komu að ánni óveiðandi. Allir ákváðu að hætta við nema þeir sem létu sig hafa harðindin og opnuðu ána. Síðustu tvo dagana var komið skaplegt veður og þeir röðuðu inn 30 pundurum. Við ákváðum því að halda okkar striki og fara. Og viti menn, Bretarnir tveir sem voru með okk- ur í hollinu ætluðu líka að mæta. Kannski sömu jaxlarnir og höfðu lent í ævintýrinu um árið? Flogið er til Stokkhólms og þaðan til Murmansk þegar menn halda til veiða á verndarsvæðinu. Við lentum í Mur- mansk um hádegisbil, flugum úr 20 stiga hita og sól í Stokk- hólmi í 4 gráður á Kólaskaganum. Þegar vélin seig niður úr skýjaþykkninu beindust allra augu að aðstæðum á jörðu niðri. Var allt á kafi í snjó? Nei, þetta leit ekki svo illa út. Bjartsýni veiðimannsins eru lítil takmörk sett. Flugstöðin í Murmansk er lítið ævintýri út af fyrir sig. Samt hefur hún breyst talsvert síðan ég kom þangað fyrst fyrir fjór- um árum. Áður gat verið martröð að fara þarna í gegn. Vegabréfaskoðun tók að minnsta kosti korter á mann þótt allir væru með áritanir og því var um að gera að vera fyrstur inn úr 32 ,,m 11 '08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.