Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 52

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 52
Vörðuflói er einhver frægasti veiðistaður Laxár. (flóanum er oftast ógrynni af silungi og getur hann verið um allan flóann. Hér stendur veiðimaður Hofsstaðaeyjarmegin en flóinn er einnig veiddur úr Brettingsstaðalandi. Best er að veiða ofarlega í flóanum, en þar næst neðan til þar sem ganga tvö nef fram í flóann. Af þeim er ágætt að veiða. Svo má vaða fram þar sem sprettur lind fram úr bakk- anum, ofanvert við flóann og þá allangt út. Stundum er þetta bússutækt, en stundum þarf vöðlur, og kemur þá veiðimaður fram á eyri í miðjum flóanum og er ekki nema tæplega hnédýpi á henni. Eftir þessari eyri má síðan fara hátt á annað hundrað metra um ofanverðan flóann og veiða á báðar hendur. Þar er skemmtilegt að vera, en talsverður hluti aflans er fremur smár silungur. Þá komum við í Geldingatóftarflóann. Hér gildir það sama og fyrr var frá sagt, að væni silungurinn heldur sig uppi í strengjunum innan um stórgrýtið. Festuhætta er minni þegar veitt er úr eynni. Smærri silungurinn fæst svo neðar í flóanum. Hér með höfum við gengið milli veiðistaðanna á austan- verðri Hofsstaðaey, og lægi nú beint við að halda leiðsög- unni áfram upp með eynni að vestanverðu. í reyndinni munu veiðimenn ganga þessa mjóu ey þvers og krus við veiðarnar. Þannig kynni leiðsögnin þó að verða býsna flókin, og kýs leiðsögumaður því að hverfa aftur suður og upp með ánni og ganga nú ofan og norður eyna að vestanverðu. Þá byr- jum við að veiða suður á Gafli, sem er efsti veiðistaður eyjarinnar og framúrskarandi skemmtilegur veiðistaður. Þar eru nokkrir hólmar fyrir ofan og þægilegt að vaða í tvo þá næstu. Hér vatnar ekki nema í hné ef stiklað er á steinum, en eins gott að stíga ekki niður á milli þeirra. Vaði maður suður þessi brot að austari hólmanum má kasta á báða bóga upp á brotið, að hinum hólmanum þar sem oft er góð fengsvon, og jöfnum höndum austur í Pollinn sem svo er nefndur. Einnig má veiða vestan við Gafl niður að fossi. Úr vestari hólmanum má líka veiða, en ekki er sá staður jafngóður hinum, sem kenndir eru við Gafl. Frá fossinum sem fyrr er nefndur vestan undir Gafli er ekki veiðandi sökum straumólgu fyrr en ofan undir endan- um á Hafursey. Þar heitir Stangarhald, góður veiðistaður með stórum fiskum, en misjafnlega feitum. Veiðistaðir eru beggja vegna í Hafursey en viðsjált að vaða í hana fyrir þá sem ekki eru því fastari á fótum. Niður með Hafurseynni eru vik í Hofsstaðey þar sem fá má bröndu á stangli, en tæpast ráð að eyða þar löngum tíma. Neðan við Hafursey - á móts við Ferjustaðinn austan á eynni - er mjög góður veiðistaður, að mestu strengir og silungurinn oftast vænn. Hér nær veiðistaðurinn ofan að Langhólma, en kringum hann er ekki veiði. í strengjunum og vikunum hér neðan við má að vísu slíta upp fisk og fisk, en héðan skundum við eigi að síður með eftirvæntingu ofan að þúfunni við strengina ofanvert við Vörðuflóa. Þúfan er auðþekkt af sjálfri sér á tiltölulega sléttri flöt þarna á árbakkanum. Hér er einhver vinsælasti veiðistaður Hofsstaðaeyjar, m.a. sökum þess hversu silungurinn er vænn. Kastað er á tiltölulega straumþunga strengi þar sem fiskarnir liggja í vari við steina og klapparhryggi. Frá Þúfunni er sam- felldur veiðistaður allar götur norður í Vörðuflóa og síðan allan Vörðuflóann á enda. Bestur veiðistaður er þó í flóanum ofantil þar sem í hann fellur úr strengjunum milli klappa og flúða, andspænis steinunum, en að þeim víkur síðar. Vörðuflóinn er dægraviðfangsefni veiðimanns, og allt ofan frá fyrrgreindri Þúfu og ofan á flóabrot má reyna hvers konar flugur, frá smæstu púpu og þurrflugu upp í stærstu straum- flugur með góðum árangri. Einmitt hér er staðurinn til að sannreyna, að silungsveiðimaðurinn má alls ekki setja traust sitt á kennisetningar, eða munnmæli, heldur verður að beita skynseminni, sé hún honum nærtæk. Þá er þess að geta, að vaða má frá hólmanum við flóabotninn upp eftir flóanum og upp að vörðunni sem flóinn dregur nafn sitt af. Þetta er grjóthryggur í miðri á, þó öllu nær vesturlandinu, og af hon- um má veiða til beggja handa. Einkum er þetta gott í bjart- viðri þegar sól er hnigin til vesturs og silungurinn leitar í skuggann undir brekkunni. Að því atriði verður vikið í göng- unniumBrettingsstaðalandið.Ávörðunniergrunnt,envöðlur þarf oftast til þess að vaða á hana úr hólmanum og botn er ekki sléttur. Annars staðar ætti ekki að vaða á Vörðuflóa. Til glöggvunar má geta þess að vegalengd frá Þúfunni góðu að upphafi Vörðuflóa er h.u.b. tvö hundruð metrar. Miklu víðar má fá veiði í Hofsstaðaey en á þeim stöðum, sem hér hafa verið nafngreindir, en þeir verða þó að nægja um sinn. 52 iro8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.