Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 54
VEIÐISTAÐALÝSING ^
III.HLUTI
VEIÐISVÆÐIN í LAXÁRDAL
Brettingsstaðir
Nú erum við ekki lengur í Skútustaðahreppi því landa-
merkjagirðingin milli Helluvaðs og Brettingsstaða erá hreppa-
mörkunum. Hér erum við sem sagt komin formlega í Laxárdal,
en hann er í Reykdælahreppi. Mývatnssveit höfum við þó ekki
kvatt með öllu, því þaðan er hægast að rækja tvö efstu veiði-
svæði Laxdæla, en um þau göngum við að tilvísan frændanna
Agnars Tómassonar og Hákonar Jónssonar, sem báðir ólust
upp á Brettingsstöðum og styðjumst jafnframt við skrá, sem
Konráð Erlendsson gerði um örnefni á Brettingsstöðum, en
hann var móðurbróðir Hákonar.
Brettingsstaðir eru eyðibýli, bæjarhúsin fallin fyrir löngu,
en ofarlega í hlíðinni, og þó fjarri gömlu bæjarrústunum,
stendur sumarhús landeigenda, sem allir munu með ein-
hverjum hætti vera venslamenn síðustu ábúendanna. Við
ökum moldarslóð talsvert niðurgrafna, heim undir þetta
sumarhús og framhjá því og síðan beygjum við til hægri og
fylgjum greinilegum hjólförum ofan hjallann og skiljum bílinn
eftir á brekkubrúninni ofan syðsta veiðistaðarins.
Áður en við setjum saman stöngina skulum við íhuga
breytinguna sem orðin er á hegðun árinnar og lífríki hennar
frá því gangan hófst við Mývatnsósa.
Sem fyrr segir eru hornsíli verulegur hluti af átu silungsins
á svæðunum næst upptökum Laxár í Mývatni. Þar gefast því
býsna vel stórar straumflugur í hornsílalíki. Eftir því sem norðar
dregur og neðar með ánni fækkar hornsílunum. AgnarTómas-
son segist ekki hafa heyrt þess getið að hornsíli hafi fundist í
silungsmaga neðan við Helluvað. Urriðinn tekur straumflugur
um alla ána, en í Brettingsstaðaveiðunum, Hofsstaðaey og þar
fyrir neðan er okkur best að treysta öllu meir á dökkar flugur
nr. 6 - 8 og þaðan af smærri og gildir einu hvort þær eru hnýtt-
ar á laxa- eða silungsöngla. Púpur í líkingu við mýflugulirfur-
nar, og kastað upp í strauminn, gefa dágóða raun við réttar
aðstæður og frést hefur um ágæta þurrfluguveiði á þessum
slóðum. Athyglisverð er frásögn Agnars af því hversu troðnir
silungsmagarnir eru stundum á vorin af vatnakuðungum, en
hver kýs séragn við hæfi.
Syðsti og efsti veiðistaður Brettingsstaða er í Strengjunum
andspænis og ofanhalt við Þúfuna nafntoguðu í Hofsstaðaey.
Hér gengur hlíðin nær hvarvetna brött að ánni, kjarri vaxin allt
að vatnsborði að kalla, þröngt og óþénugt fyrir bakkast og
óvíða meiri þörf fyrir langar stengur með níðþungri línu og
kunnáttu til að veltikasta.
Hér í Strengjunum og eins í Vörðuflóanum fyrir neðan,
leitar silungurinn oft í skuggann undir hlíðinni í bjartviðri
þegar sól er gengin til vesturs.
Sjálfur hef ég ekki kastað á Strengina og Vörðuflóann
Brettingsstaðamegin og veldur þar um hversu örðug hún er
kjarri vaxin brekkan hinum einfætta. Aftur á móti hef ég séð úr
Hofsstaðaey tilburði þess manns, sem ég ætla að sé einna
klókastur veiðimaður við Laxá, Jóhannesar Kristjánssonar frá
Akureyri; hvernig hann stóð að veiðinni: Hann kastaði með
fíber-tvíhendu, að því er mér virtist, með fremur sökkhraðri
línu, stuttum köstum, stóð oftast á að giska fimm til sex metra
uppi í brekkunni, hreyfði sig hægt og fumlaust, skákaði í
öruggu skjóli þess að hann bar ekki við himin og varpaði ekki
neinum skugga á ána. Hann sá býsna vel silungana í skugga-
num, þótt þeir yrðu hans hreint ekki varir þar sem hann bar í
gróna hlíðina. Þarna rótfiskaði Jóhannes í forsælunni meðan
ég mátti þakka fyrir lítinn feng í sólskininu handan ár í
Hofsstaðaey.
Ég hef enn ekki komið því í verk að þakka honum persónu-
lega fyrir þá fágætu skemmtun að fylgjast með öguðu og
framúrskarandi fengsælu framferði veiðimanns, sem kann að
snúa erfiðum aðstæðum sér í hag. Á því síðdegi minnir mig að
aðdáunin hafi borið af öfund minni.
Og svo loks, áður en lengra er haldið: Þegar veitt er undan
þessari bröttu hlíð þá má það teljast til nauðsynja að hafa með
sér poka, sem hengja mætti á grein, því hvergi má leggja frá
sér silung svo ekki sé hætta á því að hann hrapi aftur í ána. Það
vita þeir best, sem reynt hafa.
Hákon Jónsson segir að Strengirnir byrji þar sem "straum-
gretturnar"fara af ánni. Þar má byrja að veiða. Hér hafa tíðum
gefist uppgrip af silungi. Sveitungar utar í Laxárdal sóttu hér
oft til veiða, og Páll á Halldórsstöðum leigði hér veiði handa
enskum og skoskum veiðimönnum, en það voru sem kunnugt
er breskir stangveiðimenn sem kenndu Laxdælum að veiða á
flugu. Við einn þessara ágætu útlendu veiðimanna er kennt
örnefni á þessum slóðum, Dádingssteinn, sem að verður
vikið síðar.
Agnar skiptir Strengjunum í tvo hluta. Syðristrengir byrja
sem sagt undan "straumgrettunum" frá viki í bakkanum og
steini, sem brýtur á úti í miðri á suðvestur af Þúfunni góðu í
eynni. Þeim lýkur norðan við næsta nef, en þar taka við Ytri-
strengir allt norður í Vörðuflóa.
Vörðuflói er talinn byrja við svonefndan Brókarklett í
Hofsstaðaey og heitir þar Brókarvík við bakkann. Andspænis
54
11 '08