Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 58

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 58
Djúpidráttur er nafntogaður veiðistaður í Laxárdal. Djúpidrátturog Pollnesáll Skammt norðan fyrrgreindrar girðingar er flúð í ánni og veiði sunnan við hana. Norðan flúðarinnar tekur við Djúpidráttur, nafntogaður veiðistaður og gjöfull eftir því allar götur norður að Víði. Sunnan til eru dálitlar grynningar og þarf að vaða. Albesti veiðistaðurinn er niður af nefinu suðvestur af Víði. Þar þarflítiðað vaða. Veiði er á nokkrum stöðum í kvíslinni milli Þverárhólma og lands, en grynningar á milli. Austan við hólmana eru góðir veiðistaðir beint á móti Bárnavík, sem síðar verður greind og norður af skeri, sem er yst austan við hólmana. Hér snögg- dýpkar áin og er best að vaða grynningarnar og kasta fram í halliðofan við dýpið. Þá vöðum við sem sagt aftur í land úr Þverárhólmum og leggjum leið okkar í Pollnesið, en svo heitir landið norðan hólmanna, og er þá næsti veiðistaður við Pollnestá. Hér lig- gur áll með landinu, Pollnesáll, ekki ýkja breiður og fremur grunnur, en oft ágæt veiði í honum. Grynnstur er állinn sunn- an til, en silungurinn liggur hér oft á hnédjúpu vatni og þaðan af grynnra. Hér skyldu menn hemja vaðlöngun sína, að styggja ekki fiskinn og ennfremur kastgleðina að kasta ekki flugunni austur yfir álinn og fram á grynningarnar. Þó er gott að standa við hæfi í ánni fremur en að kasta af háum bakka- num þar sem veiðimann ber við himin, en fiskarnir býsna fráneygir í álnum í nokkurra metra fjarlægð. Norðan við Pollnestána mætast tveir álar nokkuð langt fram í ánni svo ekki nærtil þeirra af bakkanum. Þargetur veiði, en áin er ströng þarna og illt að vaða. Skammt frá er svo Kreppuvík, sem ekki er merkt á kortinu. Við bakkann í víkinni og svo norður frá henni er stundum silungur. Við brotið sem þarna myndast er góður veiðistaður en þarf að vaða dálítið til þess að kasta. Slæðan svonefnda byrjar við girðingu, sem gengur fram að ánni og nær austur að brotinu. Margur veiðimaðurinn glaðnar á svipinn þegar hann heyrirSlæðuna nefnda. Merkin milli Þverár og Halldórsstaða eru um grjótgarð þar sem hraunið gengur fram í ána og getur ekki meiriháttar veiðistaðar milli Slæðunnarog landamerkja utan smápoll við bakkann skammt norðan víkurinnar rétt neðan Nafarvaðs, sem merkterá kortinu. Halldórsstaðir Hér erum við sem sagt komin í land Halldórsstaða og þá fyrst talsvert undirlendi, hrauni kringt og heitir Kringla. Þar norður með bökkunum eru víða smápollar með silungi. fvíkinni þarsem merkturerá kortinu Háahraunsbakki,og þá komið yfir allmargar girðingar frá Halldórsstöðum, þar tekur við svæði, sem ýmist er kallað Sláttur eða Engið hans Villa, og má heita samfelldur veiðistaður af háum bakka allar götur norður undir Halldórsstaðahólma, en ofanvert við þá grynnist áin svo vaða þarf fram að álnum, sem beygir hér til austursofanviðhólmann.OfanvertviðHalldórsstaðahólmann og með austurbakka hans er ágætur veiðistaður og best að vaða fyrst fram af dulitlu nefi sunnanvert á hólmanum, er Sauðatangi nefnist, kasta þaðan þvert til austurs og láta flug- una svima við bakkann. Síðan er best að kasta af sjálfum 58 //'08

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.