Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 62
GUÐMUNDUR STEFÁN
HEPPINN Á
SUNNUDÖGUM
Guðmundur Stefán Maríasson var endurkjörinn formaður SVFR
á síðasta aðalfundi félagsins. Hann hefur setið í stjórn þess í fimm ár og ræðir hér
helstu málin sem brenna á félaginu á erfiðum tímum.
Bjarni Brynjólfsson: Hvernig er staða SVFR í þessum
erfiðleikum sem nú blasa við í þjóðfélaginu?
Guðmundur Stefán Maríasson: Félagið er fjárhagslega
sterkt en óvissan er mikil. Framtíð þess veltur því mikið á því
að samkomulag náist við veiðifélög um að verðlag verði rétt.
Veiðileyfi hafa hækkað geysilega mikið undanfarin ár, sérstak-
lega vegna verðbóta í vaxandi verðbólgu. Nú þarf að leita
jafnvægis í verðum. Hins vegar liggur innri styrkur félagsins í
félagsmönnunum. Við treystum því að félagsmenn haldi
áfram að kaupa veiðileyfi og standi með sínu félagi gegnum
þykkt og þunnt.
Ástandið er vissulega ótryggt. Kaupendur að dýrustu veiði-
leyfunum hafa dottið út allir á einu bretti. Það liggur Ijóst
fyrir.
BB: Er félagið að endurskoða sína samninga við veiðiréttar-
eigendur?
GSM: Við höfum átt samræður við nokkur veiðifélög um
það hvað hægt sé að gera. Viðræður við önnur félög standa
fyrir dyrum. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta auðvit-
að um sameiginlega hagsmuni veiðiréttaeigenda og veiði-
leyfasala þegar til lengri tíma er litið. Félagið hefur látið veiði-
félög njóta góðæris undanfarinna ára. Þannig höfum við haft
frumkvæði að endurskoðun samninga til hækkunar þegar
aðstæður hafa leyft. Þetta auðveldar okkur breytingar á
samningum nú þegar vá er fyrir dyrum.
BB: Þannig að það er borð fyrir báru í samningunum?
GSM: Ja, núna erum við í þeirri óþægilegu stöðu að þurfa
að leita til þeirra um lækkun. Við vonum að þetta góða
samband skili sér í því að báðir aðilar geti unað við sitt og
samkomulag náist.
BB: Nú hefur þú setið sem formaður í heilt ár. Þú tókst við
góðu búi. Hafðir þú ákveðið að gera einhverjar áherslubreyt-
ingar á starfsemi félagsins áður en kreppan reið yfir?
GSM: Þetta eru undarlegir tímar. í staðinn fyrir að byrja árið
í blússandi sókn þurfum við að hefja ákveðið varnarstarf til að
vernda hagsmuni félagsins. Áherslan í dag er fyrst og fremst á
það að verjast stórum skakkaföllum í rekstri félagsins sem
gætu duniðyfir efekkertværi að gert.
BB: Mikið hefur verið rætt um stóran samning félagsins um
urriðasvæði Laxár í S-Þingeyjarsýslu. Hefur þessi samningur
mikla áhættu í för með sér fyrir félagið?
GSM: Þegar svæðið var boðið út átti félagið þriðja hæsta
tilboðið í það. Við vorum mjög ánægðir þegar tilboðinu var
tekið. Við litum svo á að tilboðið væri bindandi. Það hefur
alltaf verið stefna SVFR að standa við gerða samninga. Við
gerðum tilboðið að vel athuguðu máli og töldum ekki mikla
áhættu fólgna í því. Þá getum við komið að aðalatriðinu. Gjör-
breyttar ytri aðstæður hafa breytt grundvelli tilboðsins.
Það má því vissulega segja að samningurinn sé mun áhættu-
samari nú en áður. Það er erfitt að fá fram breytingar eins og
frystingu vísitölu eða lækkun þegar samningur hefur nýlega
verið undirritaður.
BB: Urriðasvæðið í Laxá hefur verið höfuðvígi íslenskra
silungsveiðimanna um áratugaskeið. Fá gamlir viðskiptavinir
fyrri veiðileyfasala einhvern forgang?
GSM: Að sjálfsögðu. Við höfum alltaf sagt að þeir sem hafa
veitt þarna muni hafa forgang að svæðinu. Það er mikilvægt
fyrir svæðið að það haldi sínum viðskiptavinum. Hins vegar er
allt verðlag í uppnámi. Frá því að verð veiðileyfa var ákveðið
fyrir árið 2008 og þar til veiði hefst 2009 má gera ráð fyrir að
vísitala verðlags hafi hækkað um allt að 30 af hundraði. Það
þýðir einfaldlega að veiðileyfi sem kostuðu 18,000 krónur
ættu að kosta 24,000 krónur árið 2009. Þá er ekki tekið tillit til
hækkunar sem útboð á veiðisvæðunum felur í sér. Okkar
samningar eru verðtryggðir en við munum reyna eins og
kostur er að halda verði niðri. Það hefur alltaf verið markmið
félagsins.
Við vitum ekki hvaða áhrif atvinnuleysi, lækkun launa og
minnkandi kaupmáttur okkar félagsmanna hefur á kaup
IIV 8