Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 65

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 65
GUÐMUNDUR STEFÁN „Það er líka rökrétt að efnahagsþrengingar muni þrýsta á að„rétt" verð myndist á ný en nú má búast við því að það verði lægra en „rétta" verðið var." GSM: Uppkaup á netalögnum er einhver besta friðunar- aðgerð sem gerð er fyrir stórlaxinn. Félagið mun að sjálfsögðu halda áfram sinni stefnu varðandi uppkaup á netalögnum og mun reyna að fá fleiri aðila með í þetta. Því miður hafa aðrir veiðileyfasalar á svæðinu ekki séð sér fært að taka þátt í neta- uppkaupunum nema í örfáum undantekningartilvikum. I því sambandi má sérstaklega nefna Stangaveiðifélag Selfoss sem tók þá ákvörðun að leggja netaskatt á hverja selda stöng á svæðum félagsins. Stefnan hefur reyndar alltaf verið sú að Veiðifélag Árnesinga taki þetta yfir og sátt verði um málið á svæðinu öllu. Það verður að ríkja sátt um málið annars fellur það um sjálft sig. í sjálfu sér er það ekki hlutverk félagsins að standa í friðunaraðgerðum. Það ætti fyrst og fremst að vera mál veiðiréttareigenda, sem er treyst fyrir því að varðveita auðlindina, að standa vörð um hana og rækta hana. BB: Heitar umræður hafa verið um fluguveiði og maðkveiði á spjallsíðum félagsins. Margir eru óánægðir með að flugu- veiðimönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum veiðimönn- um.Hvarstendurþú? GSM: Einsog ég sagði áðan erég ekki mótfallinn maðkveiði og veiði sjálfur á maðk ef það er leyft og aðstæður bjóða upp á slíkt agn. Hins vegar nota ég flugu þar sem hún á við og er alveg sáttur við það að veiða í ám þar sem einungis fluguveiði erleyfð. BB: Eitthvað sem þú vilt segja við félagsmenn að lokum? GSM: Það er mikilvægt nú að félagsmenn standi saman um sitt félag og hætti ekki að veiða en sríöí sér stakk eftir vexti bæði hvað verð og dagafjölda varðar. Ég vil hvetja alla félagsmenn til að standa vörð um félagið sitt á erfiðum tímum og að þeir kaupi veiðileyfi af því fyrir þær krónur sem eru aflögu. Ég er alls ekki að agnúast út í það að verslað sé við aðra veiðileyfasala sem bjóða veiði í íslenskum ám. Mérfinnst hins vegar - meðan þetta efnahagsástand varir - röng skilaboð þegar íslendingar birta af sér myndir frá stórveiði með stór- laxa úr dýrum ám í útlöndum, allt greitt í dýrmætum gjaldeyri. Kaupum veiðileyfi á íslandi á næsta ári. Það er nægilegt framboð af ódýrum veiðileyfum í fögru umhverfi innan vébanda félagsins. Það er ómetanlegt að eiga kost á því að efna í nýjar veiðisögur á hverju sumri og bæta í reynslubankann. En það er ekki alltaf veisla í veiðinni og væntingar mismunandi. Varðandi væntingar þá dettur mér alltaf í hug fyrsti laxinn sem ég fékk á svæði IV í Stóru-Laxá. Ég var þarna í þriðja sinn, dolfallinn af náttúrfegurðinni og laxlaus í þriðja sinn. Svo álpaðist loks lax á og ég landaði þokkalegum smálaxi. Er ég hafði gengið frá honum settist ég á stein og fór að hugsa: „Skyldi þetta verða til þess að ég fari að gera kröfu um að fá alltaf lax þegar ég kem í Stóru-Laxá?" Ég þurfti ekki að hugsa lengi áður en ég svaraði sjálfum mér. „Nei, það er fráleitt, hingað kem ég aftur og aftur, alveg sama hvort veiðist eða ekki." Það er nefnilega ekki sjálfgefið að fá lax en við eigum engu að síður að njóta þess munaðar að vera úti í fallegri náttúru með fjölskyldu eða góðum vinum þótt veiðin sé takmörkuð. II'08 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.