Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 66
Vötn íVeiðikortinu 2009
1 Arnarvatn á Melrakkasléttu
2 Baulárvallavatn á Snæfellsnesi
3 Haugatjarnir í Skriðdal
4 Haukadalsvatn í Haukadal í Dalabyggð
SVTH
SVFR-FRÉTTIR
Veiðikortið 2009
Veiðikortið er nú að hefja sitt fimmta starfsár
Veiðikortið er frábær valkostur fyrir silungsveiðimenn.
Veiðikortinu hefur verið vel tekið af veiðimönnum enda
stórkostlegtaðhafameðVeiðikortinunánastótakmarkaðan
aðgang að meira en 30 veiðivötnum fyrir aðeins 6.000
krónur - félagsmenn í SVFR fá Veiðikortið með 20% afslætti
eða á 4.800 krónur.
Frábærar undirtektir veiðimanna hafa þýtt að tekist he-
fur jafnt og þétt að auka framboð spennandi veiðivatna in-
nan Veiðikortsins. Nýjast viðbótin er Meðalfellsvatn í Kjós
sem kom inn sl. sumar.
Handhafar Veiðikortsins geta veitt nær ótakmarkað í
vötnum víða um landið og tjaldað endurgjaldslaust við
mörg þeirra. Veiðikortið er stílað á nafn og gildir fyrir ko-
rthafann og börnyngri en 14 ára ífylgd með honum.
í bæklingi sem fylgir hverju Veiðikorti eru lýsingar á
veiðisvæðunum, reglur um umgengni og veiðihætti, kort
og myndir. Sjá nánari upplýsingar á vef Veiðikortsins www.
veidikortid.is. Þar eru meðal annars upplýsingar á ensku
fyrir erlenda áhugamenn um veiðiskap.
Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um veiðisvæðin
og skilja hvorki eftir sig rusl né önnur óæskileg ummerki.
Veiðikortið 2009 er hægt að kaupa á www.veidikortid.is,
á næstu Nl-stöð og í veiðivöruverslunum. Félagsmenn í
SVFR geta pantað kortið samhliða umsókn um önnur veiði-
leyfi í janúar næstkomandi, á skrifstofu félagsins eða á www.
svfr.is.
5 Hítarvatn á Mýrum
6 Hópið í Húnavatnssýslu
7 Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu
8 Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi
9 Hraunsfjörður á Snæfellsnesi
10 Kleifarvatn á Reykjanesskaga
11 Kleifarvatn í Breiðdal
1 2 Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
13 Langavatn í Borgarbyggð
14 Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu
15 Meðalfellsvatn í Kjós
16 Mjóavatn í Breiðdal
1 7 Skriðuvatn í Skriðdal
18 Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði
19 Svínavatn í Húnavatnssýslu
20 Syðradalsvatn við Bolungavík
21 Sænautavatn á Jökuldalsheiði
22 Urriðavatn við Egilsstaði
23 Úlfljótsvatn - Vesturbakkinn
24 Vatnasvæði Selár - Ölvesvatn á Skaga
25 Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði í Barðastrandasýslu
26 Vífilsstaðavatn í Garðabæ
27 Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur
28 Þingvallavatn - þjóðgarður
29 Þórisstaðavatn í Svínadal
30 Þveit í Hornafirði
31 Æðarvatn á Melrakkasléttu
66
IIV8
Ljósmynd úrsafni SVFR.