Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 21

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 21
Garðabær. fjölbreytilega útiveru sumar sem vetur. Aldrei verður þó hjá því komist að móta hluta þessara svæða fyrir ákveðna notkun, eins og t.d. íþróttasvæði, stofnanalóðir, leiksvæði og skrúðgarða, en það eykur líka nauðsynlegan fjölbreytileika. Þeir sem vinna að skipulagi og hönnun útivistarsvæða hafa það ómeðvitað að meginmarkmiði með vinnu sinni að gera góðu daga sumarsins betri, þessa tiltölulega fáu og yfirleitt svölu sólskinsdaga, þegar herslumuninn vantar á að maður geti gengið um í stuttbuxum og hlýrabol. Við gerum hvað við getum til að hækka hitastigið um nokkrar gráður og minnka vindhraðann um einhverja hnúta. í þeim tilgangi sköpum við rými, t.d. með hjálp gróðurs og landslagsforma, sem snúa móti sól og undan vindi. En sumarið er stutt og veturinn langur. Það er þvíekki síður mikilvægt að vinna út frá þeim forsendum sem vetrinum fylgja, eins og t.d. skammdegi, snjór, krap, frost/þíða og skafrenningur. Vetrarnot af útivistarsvæðum. Notkunargildi opins svæðis er ekki eingöngu mælt út frá því hve margir njóta þar útivistar. Það getur allt eins verið nauðsynlegt uppbrot í annars samfelldri byggð, þar sem útsýnis nýtur og gróður og landslag gleður augað í síbreytilegri myndasýningu árstíðanna. Ekki verður þó farið dýpra í slíkar hugleiðingar að sinni, heldur lögð áhersla á sjálfa útiveruna. Aðstaða til iðkunar hinna hefðbundnu vetrarleikja er auðvitað fyrst og fremst háð veðri, en landslagsmótun og viðhald aðstöðunnar hefur líka sitt að segja. Allt krefst þetta markvissrar stefnu í umhverfismálum bæjarfélaga. Sleðabrekkur. Sú tíð er liðin að eftir fannfergi var sett skilti efst og neðst íbröttustu götumar, þar sem stóð „SLEÐAGATA”. Hættumar í umferðinni eru það miklar, að þessi iðkun fer beint inn á útivistarsvæðin. Þar sem landhalli er til staðar, sér snjórinn um það sem til þarf til þess að gera sleða-eða skíðabrekku, og tjamirfrjósaog verðaað skautasvelli. : ■ ■ ' ' ' -" . : : : Laugamesskóli. í skipulagsvinnu er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar þessi aðstaða er fyrir hendi, því í ákveðnum bæjarhlutum er hún alls ekki til staðar. Þangað er hægt að beina uppgrefti af byggingarsvæðum og búa til litlar sleðabrekkur og tjamir. Hólarnir þurfa ekki að vera háir, einungis brattir efst og með góðu undirlendi neðan við. Til þess að fá sem mest not af slíku svæði, þarf að grípa snjóinn og halda í hann, t.d. með skjólmyndun af gróðri, landslagi og girðingum. Notkunartíma skíðabrekknanna má lengja með því að flytja í þær snjó af götum og gangstéttum. Ski&agöngubrautir. Á gönguskíðum má komast hratt yfir, upplifa landslag í vetrarham og iðka líkamsrækt. Aðalstígakerfi um útivistarsvæði bæja ættu því að gefa kost á slíkri iðkun. Til þess eru þó sjálfir stígamir ekki vel fallnir, grasræma beggja vegna við þá er mun betri. Á gras þarf mun minna föl en á annað yfirborð, til þess að hægt sé að ganga á skíðum. Hér kemur einnig til kasta þeirra sem annast útivistarsvæðin. Troðnarbrautirauðveldagönguna, og þannig má leiða fólk um landslagið á skemmtilegastan hátt. Á snjóruðningsuppdrætti bæjarfélaganna mætti bæta inn áætlun fyrir lagningu göngubrauta. Skautasvell. Fyrir ekki mörgum árum var iðandi mannhaf á skautum á öllum frosnum tjömum í þéttbýli. Sú sjón verður æ sjaldgæfari.og rnárckjaýmsarástæður fyrir því, t.d. fleiri möguleikar á frítímaiðju og auknar kröfur til allrar aðstöðu. Það er eftirsjá á þessu vetrarmannlífi og þvífreistandi að endurvekja það. Skautasvell þurfa sitt viðhald, snjómokstur, fægingu og vatnsúðun. Aðstöðu má bæta með lýsingu, afdrepi og skógeymslum. Sé ekkert náttúrulegt vatnsborð til staðar, sem nýst getur sem skautasvell, er auðvelt að úða vatni á malbikaða velli í frosti. Sparkvellir og leiksvæbi. Einsogáðurkomframerekkialltaf dæmigert vetrarveður hér á vetuma, en í þess stað umhleypingar með krapmyndun. í þannig tíðarfari er veðrið oft gott, en færðin slæm.»» 19 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.