Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 22

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 22
Verulegur vatnshalli og gott frárennsliskerfi á leiksvæðum flýtir fyrir þomun þeirra í slíku færi og bætir þannig leikaðstöðuna. Umhverfi uppeldisstofnana. Stofnanir eins og dagheimili, leikskólar, skólarog skóladagheimiligegnastærraog stærrahlutverki í uppeldi bama, og þar dvelja flest böm stóran hluta uppvaxtarára sinna. Því er mikilvægt að skapa þeim umhverfi, sem fullnægir leikþörf þeirra og er um leið notalegt, án þess þó að vera einangrað frá umheiminum. Óteljandi möguleikar liggja í nýtingu jarðhita til upphitunar yfirborðs, og þörf bama og unglinga fyrir ferskt loft má uppfylla með hálfyfirbyggðum leiksvæðum. Dagheimilin og leikskólamir em lokuð í mánuð yfir hásumarið, og í skólunum liggur starfsemi niðri frá 1. júní til 1. september eða alla góðu daga sumarsins. Það er því augljóst að forsendur fyrir skipulagi leikskóla- og dagheimilislóða sem og skólalóða eru aðrar en hins almenna útivistarsvæðis. Þó svo að skólalóðimar gegni hlutverki sem hverfisleiksvæði allt árið, er vetramotkunin mikilvægust. Leikskóla- og dagheimilislóðir. í þeim aldurshópi, sem á þessum stofnunum dvelur, em sennilega mestu hörkutólin, þegar kemur að því að fara út í hvaða veður sem er. Þau eru sett í pollagalla, fá fötu og skóflu í hönd, og moka allt sem fyrir þeim verður, hvort sem það er sandur, vatn ípolli eða snjór. Mikilvægt er að á lóðinni sé hægt að komast í skjól fyrir öllum vindáttum. Girðingar er þó æskilegt að staðsetja þannig að yfir þær sjáist á stöku stað, svo að bömin skynji umhverfið utan girðingar. I þessu sambandi gegna klifurtuminn og sleðahóllinn hlutverki sem útsýnisstaðir. Líftíma sandkassans er hægt að lengja með því að leggja snjóbræðslu undir hann, en henni þarf að vera hægt að loka á sumrin, til þess að koma í veg fyrir þomun sandsins. Ekki má gleyma smæð bamanna við hönnun leiksvæðis. Rúmlega eins metra hár hóll nægir til þess að kitla mann í magann þegar fyrsta þotuferðin er farin. Og spenningurinn er svo mikill að margra metra löng biðröð myndast. 20 Skólalóóir. Á skólalóðinni eru leikimir famir að þróast frá dundinu á dagheimilinu yfir í skipulagðari ærsl, hlaup og hópleiki. Hinir hefðbundnu vetrarleikir eins og sleðaferðir og skautahlaup eru lítið stundaðir í stuttum frímínútum. Snjókast er þó sígild iðja, sem mun ekki leggjast af fyrr en hið síðasta snjókom er fallið. Þó verður að segjast að hangs undir húsvegg og við innganga er sú iðja sem algengust er í frímínútum á skólalóðum. En er það ekki vegna þess að krap er yfir öllu, eða þá að um flata og skjóllausa 15.000 m2 stóra lóðina gnauða vindar sem á Kili væru? En okkur er ekki alls varnað. Við getum hækkað hitastigið á sumrin, en við getum líka sent úrkomuna til föðurhúsanna. Með sífellt stórfelldari virkjun á jarðhita hljótum við að geta leyft okkur að leggja hita í valin svæði á skólalóðunum. Hér þarf einnig að vera hægt að finna skjól fyrir flestum vindáttum. Með skjólgirðingum má búa til rými, þar sem hópast má saman. Þó skal forðast að snúa þeim afsíðis frá fjölförnum leiðum, því slík skúmaskot em algengir fy rirsátarstaðir, og freista til áreitandi tilburða. Eftirsjá er í yfirbyggðum leiksvæðum eins og við Austurbæjarskólann, þar sem frfskt loft er að finna, en samtímis skjól fyrir veðri og vindum. Myndarlegar gróðursetningar trágróðurs milda umhverfi hinna stóru mannvirkja sem skólabyggingar okkar vilja oft verða, og skipta hinum víðáttumiklu skólalóðum í minni afmörkuð svæði, þannig að nýting verði sem best og árekstrar sem fæstir. Trjágróður er ekki minna afgerandi í umhverfinu en að sumri. Leiksvæðin við uppeldisstofnanir em mikilvægur hluti þess umhverfis sem bömum er skapað á uppvaxtarárum þeirra. Gerum okkur því grein fyrir þeim þörfum sem notendur þessara svæða hafa, ekki bara í fermetrum talið. Mótum þau útfrá þeim, og þá munum við sannfærast um að þau eru ekki sóun á dýrmætu byggingarlandi. Þráinn Hauksson ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.