Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 28

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 28
MÝVATNSSVEIT VETRARPARADÍS Mývatnssveitereinnfjölsóttastiferðamannastaðurlandsins, svo sem flestum mun kunnugt. Á hverju sumri hópast fólk þangað til að skoða hin fjölmörgu náttúrufyrirbæri sem svæðið er frægt fyrir og njóta óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar. Miklu færri þekkja þá stórkostlegu möguleika, sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða fyrir þá sem leggja stund á vetrarsport, eða vita að fegurð sveitarinnar í vetrarbúningi tekur oft fram því sem gerist á sumrin. Á síðasta ári gekkst Ferðamálafélag Mývatnssveitar fyrir sérstakri kynningu á vetrarferðum til Mývatns og í vetur er haldið áfram á sömu braut og bryddað upp á ýmsu áhugaverðu í því sambandi. Mývatnssvæðið er kjörið fyrir vélsleðaáhugamenn og þar hefur árlega verið haldin vegleg vélsleðakeppni, sem í raun hefur verið óopinbert Islandsmót. í vetur var vélsleðakeppnin, Mývatn 89, haldin dagana 2,- 5. mars og var hún fyrsta opinbera íslandsmótið í vélsleðaíþróttum. Keppt var í þremur greinum, fjallaralli, spymukeppni og alhliða þrautarkeppni, þar sem keppendur þurfa að leysa ýmsar þrautir. Jafnframt voru skipulagðar vélsleðaferðir um nágrenni Mývatns mótsdagana, þar sem kunnugir leiðsögumenn voru með í för. Starfrækt var vélsleðaleiga og er áformað að reka hana til vors. Síðustu vetur hafa verið snjóléttir um norðaustanvert landið, og snjóleysi á öræfunum suður og austur af Mývatni hefur langtímum saman takmarkað eða hindrað ferðalög á vélsleðum um þessi svæði. Margir vélsleðaeigendur og aðrir sem áhuga hafa á vetrarsporti eru því spenntir fyrir hugmyndinni um hálendisvegi og sjá fram á að slíkir vegir um miðhálendið myndu, auk þess að hafa stórkostlega þýðingu varðandi samgöngur milli landshluta, auðvelda fólki mjög að komast þangað sem snjór er að jafnaði nægur, og á sumrin opnaðist raunhæfur möguleiki á því að bjóða upp á jöklaferðir á miðhálendinu, t.d. á Bárðarbungu. 26 Dorgveiði á ísnum á Mývatni hefur lengi verið vinsæl tómstundaiðja, en var áður stunduð sem atvinnugrein. Ferðamálafélag Mývatnssveitar hefur nokkur undanfarin ár haldið dorgveiðikeppni á vatninu um eða eftir miðjan apríl. Undanfarin tvö ár hafa þátttakendur að hluta komið erlendis frá, en að öðru leyti hefur nær eingöngu verið um heimamenn að ræða og fólk úr nágrannabyggðarlögum. Þess er vænst að í vor komi keppendur víðar af landinu, en einnig er reiknað með þátttöku erlendra veiðimanna. Dorgveiðitfminn hefst 1. febrúar og stendur meðan ís er á vatninu, eða að jafnaði fram í maí. Á þessu tímabili er hægt að dorga um hverja helgi er veður Ieyfir. Við Mývatn er mjög góð aðstaða til skíðagöngu og þar er einnig skíðatogbraut í upplýstri brekku. Troðnar eru gönguslóðir í nágrenni við Hótel Reynihlíð og um páskana fer fram svonefnd Mývatnsganga, sem er trimmganga á skíðum. Er hún liður í dagskrá sem skipulögð er í páskavikunni fyrir þá ferðamenn sem kjósa að eyða páskafríi sínu í Mývatnssveit. Eru þá einnig m.a. skipulagðar dorgveiðiferðir og boðið upp á lifandi tónlist í Hótel Reynihlíð. Auk þess sem nefnt hefur verið hér að framan, er vert að hafa í huga að auðvelt er að leggja stund á gönguferðir umhverfis vatnið, skoða hið einstæða landslag eða fuglana. Þáereinnig boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir ef um er að ræða a.m.k. fimm manna hópa, og er komið á ýmsa þekkta staði svo sem hverasvæðið við Námafjall, Dimmuborgir, Höfðaog Skútustaðagíga. Ekki mágleymaþvíaðeftir ævintýralegan dag er gott að fá sér sundsprett í ágætri sundlaug í Reykjahlíð, slaka á í heitum nuddpottum eða fara í sánabað, og óhætt er að fullyrða, að sá sem sækir Mývatnssveit heim að vetrarlagi mun ekki snúa aftur vonsvikinn. Jón lllugason ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.